Velferð - 01.07.2007, Blaðsíða 4

Velferð - 01.07.2007, Blaðsíða 4
c----------------------------------------- Ferðalög og sjúkratryggingar Evrópskt sjúkratryggingakort. Það getur skipt milljónum! Vertu vakandi og spyrðu fulltrúa félagsins! Fjöldi fólks ferðast til útlanda vetur, sumar, vor og haust. Mörg hundruð eða þúsundir íslendinga eiga t.d. húsnæði i Evrópu og Bandaríkjunum, en margir þeirra vita ekki hvernig sjúkra- og slysatryggingum er háttað í raun og veru þegar um slys, sjúkdóma og sjúkrahúsvist er að ræða. Fyrsta atriðið sem við viljum benda á er ætíð það sama. Við berum sjálf ábyrgð á tryggingum okkar. Þess vegna þurfum við að kynna okkur þær sem best bæði stórt og smátt letur! Spyrðu fulltrúa tryggingafélags þíns spjörunum úr, hvort sem það er hjá VÍS, TM, Sjóvá eða öðrum félögum. Vertu ekki feimin/n heldur opin/n og einlæg/ur. Kynntu þér skilmála og farðu aftur, hringdu og spyrðu ef eitthvað er óljóst og þokukennt. Tryggingarnar eru á þína ábyrgð. yf V-. V vegna einhvers konar hjarta- bilunar margfalt á við svipaðar aðgerðir hér heima og getur það stundum hlaupið á milljónum króna. Hafi sjúklingur þjáðst áður af sama/svipuðum sjúkdóm, og er í einhvers konar meðferð vegna hans (tekur fyrirbyggjandi lyf, er í sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, almennri heilsurækt vegna sjúkdómsins o.s.frv.) greiðir tryggingafélagið ekki kostnaðinn! Pví miður eru nokkur dæmi um mikinn kostnað sem sjúklingar hafa þurft að greiða úr eigin vasa. Vertu þvi vakandi og spyrðu fulltrúa tryggingafélags þíns um öll vafaatriði. V Kynntu þér skilmála annarra tryggingafélaga og gerðu samanburð. Vertu sátt/ur við aðgerðir þínar svo að þú nagir þig ekki í handabökin á eftir. Spyrðu nákvæmlega um tryggingar í landinu/löndunum sem þú ert að fara til og dveljast i. Það getur stundum skipt milljónum hvort þú ert „rétt“ tryggð/ur. Nauðsynlegt er að gera sér fulla grein fyrir því að við erum ekki tryggð fyrir afleiðingum af langvarandi/langvinnum sjúkdómum, hjartveiki, æðasjúkdómum, sykursýki, lungna- veiki og öðrum langtíma sjúkdómum jafnvel þótt við séum við góða heilsu að öðru leyti og tökum engin lyf nema hjartamagnyl til að fyrirbyggja nýjar uppákomur af einhverju tagi, blóðfall, tappa o.s.frv. og höfum lifað áfallalausu lífi til margra ára. Evrópskt sjúkratryggingarkort Hjá Tryggingastofnun ríkisins er unnt að fá Evrópskt sjúkratryggingakort sem gildir í öllum löndum evrópska efnahagssvæðisins og Sviss. í grófum dráttum tryggir það að Tryggingastofnun ríkisins greiði allan kostnað vegna slyss eða sjúkdóma sem viðkomandi þarf að greiða svo framarlega sem hann dvelst á opinberu sjúkrahúsi eða leitar til sérfræðings sem hefur samning við opinbera heilbrigðiskerfið í landinu sem hann dvelst í. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að þessi ákvæði gilda einungis á milli landanna í þeim tilvikum sem um opinbera þjónustu er að ræða - ekki hjá einkastofum eða einkasjúkrahúsum! Þess vegna þurfum við að fá upplýsingar um hvort viðkomandi læknisstofa/læknir/sérfræðingur eða sjúkrahús sé á vegum opinberra aðila. Benda má á að almanna- tryggingar greiða sjúkrakostnað í evrópulöndunum, en ekki sjúkraflutning á milli landa. V Margir eru í raun sjúkra- og slysatryggðir á tveimur stöðum. í fyrsta lagi hjá Tryggingastofnun ríkisins/almanna- tryggingum og í öðru lagi hjá tryggingarfélagi í gegnum heimilis- og fjölskyldutryggingar, sjúkra- og slysatryggingar. í grófum dráttum má segja að Tryggingastofnun greiði slysa- og sjúkrakostnað í öllum löndum að upphæð sem svarar til þess kostnaðar sem hlýst af svipuðum kostnaði hjá sérfræðingum og sjúkrahúsdvöl hér heima á íslandi. En umframkostnað er Tryggingastofnun ekki skylt að greiða. Kemur þá til kasta tryggingafélagsins og skilmála þess. Dæmi: Veikist hjartasjúklingur í USA, Asíu eða Evrópu vegna hjartveiki sinnar eða afleiðingum tengdum henni að einhverju leyti - þarf að leita til sérfræðings, sjúkrahúss og/eða lendir í einhvers konar aðgerðum, - greiðir Tryggingastofnun allan kostnað sem svipuð aðgerð/ sjúkrahúskostnaður mundi kosta hér heima á íslandi. í fjölda landa kostar sérfræðiaðstoð, súkrahúsdvöl og aðgerð Hægt er að sækja um evrópska tryggingakortið á netinu, tr.is - og gildir það í tvö ár. Umsækjandi fær kortið sent heim í pósti. Kortið gildir í eftirtöldum löndum: Austurríhi, Belgíu, Bretlandi, Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Frakklandi, Grikklandi, Hollandi, írlandi, Ítalíu, Kýpur (gríska hlutanum), Lettlandi, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Möltu, Noregi, Portúgal, Póllandi, Slóvakíu, Slóveníu, Spáni, Sviss, Svíþjóð, Tékklandi, Ungverjalandi og Þýskalandi. 4 velferð

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.