Stjarnan - 01.12.1936, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.12.1936, Blaðsíða 6
102 STJARNAN “Eg hefi breytt heimskulega’’ Sál Kisson er því miður ekki sá eini, sem hefir orÖiÖ að gjöra slíka játningu. Sá maður, sem metur sínar eigin óskir meira en grund- vallarreglur réttlæfjisins, og| lsdtur eigingirni fremur en guðsótta stjórna áformum sínum, hann breytir heimskulega og lendir án efa í vandræðum. Það var ekkert aðfinsluvert í fari Sáls, þeg- ar Samúel smurði hann til konungs. Hann hegðaði sér viturlega. Það er vel þess vert að lesa söguna um þennan unga mann, hún er lær- dómsrík og sýnir, að þótt vel sé byrjað er það ekki trygging fyrir góðum endalokum. Vér fylgjum lífssögu þessa unga manns, sem hafði svo mikið traust á sjálfum sér, hvern- ig hann á stuttum tíma náði hylli f jöldans, en féll svo seinna á æfinni að vér sjáum hann, konung þjóðarinnar, gjöra svo lítið úr sér að Íeita frétta af galdrakonunni í Endor. Sál leyfði óhlýðhi, öfund og illmensku að gjöra sig að þræli sínum. Illur andi náði yfir- ráðum yfir honum, og eftir það var hann eins og óður maður og eltist við Davíð í þeim til- gangi að ráða hann af dögum, af því Davíð hafði verið smurður til konungs eftir hann. Það var einmitt í slíkum erindum, þegar Sál var að elta Davíð, að atburður sá kom fyrir, sem leiddi konunginn til að gjöra þessa játningu: “Eg hefi breytt heimskulega.” Það er alvarleg frásaga og þess verð að lesa hana með eftirtekt. Sál kallaði til Davíðs yfir gjána sem aðskildi stríðsmenn þeirra og kannaðist við að hann hefði breytt heimskulega. Ef heimska Sáls var í því fólgin að láta eftir til- finningum sínum án þess að taka nokkurt tillit til afleiðinganna, þá á hann marga sína líka meðal vor nú á dögum. Eg skal benda á aðeins nokkra þeirra. I fyrsta flokki kemur iðjuleysinginn. Ef til er nokkur verulegur heimskingi í heiminum, þá er það sá ungi maður, sem vlijandi eyðir tíma sínum í iðjuleysi. Sumar gjafir gefur Guð oft, en sumar að- eins einu sinni. Æskan er ein af hinum síðar- nefndu, ef henni er sóað, þá er enginn vegur að öðlast hana aftur. Enginn fjársjóður er jafn dýrmætur, og engin misbrúkun eða eyðsla er jafn óbætanleg. Tapaða peninga má vinna sér inn aftur. Sá sem mist hefir heilsuna get- ur oft fengið hana aftur. Tapaða vináttu má endurreisa. Niðurbrotið mannorð má byggja upp aftur, en tími sem liðinn er fæst aldrei aftur. Árin, mánuðirnir, vikurnar og dagarnir, eru dýrmætari en svo að hægt sé að verðleggja þá. Vér megum ekki við því að misbrúka einn ein- asta þeirra. Er það ekki því miður satt, að f jöldinn af oss hefir eytt hundruðum dýrmætra klukkustunda til einskis. Iðjulaus unglingur er verst staddur því enginn tími er jafn dýrmætur og æskan. Iðjulaus unglingur sáir illgresi á lífsbraut sína, og hann er brjóstumkennanlegur þegar til uppskerunnar kemur. Hin sorglegasta sjón í heiminum er iðjulaus og áhugalaus ungur maður. Það er nógu ilt að vera atvinnulaus, en að hafa enga löngun eða áhuga fyrir því að vinna, er miklu verra. Sæll og hamingjusamur er sá unglingur, sem hefir áhuga fyrir vinnu og ánægju af henni. Það'er eitthvað í ólagi, annað'hvort andlega eða likam- lega við þá, sem ekki hafa ánægju af að vinna. Minnist þess að imiikið af lyndiseikunn mannsins er bygt upp frá því hann hættir að vinna á kvöldin og þar til hann fer að sofa. Siðleysi og glæpir, sém framdir eru af ungu fólki fara oftast fram á kvöldin, eftir að dags- verkinu er lokið. Fáir leiðast afvega meðan þeir eru önnum kafnir við vinnu. Hin versta misbrúkun kvöldstundarinnar er að eyða þeim i iðjuleysi því það leiðir oft út á lastabrautina. Láttu heldur ekki skemtanir taka upp allan tíma þinn. Það væri gott að minnast aðvör- unar Jeremía móti úlfinumi á kvöldin, sem eyði- leggur sálir manna. Það væri betra að vera rændur peningum sínum heldur en að vera rændur tíma og tækifæri, af hinum gagnslausu skemtunum sem eru svo algengar. Það er heið- urs vert, sem sumir gjöra, að nota tómstundir sinar til náms í einhverri grein, sem gjörir þá færari um að leysa af hendi betri þjónustu í þarfir mannkynsins. Því miður eru hundruð unglinga, sem aldrei hugsa um slíkt, heldur eyða hinum dýrmætu frístundum sínum til einskis og vakna svo upp eftir nokkur ár og sjá hve miklu þeir hafa tapað, og játa þá að þeir hafi breytt heimskulega. Næst er að nefna hinn glaumgjarna. Vér skulum alls ekki lítilsvirði glaðlyndi; það er Guðs gjöf. Þeim er illa farið, sem fordæmir giaðlyndi og álítur saklausa glaðværð og leiki ósamboðið kristnu fólki. Slíkur maður er ó- vinur kristindómsins. V « * <

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.