Stjarnan - 01.11.1936, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.11.1936, Blaðsíða 6
94 STJARNAN Hann var mjög nákvæmur meÖ málverk sín, og endurbætti oft eða breytti því, sem hann hafði lokið við. Italskir málarar höfðu fram að þessurn tíma rnálað útsýni aðeins bak við myndir sínar. En hjá honum var útsýnið aðal málverkið, stundum leigði hann aðrá til að mála mynd aðeins til að gjöra útsýnið tilkomu. meira. Hann sagðist gefa burtu myndir sínar en selja útsýnið. ■Hann varð frægur innan skannms og mikil eftirsókn var eftir málverkum hans. Nú fóru menn að reyna að stæla málverk hans. En hann málaði aldrei nema einu sinni sama mál- verkið svo það var ómögulegt að koma fram með fölsk málverk undir nafni hans. Hann bjó til dráttarlínur af öllum þeim málverkum, sem hann seldi og skrifaði nafn kaupanda aftan á uppdráttinn, og eins til hvaða lands mál- verkið fór. Þetta geymdi hann alt í nokkurs konar minnisbók. Níutíu og tvö af málverkum hans hanga á listasöfnum í Evrópu. Mörg þeirra eru í Louvre í París, og á listasafni þjóðarinnar i Lundúnum. Clement páfi IX. bauðst til að þekja með gullpeningum eitt af málverkum hans, ef hann vildi selja það. En Claude hafði nóga peninga Flísin og “Hví sér þú flísina í auga bróður þíns, en tekur el-cki eftir bjálkanum, sem er í þínu eigin auga. . . . Hræsnari, drag fyrst bjálkann út úr auga þnu, og þá muntu sjá vel til að draga út flisina, sem er í auga bróður þíns.” Lúk. 6:41. Það er mikill mismunur á flís og bjálka; flís getur verið svo lítil, að hún sé varla sýni- leg nenia í beztu birtu. Bjálki er stórt tré, sem notað er í undirstöður og aflviði húsa. Flís er svo létt að hún getur svifið í loftinu, hækkað eða lækkað eftir því sem loftstraumarnir bera hana áfram. Bjálki er svo þungur að enginn einn maður getur lyft honum eða borið hann. Hvílíkur mismunur á milli þeirra, hins minsta, sem sjá má í sólarbirtu og hinna stóru bjálka, sem þá voru notaðir til húsabygginga. Ef þau væru lögð á metaskálar hvort á móti öðru, þá mundi flísin fljúga upp, og menn ekki geta eygt hana. Flís í auga bróður míns en bjálki í mínu eigin. Það var áhrifamikil samlíking upp á svo hann vildi ekki selja það. Claude dó í Rómaborg 82 ára að aldri. Það er sagt að þegar Claude var um 25 ára að aldri, þá hafi hann heimsótt Champagne, fæðingarpláss sitt. Hér var honum tekið sem tignum gesti, aneð hinum mesta heiðri í kastal- anum þar, sem foreldrar hans unnu sem óbreytt vinnufólk. Einn dag, þegar hann var úti á skemtireið með tignarfólkinu, þá mætti hann drengnum, sem hafði verið frumkvöðullinn að því að stela frá honum smákökunum. Þegar Claude var að fara af stað til Sviss þá kallaði þessi drengur á eftir honum og sagði að hann skyldi koma aftur, þegar hann væri orðinn sjálfstæður og ríkur maður. Claude stöðvaði nú hest sinn og sagði honum, sem^nú var orðinn fullorðinn maður, að hann væri kominn aftur undir þeim kringumstæðum, sem hann hefði tiltekið. Hann mætti líka dreng, isem hafði verið honurn hlyntur við þetta sama tækifæri. Claude stökk af baki, faðmaði manninn að sér og þakkaði honum eins og hann vildi hafa gjört fyrir mörgum árum síðan. Fyrir ljós það, sem kærleikurinn kveikti, varð Claude, hálfvitinn, að Claude frá Lorraine. Hinn frægi málari, hvers málverk enn í dag njóta álits og aðdáunar rnanna. H. W. Roth. bjálkinn sannleika þann, sem Frelsarinn vildi kenna oss. Syndir mínar og yfirsjónir líkjast bjálka, en eg veiti þeim enga eftirtekt, en yfirsjónir bróður míns, þó þær líkist aðeins lítilli flís, þá sýnast mér þær svo stórkostlegar, að eg er ekki í rónni, og álít þær þurfi fljótra aðgjörða við. Eg gef engan gaum að mnum yfirsjónum og afsaka þær fullkomlega. En eg lít á yfirsjónir bróður míns í stækkunargleri og sýnast þær því stærri, sem eg horfi lengur á þær. Hvað þetta líkist mannlegu eðli. Það er svo nátúrlegt fyrir mig að álíta það alveg skelfilegt ef bróður mínum verður eitthvað á, en þegar eg gjöri hið sama þá finst mér það einkis vert, kveðst ekki geta við því gjört, eða þá skelli skuldinni á einhvern annan. Þegar bróðir minn finnur að einhverju, þá álít eg að hann sé í vondu skapi, en þegar eg sjálfur set út á eitthvað, þá gjöri eg það öðrum til leið- beiningar. Þegar hann heldur fast við skoðun sína, þá er hann stíflyndur og þrjóskufullur, en

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.