Velferð - 01.07.2007, Blaðsíða 13

Velferð - 01.07.2007, Blaðsíða 13
----------------------------------c? Streita og háþrýstingur - Stöldrum við Æðibunugangur í lífsgæðakapphlaupi Vesturlanda? Efnahagskerfi og mikil vinna í nýrri skýrslu sem kynnt var á Evrópuþingi í vor kemur fram að háþrýstingur hefur aukist til muna í þeim löndum sem hafa lagað sig að vestrænu efnahagskerfi. Er hér um að ræða svokölluð ný efnahagskerfi eins og í Brasilíu, Kína, Indlandi, Rússlandi, Tyrklandi og í Austur-Evrópuríkjum. íslendingar þekkja kannski streitu betur en fjöldi annarra þjóða. Um margra alda skeið unnum við hörðum höndum og höfðum það eitt að markmiði að öllum liði bærilega og kæmust af frá degi til dags, værum farsæl í lífi og starfi. Á tuttugustu öldinni breyttust tímar með ógnarhraða. Heilsugæsla kom síðar til sögunnar, mæður þurftu ekki að vinna eins mikið meðan makar voru til sjós langtímum saman eins og tíðkast hafði, barnadauði sem áður hafði verið mjög mikill minnkaði snarlega og er með þeim minnsta í heiminum og lífslíkur íslendinga urðu sífellt hærri eftir því sem leið á öldina. Nú á dögum eru lífslíkur karla á íslandi með þvi hæsta í heiminum og lífslíkur kvenna í þriðja sæti. Við getum hins vegar velt því fyrir okkur hvort mikil vinna almennings i landinu samfara mikilli streitu hefur áhrif á almennt heilsufar. íslendingar hafa alltaf unnið mikið og lengi fram eftir aldri. Er það bæði jákvætt og neikvætt. Sumir hafa unnið lengi og mikið til þess að komast af og haft miklar og þungar áhyggjur af fjárhagslegri afkomu sinni og veldur það bæði félagslegum, sálrænum og heilsufarslegum vanda hjá mörgum fjölskyldum. Aðrir hafa unnið lengi við góða afkomu og bætt fjárhagslegan hag sinn og sinna og sífellt fleiri auðmenn styðja við menningar-, mennta-, vísinda-, góðgerðarstörf og þróun á mörgum sviðum. Vinnan göfgar manninn svo langt sem það nær. Virkni til hugar og handar hefur jákvæð áhrif á heilsufar okkar. En hverjir þekkja ekki dagsmunstur: Vakna virkan dag, koma börnum á fætur og í skóla/leikskóla, þeysast áfram í sígandi umferð og eiga á hættu að verða of seinn. Vinna með litlum hléum og lítilli ró, velta vöngum yfir aukavinnunni og annarri vinnu, taka þátt í heilsusrækt hvað sem það kostar (flýta sér þar eins mikið og unnt er!), skreppa frá og aka börnum í íþróttir, tónlistaskóla o.s.frv., mega varla vera að því að borða kvöldmat því að fundur og önnur vinna bíður um kvöldið . . . eðað afþreying og mæting i veilsum og stöðum þar sem allir geta séð að við tökumn þátt í menningarlífi samfélagsins. Slíkur getur æðibunugangur í lífsgæðakapphlaupi oft orðið og við getum spurt í hjartans einlægni: Til hvers? Hvert er markmiðið? Er þetta kannski allt eftirsókn eftir vindi? Gleymum við e.t.v. að spyrja um lífsgildi, gleði og farsæld? Niðurstöður nýrra rannsókna benda til þess að stanslaus streita geti átt mikinn þátt í háum blóðþrýstingi meðal annars hjá fólki á fertugs- fimmtugs- og sextugsaldri og sístreita geti því leitt til alvarlegra hjarta- og æðasjúkdóma sé ekki staldrað við og hugað að forvörnum og nýjum lífsstíl. Haldi fram sem horfir fjölgar bæði öryrkjum og vinnuframlag minnkar hjá fjðlda fólks í blóma lífsins - og opinber aðstoð mun því einnig aukast. Er ekki löngu kominn tími til að staldra við og huga að lífsháttum og lífsstíl? Fjöl- margir postular geysast fram á sviðið og prédika að þeirra kennisetningar séu þær einu réttu - og margir hlaupa upp til handa og fóta og kaupa „lyfseðilinn" sem á að bjarga lífi okkar á skammri stundu. Allt er gleypt án hugsunar og gagnrýni. Mikil og stanslaus streita leiðir því miður oft til óhollra lífshátta, lélegs mataræðis, reykinga og áfengisneyslu og bein afleiðing af því getur valdið því að hreyfing minnkar og verður nánast engin, heilsufarið og líðan hríðversnar að sama skapi því að líkaminn er byggður og hannaður fyrir hreyfingu og virkni. Hvað þarf að breytast og gera til þess að snúa þróun við sem veldur hreyfingaleysi, offitu og vanlíðan? Er það eitthvað á okkar valdi eða eigin ábyrgð? Söng ekki Egill Ólafsson fyrir löngu: Staldraðu, staldraðu, staldraðu við . . . Þ.S.G. LÖGMENN HÖFÐABAKKA HÖFÐABAKKI9 6. HÆÐ 110 REYKJAVÍK ■ SlMI 587 1286 FAX 587 1247 ■ logmenn@justice.is ■ http://www.justice.is HITAVEITA SUÐURNESJA velferð 13

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.