Velferð - 01.07.2007, Blaðsíða 25

Velferð - 01.07.2007, Blaðsíða 25
Fréttir frá Danmörku 250.000 Danir þjást af æðaþrengslum í fótleggjum. „Göngudeild“ með mælingu blóðþrýstings í kálfum og ráðgjöf sett á laggirnar af Félagi hjartasjúklinga. í málgagni félags hjartasjúklinga í Danmörku, Hjertenyt, frá árinu 2006, má finna greinar sem fjalla um æðaþrengsli í fótleggjum, vanlíðan og hreyfihömlun sem geta fylgt í kjölfarið. Hjartasjúkdómar og æðaþrengsli fylgjast stundum að. Margir sjúklingar með æðaþrengsl í fótum eru einnig hjarta- sjúklingar og hjartasjúklingar fá oft æðaþrengsli í fótleggi. Unnt er að seinka, koma í veg fyrir og meðhöndla æðaþrengsli í fótleggjum alveg eins og gert er hjá kransæðasjúklingum. Talið er að um 5% af dönsku þjóðinni, 65 ára og eldri, þjáist af æðaþrenglsum og fjöldi fólks gerir sér ekki grein fyrir sjúkdómnum. Ef um sama hlutall er að ræða hér á íslandi gætu um 4000 íslendingar 65 ára og eldri þjáðst af æðaþrengslum og margir án þess að vita það! Bolli Þórsson, læknir segir m.a. í grein sinni hér í blaðinu: „Stífni í œðakerfinu. Frá hjartanu berst púlsbylgja út í æðakerfið við hvern hjartslátt. Hraðinn á þessari púlsbylgju er mældur með sérstökum mælitœkjum á upphandlegg og kálfa. Ef púlsbylgjan berst hratt um æðakerfíð er það mœlikvarði á stífni í kerfinu. Aukin stífni orsakast af œðakölkun. Þannig er púlshraðinn mæli- kvarði á hversu mikil æðakölkun er í æðakerfinu." „Gluggaveðurnjótendur“ í greinunum segir fullorðin kona, Dorrit Kleisborg, frá reynslu sinni. Hún þjáðist af miklum verkjum í fótleggjum um langan tíma án þess að fara til sérfræðings eða segja lækni frá þjáningum sínum. Þegar hér var komið sögu var hún ein þúsunda einstaklinga sem stóð heima löngum stundum við gluggann og horfði á góða veðrið. Hún treysti sér ekki í gönguferð. Slíkir sjúklingar eru stundum kallaðir "gluggaveðurnjótendur". Dorrit átti erfitt með gang og á 200 metra fresti varð hún að hvíla sig vegna verkja. Loks fór Dorrit á sjúkrahúsið á Friðriksbergi þar sem mældur var blóðþrýstingur bæði á handleggjum og kálfum. Strax kom í ljós að hér var um æðaþrengsli að ræða. Henni var ráðlagt að fara í nánari rannsókn á Ríkisspítalann og eftir það fékkst niðurstaða: Hún var með alvarleg æðaþrengsli. Hugsanlegt var að bæta líðan hennar til muna með æðaútvíkkun og hjáveituaðgerð. Hún spurði fljótlega hvort hún gæti farið í flugferð eftir aðgerðina til USA til dóttur sinnar því henni var það hugleikið og taldi sérfræðingur að hún gæti með gleði undirbúið sig fyrir ferðalagið. Hún nefndi að henni hefði verið ráðlagt að kaupa sér stuðningssokka til að nota í flugferðinni. En læknir taldi það ekki ráðlegt. Stuðningssokkar væru ágætir þegar fólk væri með æðahnúta, en þegar um æðaþrengsli væri að ræða gætu stuðningssokkar hins vegar haft alvar- legar afleiðingar. Ráðgjafamiðstöð hefur verið sett á laggirnar þar sem félagar í dönskum „Hjartaheillum" geta komið í mælingu og fengið ráðgjöf. Félagar greiða kr. 1500 fyrir mælingar og ráðgjöf og utanfélagsmenn greiða kr. 2.500. Ráðgjöf með þessum hætti hentar sérstakalega sjúklingum eldri en 50 ára og eiga ekki sögu um æðaþrengsli í hjarta, fótleggjum eða blóðtappa. Mæl- ingar gefa aðeins vísbendingar og er fólki ráðlagt að leita til sérfræðings í framhaldi af mælingum ef þær benda til æða- þrengsla. Mælingar SÍBS og aðildarfélaga, meðal annars Hjartaheilla, á blóð- þrýstingi og blóðfitu ásamt öndunar- mælingum hafa gefið góða raun og fjöldi manna leitað til læknis í framhaldi af mælingum og ráðgjöf. Eins og kemur fram í greininni Mælinganetið þéttist, mun SÍBS og aðildarfélögin halda áfram mælingum og ráðgjöf á komandi hausti. Markmið mælinganna er fyrst og fremst að komast sem fyrst að því hvort viðkomandi er með háan blóðþrýsting, háa blóðfitu eða á við öndunarerfiðleika að stríða. Með þeim hætti er unnt að koma í veg fyrir, lækna, seinka eða/og halda sjúkdómnum í skefjum og auka lífsgæði fólks. Á ráðgjafamiðstöð í Danmörku er viðkomandi ráðlagt m.a.: V Að hætta að reykja. Um 90% af sjúklingum er reykingarfólk. Áðurnefnd Dorrit hafði ekki reykt í 27 ár, en talið að í hennar tilviki væri um ættgengi að ræða. V Að endurskoða mataræði. V Að hreyfa sig með markvissum hætti hægt og stígandi. V Að fara í nánari rannsóknir - og hugsanlega að taka inn hjartamagnyl og blóðfitulækkandi lyf. V Að fara í æðaútvíkkun eða aðrar aðgerðir ef þrengslin eru á háu stigi allt eftir ráðgjöf og tilmælum sérfræðinga. Velferð 25

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.