Velferð - 01.12.2007, Blaðsíða 3

Velferð - 01.12.2007, Blaðsíða 3
c? Breyttur lífsstíll - Hvað er það? Orðin hljóma kunnuglega. Velmegun, ofjita, kjörþyngd, breyttur lífsstill. Við segjum stundum að góð vísa sé aldrei of oft kveðin. Rétt er það, en við megum samt ekki tönnlast svo oft á sama málinu að það fari inn um annað eyrað og út um hitt. Þá er öll vinna og fræðsla til einskis. Við þurfum að gefa okkur tíma til að setjast niður, staldra við, hugsa málið. Sennilega veltir þú oft þeim málum fyrir þér sem skipta heilsuna miklu máli. Hugsun byijar í heilanum. Allt byrjar þar. Svo er spurning um framkvæmd og efndir. Hvað heldur þú: Erum við það sem við hugsum, borðum og framkvæmum? Síðastliðin 25 ár hef ég haldið námskeið fyrir þá sem eru að hætta launavinnu, svokölluð starfslokanámskeið. Þegar spurt er: Hvaða þættir í lifinu og lífsgildi skipta mestu máli að ykkar mati ? — er svarið ávallt á einn veg. Tæplega 100% þátttakenda segja: Heilsan skiptir öllu máli! Þegar spurt er áfram: Hvað gerum við, hvað gerir þú til þess að halda eins góðri heilsu og mögulegt er? þurfa margir að hugsa sig um litla stund. Það er aldrei ofseint að byrja að hreyfa sig, borða holla fæðu og vera jákvæð/ur. ÞSG Jb í léttum dúr Á milli manna á HL-stöðinni! Á HL-stöðvunum og hjá sjúkraþjálfurum í endurhæfingu er margt skrafað og rætt og er ávallt stutt í gamansemina og húmorinn. Fyrir nokkru kom maður nokkur á HL-stöðina í Reykjavík í fyrsta sinn og hitti þar gamlan kunningja. Maðurinn hafði farið i æðaútvíkkanir, endurhæfingu á Reykkjalund og ætlaði nú að láta kné fylgja kviði og fara reglulega í æfingar, ná sér eins vel á strik og unnt væri. Að vonum var hann ekki mjög bjartsýnn á framtíðina og hafði eins og margir fengið nokkurt áfall við fregnina um þröngar æðar og hjartasjúkdóm. Hann tók gamla vin sinn á tal og ræddu þeir gamlar minningar þar til sá fyrri sagði: "Hefur þú verið hér lengi á HL-stöðinni?" ,Já," svaraði vinur hans, "það eru rúm 17 ár siðan ég fór í aðgerð og frá þeim tíma hef ég verið hér fastur gestur." Varð sá fyrr nokkuð alvarlegur á svip er hann horfði spurull á vin sinn og sagði: "Jahá. Hefurðu verið hér í 17 ár? Og hefur þér ekkert batnað?" í léttum dúr Hjónin voru farin að eldast! Maður nokkur var á áttræðisaldri og hjartveikur til margra ára, en konan nokkuð yngri. Eitt sinn ræddu þau að aldurinn væri að færasts yfir þau og þau ekki eins spræk og fyrir nokkrum árum. Þá segir konan í glettni: "Ja, það getur vel verið að við séum eitthvað farin að eldast. En karlmenn snúa sér enn við þegar þeir mæta mér á götu." Sagði þá maður hennar með blik 1 augum: ,Ja, snúa þeir sér ekki bara í hina áttina?" velferð 3

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.