Stjarnan - 01.12.1936, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.12.1936, Blaðsíða 1
STJARNAN DESEMBER, 1936 LUNDAR, MAN Gleðileg Jól Drottins útvöldu, elskuðu börn, þér hafiÖ í sannleika ástæðu til að gleðjast og fagna óum- ræðilegum og dýrðlegum fögnuði, því “Sjáið hvílíkan kærleika faðirinn hefir oss auðsýnt að vér skulum Guðs börn kallast. Þess vegna kannast ekki heimurinn við oss af því hann þekkir hann ekki. Elskanlegir, nú þegar erum vér Guðs börn, en það er ennþá ekki opinbert hvað vér verða munum, en það vitum vér, að þegar hann birtist, þá munum vér verða honum líkir, því að vér imiunum sjá hann eins og hann er.” i. Jóh. 3 :i, 2. Þetta dýrðlega hlutskifti keypti Jesús oss til handa með því að fæðast í voru holdi og líða og deyja fyrir vorar syndir. Ættum vér ekki einn og allir að þakka Guði og vegsama hann nú á þessari minningarhátíð um fæðingu Frelsarans. Eigum vér ekki að færa honum þá þakkarfórn, þá jólagjöf, sem honum er kær- ust, það er að gefa honum líf vort og vilja vorn, svo hann fyrir sinn heilaga anda megi upp frá þessu stjórna hugsunum vorum, orðum og á- formum, og ummynda líferni vort eftir sinni mynd, svo vér í vorri daglegu breytni látum sama lunderni vera í oss, sem var í Jesú Kristi. Þá verðum vér meðstarfendur Krists til að leita þess sem glatað var og frelsa það. Þá höfuimi vér aðeins eitt áhugamál , það er, að gjöra vilja vors himneska föður. Þá mun jóla- gleðin, fögnuður og friður, heilags anda fylla hjörtu vor alla ársins daga þar til Jesús kemur í dýrð sinni til að fullkomna endurlausnarverk- ið og gefa oss með sér hans eilífa dýrðarríki. Drottinn gefi að þetta megi verða ykkar allra hlutskifti, kæru lesendur Stjörnunnar. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól, í Jesú nafni. S. Johnson. Lykillinn að forðabúri himinsins Vorið 1872 höfðu trúboðar frá Ameríku, sem störfuðu í Cadereyta, Mexico, ásett sér að fara í heimsókn til Bandaríkjanna. Þeir höfðu beðið Guð að opna sér veg, og nú höfðu þeir fengið farareyri, svo að áætlun var gjörð um ferðina. Á þessu tímabili var uppreisn í Mexico, svo engir flutningsvagnar fóru yfir landaimærin, trúboðarnir leigðu sér því tvo vagna. Vinir þeirra reyndu að letja þá ferðarinnar, því þeir óttuðust að þeir mundu falla í hendur hins voðalega uppreistar foringja, Cortinas og hei’- manna hans. Cortinas var sakaður um 17 morð í Texas. Hann hataði Bandaríkjamenn og Mexicobúar voru einnig hræddir við hann. Nú var alt undirbúið til ferðarinnar, og trú- boðarnir stefndu til Matamoros, sem er langan veg frá Cadereyta þar sem þeir höfðu verið. Vinir, sem þar bjuggu lofuðu að biðja daglega fyrir ferðamönnunum fyrst þeir gátu ekki fengið þá til að fresta ferðinni. Þriðja daginn eftir að þeir hófu ferð sína, og höfðu falið sig Guði eins og þeir voru vanir, héldu þeir af stað. En eftir að þeir höfðu keyrt um tvær mílur vegar, þá kornu þeir í f jarlægð auga á hermenn hins voðalega uppreistarmanns Cortinas, sem komu rétt á móti þeim. Hið eina sem þeir gátu gjört var að treysta Guði og biðja hann um varðveizlu. Sá, sem fór á und- an fylkingunni skipað þeim að staðnæmast, og bíða þar til foringinn kæmi og talaði við þá. Hann kam brátt og spurði þá á spánversku hvaðan þeir kæmu og hvert þeir væru að fara. Rétt um leið og þeir svöruðu þvi, spurði einn trúboðanna: “Er hættulaus vegur héðan til Matamoros ?”

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.