Stjarnan - 01.12.1936, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.12.1936, Blaðsíða 4
IOO STJARNAN en að kannast við það fyrir öðrum. Hvers- vegna bætti amma þeirri áminningu við að fara ekki í felur með það? Eg vildi helzt hafa mín- ar skoðanir fyrir sjálfan mig. Félagar mínir álíta sjálfsagt að eg sé sérvitur, hvað gjörir það til ? En hvaða gagn er að því ?” Ekki leið á löngu þar til Mat Hewitt fann upp á einhverjum strákapörumi, sem hann reyndi að koma í gegn. Hann, Dan og Bill voru að ráðgast um það einn eftirmiðdaginn. “Charles Peters er sá, sem bezt gæti hjálp- að okkur,” sagði Mat, “ef hann aðeins vill gjöra það.” “Hann gjörir það aldrei,” sagði Dan ákveð- ið. “Og hversvegna ekki?” Af því alt hjá honum verður að ganga eftir settum reglum, og þetta,” — Dan lauk ekki við setninguna. “Þetta er ekki í Biblíunni,” bætti Bill við. “Við megum til að gjöra eitthvað okkur til gamans,” sagði Mat. Við skulum biðja hann að vera raeð.” Svo fór Mat að glugganum og hrópaði upp á annað loft: “Charles Peters, kom þú hingað ofan til okkar.” Charles kom til þeirra og þeir intu honum frá áformum sínum. “Og þú ert sá eini í bekknum, sem getur hjálpað okkur með það,” sagði Mat. “Eg get það ekki,” sagði Charles alvarlega. “Þú getur það, og þú verður að gjöra það.” Charles hristi höfuðið, en Dan spurði hvers vegna hann gæti það ekki. “Af þvi hann er hræddur um að verða ó- hreinn um höndurnar, blessaður litli drengur- inn,” sagði Miat háðslega áður en Charles gat svarað spurningunni. Charles roðnaði, en svaraði rólega: “Það er satt. Eg kam á skólann með þeim ásetningi að halda liöndum mínurn hreinum, og með Guðs hjálp skal eg gjöra það.” Það kvöld kom Bill Archer inn í herbergi Charles og sagði: “Peters, eg vildi óska að eg væri eins og þú.” Charles varð svo hissa að hann gat ekkert sagt. “Þegar eg fór að heiman þá ásetti eg mér að vera góður og gjöra rétt. Eg meinti það. En hvílíkur heimskingi eg var, eg fyrirvarð mig fyrir þetta, og smátt og smátt leiddist eg til að gjöra það, sem samvizk- an sagði mér að væri rangt, þar til nú að eng- um dettur í hug að eg hafi neina samvizku. Eg er viss um að þú hefir álitið mig þann forhert- asta í hópnum.” Charles gat ekki borið á móti þvi; svo var augnabliksþögn þar til Bill spurði hálf hik- andi: “Skyldi það vera mögulegt fyrir mig—?” “Já,” greip Charles fram í. “Þú getur byrj- að að nýju og gjört það sem rétt er.” “Vilt þú standa með mér?” “Vissulega vil eg það Bill, og annar, sem er sterkari en eg er reiðubúinn að hjálpa þér.” Nokkrum mánuðum seinna skrifaði Charles ömmu sinni: “Eg hefi reynt að gjöra skyldu mína og ekki farið i felur með það, og það hefir hjálpað einhverjum öðrum, alveg eins og þú sagðir.” Y. I. 4 » Hver er orsökin? Bftirfarandi spurning stóð í dagblaði einu í S. Dakota, henni var beint að ritstjóranum: “Heldur þú að fólk sé eins vandað nú eins og það var í fyrri daga?” Þetta bendir í sömu áttina og spurningin um það, hvort æskulýð- urinn nú sé eins góður eða betri heldur en for- feðurnir. Margir halda því frarn að tilhneiging til glæpa sé ekki svo mikil hjá æskulýð vorum að orð sé á því gjörandi. Sumir prédikarar og kristindómskennendur segja að unga fólkið nú á dögum sé jafnvel betra heldur en forfeður þess voru i æsku sinni, en þeim ber ekki vel saman við það sem Páll segir að “Vondir menn og svikarar munu magnast í villunni, villandi aðra og villuráfandi sjálfir.” 2. Tím. 3:13. Ritstjórar dagblaðanna og dómarar í stór- borgunum, eru betur færir um að svara spurn- ingunni heldur en nokkur önnur stétt manna. Ritstjórarnir safna glæpafréttunum alstaðar að og dómararnir hafa glæpamennina mæta fyrir réttinum. Þessir menn og fangaverðirnir geta sagt oss hvort fangelsin eru tóm, eða full af fólki. Það er eftirtektarvert að hlusta á skoðun J. F. Mclntyre dómara í New York. Hann er einn hinna helztu lögfræðinga sem hafa glæpa- mál til meðferðar í Bandaríkjunumi. Maður einn, sem skrifar fyrir blaðið “Good House- keeping,” spurði hann: “Hvað heldur þú sé

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.