Stjarnan - 01.12.1936, Blaðsíða 8

Stjarnan - 01.12.1936, Blaðsíða 8
xo4 STJARNAN veriö a8 leita að einhverjum sem tryði því. Þú tilfærðir í ræðu þinni loforðið semi Jesús gaf: “Ef tveir af yður verða sammála á jörðunni, mun þeim veitast af föður mínum sem er á himnum, sérhver sá hlutur sem þeir kunna að biðja um.” Trúir þú þessu loforði og viltu biðja með mér upp á það?” Áður en eg gat svarað hélt hún áfram: “Svoleiðis stendur á að maðurinn minn hefir lengi verið skipstjóri á bátnum, sem fer upp og niður fljótið. Hann fer aldrei til kirkju, er ákaflega guðlaus og hann er nú orðinn gamall maður. Ef þú vilt biðja með mér upp á þetta áðurnefnda loforð Krists, þá skulum við biðja um afturhvarf hans, svo hann öðlist frelsun og eignist Guðs ríki. Viltu biðja með mér?” Þarna stóð eg hugsandi og undrandi. Eg rannsakaði hjarta mitt. Trúði eg í sannleika þessu loforði ? Var eg reiðubúinn þá og þar að biðja uin þetta með henni, sem hún óskaði eftir ? Meðan eg stóð þarna án þess að svara, stóð upp fátæklega búinn maður, járnsmiður, og sagði við konuna: “Eg skal biðja með þér og gjöra kröfu til þessa loforðs.” Svo gekk hann í viðurvist vorri yfir til konunnar og sagði með auðmýkt: “Við skulum gjöra kröfu til loforðs- ins nú strax.” Þau féllu á kné og hann bað. Það var jafn einfalt og barn væri að tala við móður sína. Hann minti frelsarann á loforð hans, og að þau tvö, sem nú væru á knjánum frammi fyrir honum tryðu loforðinu og gjörðu kröfu til þess, og báðu hann nú að frelsa gamla skip- stjórann. Þetta tók aðeins fáar mínútur. Það er ómögulegt að lýsa einlægni þeirri og alvöru sem lýsti sér í bænum þeirra. Guðsþjónustunni var lokið og dagurinn leið. Unx kvöldið kom fólkið aftur til kirkju. Þegar presturinn sté í stólinn sá hann gömlu konuna þá senx áður var minst á, og með henni var garnall rnaður hvítur fyrir hærum. í lok ræðunnar var þeim boðið sem' vildu meðtaka Krist að koma inn i fremstu sætin rneðan fólkið var að syngja. Gamli nmðurinn stóð strax upp og kom. Það var talað við hann og beðið með honum, en alt var óljóst og í rnyrkri fyrir honum. Yfir til hægri og vinstri í kirkjunni sátu þau konan hans og járnsmiðurinn, og andlit þeirra ljómiuðu af gleði. Þau höfðu beðið og trúað loforði Krists, svo þau vissu í hjörtum sínum að alt mundi fara vel. Guðsþjónustunni var lokið og fólkið fór heim til sín. Gamli mað- urinn gekk út í myrkrið og sál hans var jafn- STIARNAN kemur út einu sinni á mán- uði. Verð: $1.00 á ári. Borgist fyrirfram. Útgefendur: The Canadian Union Con- ference of S.D.A., 209 Birks Bldg. Wpeg. Ritstjórn og afgreiðslu annast MISS S. JOHNSON, Lundar, Man., Can. vel dimmari en nóttin. Morguninn eftir þegar fólkið var að safn- ast sarnan, og presturinn var í lestrarherberginu bak við ræðustólinn, til að undirbúa ræðu sína, þá var barið á ytri dyrnar. Hurðin var opnuð og garnli maðurinn gekk inn og sagði: “Eg get ekki beðið eftir morgun guðsþjónustunni, segðu mér strax, ef þú getur, hvernig eg á að fara að því að' fá frelsun.” Þarna í lestrarherberginu áður en guðs- þjónustan byrjaði tók hann á móti Jesú sem frelsara sínum, og í lok guðsþjónustunnar gaf hann ógleymanlegan vitnisburð um frelsara sinn. Hvað er annars markvert við þennan at- burð ? Alls ekkert, þegar vér minnumst þess, að tveir vinir Jesú einlæglega og alvarlega trúðu loforði Jesú og tileinkuðu sér það. G. W. Truett. AUÐMÝKTIN Augustínus var einu sinni spurður hvað væri fyrsta sporið á leið til himnaríkis. Hann svaraði: “Auðmýkt.” Og annað sporið ? “Auðmýkt.” Og hið þriðja? “Auðmýkt.” Eins og skipið sem hefir þungan farm, gengur dýpra niður í vatnið, heldur en hið létt- fermda. Þannig er það einnig með sál manns- ins, því meira sem hún hefir meðtekið af Guðs náð, því auðmýkri er hún, og þess minna álit hefir hún á sjálfri sér, en þvi meira traust hefir hún á Guði. E. S. Eg hefi ferðast meira urn íslendingabygð- irnar í Canada í sumar heldur en nokkru sinni fyr, og haft þá ánægju að kynnast svo mörgum fleiri af hinum gestrisnu, göfugu, góðu löndum mínum. Síðastliðið sumar og haust verður mér ógleymanlegt. Kæru vinir minir, allir við- skiftavinir mínir og Stjörnunnar, hjartans þökk fyrir viðkynninguna og allan kærleika mér auðsýndan. Blessun Drottins hvíli yfir yður, og fögnuður og friður heilags anda fylli hjörtu yðar. Gleðilegar hátíðar í Jesú nafni. Lundar 20 nóvember 1936. S. Johnson.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.