Velferð - 01.07.2007, Blaðsíða 2

Velferð - 01.07.2007, Blaðsíða 2
c--------------------------------------------------------------------------- Nýr ritstjóri Velferðar Þórir S. Guðbergsson, félagsráðgjafi og kennari hefur tekið við starfi ritstjóra Velferðar og bjóðum við hann hjartanlega velkominn til starfa um leið og við þökkum fráfarandi ritstjóra, Eggerti Skúlasyni, fyrir störf hans og samvinnu á undanförnum árum. Þórir er áreiðanlega mörgum lesendum Velferðar kunnur. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1958 og kennaraprófi ári síðar. Hann starfaði fjölmörg sumur sem leiðtogi í sumarbúðum KFUM í Vatnaskógi, vann um 10 ára skeið sem kennari og skólastjóri. Hann var félagsráðgjafi hjá Sálfræðideildum skóla og síðan hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar sem ellimálafulltrúi og fræðslufulltrúi. Þórir hefur einnig skrifað margar barna- og unglingabækur, þýtt yfir 40 bækur fyrir börn, og nú síðustu ár ritstýrði hann bókaflokknum Fífsgleði sem kom út í tíu ár frá 1992, með frásögnum og viðtölum við fjölda íslendinga um lífshlaup þeirra. Þá hefur Þórir einnig verið ritstjóri Jafnvægis, tímarits Samtaka sykursjúkra, um nokkurra ára skeið og setið i stjórn samtakanna og ritstjóri Fréttabréfs um málefni aldraðra hjá Reykjavíkurborg til margra ára. Við fögnum komu Þóris til starfa fyrir Hjartaheill og hlökkum til samstarfsins. Ásgeir Þór Árnason, frkvstj. Hjartaheilla Velferð - Blaðið þitt - Vertu virk(ur) Velferð er málgagn og fréttabréf Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga. En það er einnig blað allra þeirra sem hafa áhuga á góðri heilsu, hreyfingu og virkni til líkama og sálar, þeirra sem vilja heilsu borgaranna sem allra besta frá vöggu til grafar. Þess vegna er Velferð blaðið þitt! Stjórn Hjartaheilla og ritstjórn blaðsins óskar þess af heilum huga að efni blaðsins höfði til þín, sé áhugavert og forvitnilegt. Við reynum ávallt að rýna 1 og velta fyrir okkur hvað þú, lesandi góður, mundir vilja sjá í blaðinu og vitum i rauninni ekki hvernig tekst til. Mikið þætti okkur vænt um að þið sendið okkur línu, kæmuð með tillögur og hugmyndir sem við reynum að vinna úr. Þið megið líka senda okkur stutta reynslusögu og/eða fyrirspurnir til félagsins, framkvæmdarstjóra, ritstjóra, félagsráðgjafa, læknis, sjúkraþjálfara eða hjúkrunarfæðings og við reynum að svara eftir bestu getu. Sérstaka áherslu langar okkur til að leggja á félaga okkar úti á landi. Þeir eru okkur jafnmikils virði og aðrir og hlökkum við til að heyra skoðanir þeirra, reynslu og viðhorf. Lestu Velferð V V V V V V Bentu okkur á áhugavert efni (bæði á fundi og í blaðið). Komdu með nýjar hugmyndir. Hvað viltu helst sjá í blaðinu? Sendu okkur fyrirspurnir. Sendu okkur stuttar reynslusögur. Reyndu að vekja athygli annarra á blaðinu. Netfang: asgeir@hjartaheill.is thorir@hjartaheill.is petur@sibs.is margret@sibs.is Mikill fjöldi blaða, auglýsingabæklinga og alls kyns pósts berst inn um bréfalúguna hjá okkur í hverri viku. Áreitið hjá þeim sem ekki hafa hafnað ruslpósti er ógnvænlegt og margt fer beint í sorptunnuna. Ritstjórn hvers blaðs og stjórn hvers félags þarf að vera í góðu sambandi við félaga sína og lesendur. Ritstjórn og stjórn Hjartaheilla senda þér og þínum árnaðaróskir og sérstakar óskir um góða heilsu og farsæld. Velferð, málgagn og fréttabréf Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga. Útgefandi: Hjartaheill, landssamtök hjariasjúklinga, Síöumúla 6, 108 Reykjavík. Upplag: 5.500 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þórir S. Guðbergsson Ritnefnd: Ásgeir Þór Árnason, Margrét Albertsdóttir og Pétur Bjarnason. Prentun og umbrot: Viðey ehf. Forsíðumynd: Við fossinn Dynk í Þjórsá, Ijósmynd, Rafn Hafnfjörð. 2 VELFERÐ

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.