Velferð - 01.12.2007, Blaðsíða 2

Velferð - 01.12.2007, Blaðsíða 2
c Frá ritstjóra Kyrrð og friður Dimmasti tími ársins. Veður eru válynd. Sumir fagna. Finnst tíminn kertaljósa og ljúfra stunda. Stjörnubjartur himinn. Glitrandi norðurljós. Mánaskin. Tími góðrar og eftirminnilegrar samveru. Aðrir fyllast angurværð og sumir depurð. Myrkur sækir á hugann og dimmir skýjabólstrar trufla hug og hjarta. Glaðar stundir eru fátíðar. Aðventu og jólahátíð fylgir þó yfirleitt nokkur gleði og eftirvænting. Pegar fólk kemst á fullorðins og efri ár minnast margir góðra stunda úr æsku og bernsku. Og góðum minningum fylgja góðar kenndir með birtu og yl á myrkasta tíma ársins. Og jafnframt hækkar sól á lofti. Það birtir á ný. Undirbúningur jóla á aðventu hefur tekið nokkrum stakkaskiptum á síðustu áratugum. Þeir sem eru miðaldra og fullorðnir minnast ilms af eplum og appelsínum sem ekki var hversdagsbrauð eins og í nútímanum. Þeir minnast fárra jólagjafa og muna einstaka gjafir sem glöddu barnshjörtun. Yfir aðventu og jólahátíð hvíldi oft kyrrð og friður þó að veikindi, slys og sjúkdómar settu stundum svip á tímabilið eins og fylgir mannlegri tilveru. Undirbúningstími jólanna lengist. Hraði, hávaði og glymur auglýsinga og kaup- mennsku hljóma fyrir eyrum okkar löngu áður en aðventan er hringd inn. Það er á ábyrgð okkar hvers og eins hvernig við undirbúum okkur og fjölskyldu okkar fyrir hátíð friðar og fagnaðarboðskapar. Til allrar hamingju fjölgar tilboðum um tónleika og menningartengda atburði á aðventunni og margt horfir til betri vegar ef vel er að gáð og er þakkar vert. Lof- gjörð og margradda rómur kirkjugesta óma i húsum Guðs. Einn meginþáttur þessa blaðs flytur okkur fregnir af velmegunarsjúkdómum sem svo eru stundum kallaðir. Ekki er það ætíð réttnefm því að í mörgum til- vikum er um ættartengda sjúkdóma að ræða eins og kemur fram í ræðu fram- kvæmdastjórans. Hitt fer ekki á milli mála að stundum skellum við skuldinni á erfðir, ættir og elli kerlingu þegar ein- faldlega getur verið um hreyfingarleysi að ræða. Hreyfing og virkni til hugar og handar skiptir miklu meira máli fyrir lífsgæði okkar og vellíðan en við gerum okkur oft grein fyrir. Gleðilega hátið með friði og farsæld á nýju ári. Þórir S. Guðbergsson samsKiP VOTTORÐ FYRIR BURÐARVIRKISMÆLINGAR h CELETTE Fjllkomnustu grindarréttinga— og mælitæki sem völ er á hér á landi Flugumýri 20 270 Mosfellsbæ Sími: 566 8200-566 8201 Fax: 566 8202 Netfang: nybil@centrum.is A vinnubrögðum vorum sést að vel er hönnuð iðjan og nýja tækni nýtir best Nýja Bílasmiðjan BÍLASMIOJAN HF BÍLAMÁLUN • RÉTTINGAR • BÍLAMÁLUN • RÉTTINGAR LÝÐH E I LSUSTÖÐ www.lydheilsustod.is Velferð, málgagn og fréttabréf Hjartaheilla, landssamtaka hjartasjúklinga. Útgefandi: Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga, Síðumúla 6, 108 Reykjavík. Upplag: 6.000 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þórir S. Guðbergsson Ritnefnd: Ásgeir Þór Árnason, Guðrún Bergmann Franzdóttir Margrét Albertsdóttir og Pétur Bjarnason. Prentun og umbrot: Viðey ehf. Forsfðumynd: Við Ölkelduhnúk, Rafn Hafnfjörð. 2 VELFERÐ

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.