Velferð - 01.07.2007, Blaðsíða 9

Velferð - 01.07.2007, Blaðsíða 9
Púlsbreytileiki. Púlsúr er fest við alla þátttakendur í rannsókninni. Pað er til að sjá hversu góður breytileiki er í púls- inum. Lengi hefur breytileiki í púlsi verið notaður til að fylgjast með börnum í fæðingu. Minnkaður breytileiki hefur þótt merki um hugsanlegan súrefnisskort hjá barninu. Á síðari árum hafa menn séð að breytileiki í púlsinum er minni hjá hjartasjúklingum og að minnkaður breytileiki er tengdur aukinni áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Hálsæðaómun. Tvennt er skoðað í hálsæðaómun. Annarsvegar er þykkt æðaveggjarins (fntima-media thickness) mæld. Þykktin í æðaveggnum er að jafnaði svo lítil að erfitt er að greina hana með venjulegri skoðun og því er notast við sérstök tölvuforrit við úrlesturinn. Aukin þykkt er talin áhættuþáttur fyrir hjarta- og æðasjúkdóma. Hinsvegar er athugað hvort merki er um æðakölkun eða æðaskellur í hálsæðunum. Ef æðakölkun finnst í hálsæðum má leiða likur að því að æðakölkun sé einnig að finna annarstaðar i æðakerfinu t.d. í kransæðum. Stífni í æðakerfinu. Frá hjartanu berst púlsbylgja út í æðakerfið við hvern hjartslátt. Hraðinn á þessari púlsbylgju er mældur með sérstökum mælitækjum á GlaxoSmithKline -----------------------C? upphandlegg og kálfa. Ef púlsbylgjan berst hratt um æðakerfið er það mælikvarði á stífni í kerfinu. Aukin stífni orsakast af æðakölkun. Þannig er púlshraðinn mælikvarði á hversu mikil æðakölkun er í æðakerfinu. Enn er of snemmt að segja til um hvort þessir nýju þættir reynast auka forspárgildi Áhættureiknivélarinnar og hvort þeir verða hluti af reglulegri læknisskoðun. Lengri tími þarf að líða og frekari rannsókna er þörf áður en til þess kemur. samsi<ip Úr handraða sr. Hjálmars Jónssonar, dómkirkjuprests ^tí^^ustímn rnlnn látín dœluna cfancfatí Þegar við leituðum í smiðju sr. Hjálmars Jónssonar, dómkirkjuprests, eftir stökum eða kviðlingum brást hann blíðlega við og sendi okkur erindi úr handraðanum og munum við birta þau í næstu blöðum. í upphafi segir sr. Hjálmar: Þegar ég fór undir hníf í september 2004 hófu félagar mínir ýmsir yrkingar og reyndust bæði bænheitir og kraftaskáld. Björn Ingólfsson á Grenivík tók hvatningu annarra leirmanna um að yrkja mig til heilsu: Varanleg svo verði bót á veikindunum sláist um að hjúkra honum herskarar af fögrum konum. Sprækur eins og sprengikúla upp sprettur Hjálmar. Hraustur út í heiminn skálmar heilsumein eiframar tálmar. Næstur varjón Ingvar Jónsson, sem sendi eftirfarandi kvöldið fyrir aðgerð: Hjálmar má þola hættuför stranga og heilsufarsbresti. Drottinn minn láttu dæluna ganga hjá Dómkirkjupresti. Sumir hugsuðu til sr. Hjdlmars í myndmáli. Hér er Ijósmynd eftir Rafn Hafnfjörð af Kristsmyndinni í Vigabjargi í Jökulsárgljúfri. velferð 9

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.