Velferð - 01.07.2007, Blaðsíða 14

Velferð - 01.07.2007, Blaðsíða 14
c---------------------- Formannafundur Hjartaheilla Formannafundur Hjartaheilla var hald- inn á Akureyri 2. júní 2007. Gestur fundarins var Helgi Hróðmarsson, framkvæmdarstjóri SÍBS. Formannafundir eru haldnir þau árin sem ekki er aðalfundur og skulu fundirnir vera ráðgefandi um þau málefni samtakanna sem rædd eru. Hér á eftir eru nefndir nokkrir þættir úr ræðu fráfarandi formanns, Vilhjálms B. Vilhjálmssonar: Hann ræddi m.a. stöðu Hjartaheilla og helstu mál sem verið hafa í deiglunni undanfarið ár. Nefna má vinnu vegna reglugerðar um tilvísanaskyldu til að vitja hjartalækna, málefni Velferðar, og ýmsar leiðir sem reyndar hafa verið til fjáröflunar, en þar virðist þurfa nýjar og breyttar áherslur til að ná árangri. Fjárveitingavaldið hefur veitt Hjarta- heill aukna fyrirgreiðslu og það ber að þakka og jafnframt er það viðurkenning á að starf okkar hefur hlotið nokkurn skilning á æðstu stöðum. Þá voru kynntar breytingar á bók- haldsfyrirkomulagi samtakanna. Þeim er nú að ljúka og með því móti verða upplýsingar úr bókhaldi og rekstri aðgengilegri en áður var. Mælingar á blóðfitu og blóðþrýstingi er sennilega ein besta forvarnarherferðin okkar og má fullyrða að mjög margir einstaklingar hafi fengið viðeigandi meðferð tímanlega vegna þeirra. Söfnunarbaukarnir okkar eru afar heppileg leið til fjáröflunar án mikils tilkostnaðar en það þarf að veita ákveðna þjónustu og vekja athygli á málefninu. Heilsukort Lyfju er nýmæli, en þau fá allir félagar send þegar þeir hafa greitt árgjaldið 2007. Það mun veita afslátt meðal annars hjá Lyfju og Heilsuhúsinu og væntanlega koma fleiri inn í þá mynd. Hjartaheill, landssamtök hjarta- sjúklinga áttu þátt í að gefa sérstakan tækjabúnað til hjartalækninga, svo- kallaðan rafleiðnigreini ásamt flóknum tölvubúnaði til að greina rafleiðni i hjartahólfum, til Landspitalans, en Gizur Gottskálksson hjartalæknir hafði kynnt þörf á slíku tæki. Það kom fljótt í ljós að þetta verkefni var allt of viðamikið fyrir okkur eina en Lionsklúbburinn Víðarr tók að sér að leiða söfnunina undir stjórn Guðmundar Bjarnasonar verðandi formanns. Hann ásamt félögum sínum safnaði um eða yfir 30 milljónum króna og þar vorum við þátttakendur með litlu framlagi. En verkefnið tókst og gjöfin var afhent til notkunar. Ég er ekki í vafa um að það hefur þegar komið að góðum notum. Eggert Skúlason lét af ritstjórn VEL- FERÐAR og í hans stað var ráðinn Þórir S. Guðbergsson. Fyrirtækið Öflun ehf. var ráðið til að safna auglýsingum fyrir blaðið. Vilhjálmur þakkaði stjórnarmönnum Hjartaheilla fyrir samstarfið og góðan stuðning á liðnum árum og sagði að Guðmundur Bjarnason tæki nú við starfi formanns og lýsti yfir ánægju sinni með það. Ásgeir Þór Árnason afhenti Vilhjálmi gjöf frá samtökunum og sæmdi hann jafnframt æðsta heiðursmerki þeirra við mikið lófaklapp viðstaddra. Þá tók hinn nýi formaður við stjórn fundarins. Byrjaði hann á að ítreka þakkir allra til Vilhjálms fyrir óeigingjarnt framlag i þágu Hjartaheilla. Þá þakkaði Guðmundur hlý orð í sinn garð og hét því að gera sitt besta í þágu samtakanna. Reifaði hann ýmsar hug- myndir og verkefni sem stjórn hefur komið að og hyggst fylgja eftir. Má þar fyrst nefna aðkomu Hjarta- heilla að tilvísanakerfinu sem stjórn samtakanna hefur reynt að fá breytingar á, m.a. með fundi með ráðherra svo og fulltrúum hjartalækna og formanni samninganefndar T.R. Þá nefndi hann hönnun hins nýja hátæknisjúkrahúss, en beðið hefur verið um fund með byggingarnefndinni, samstarf við banka um betri kjör fyrir samtökin og fjáröflun, notkun merkis Hjartaheilla á vörum einstakra fyrirtækja gegn greiðslu. Er þar einkum átt við matvöru þar sem „logo" Hjartaheilla er hugsað sem tákn um hollustu og gæði. Taldi Guðmundur að 14 Velferð

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.