Velferð - 01.12.2007, Blaðsíða 6

Velferð - 01.12.2007, Blaðsíða 6
c------------------------- Hjartadagurinn 30.sept. 2007 Heilbrigt samfélag án hjartasjúkdóma Við erum sífellt minnt á hve alvarlegir hjarta- og æðasjúkdómar eru í vestrænu samfélagi. í Evrópu deyja árlega tæplega tvær milljónir manna úr hjarta- og æðasjúkdómum og kostnaðurinn er mikill: Vegna fráfalls úr þátttöku í atvinnulífi og virkni í samfélaginu og fjárhagsáætlunar heilbrigðismála er heildarkostnaður metinn á um!69 milljarða á ári. fyrirlestrar undir fyrirsögninni Topp tíu listinn fyrir heilbrigt hjarta. Á hjartadaginn sjálfan, sunnudaginn 30.september, var haldið Hjartadagshlaup þar sem keppendur gátu valið úr 3, 5 og 10 km. hlaupaleiðum. Fyrir þá sem hægar vildu fara var Hjartaganga undir leiðsögn garðyrkjustjóra Kópavogs. Síðan gátu börn skemmt sér í hoppikastala og þrautabraut í anda Skólahreystis. Að lokum var svo skemmtidagskrá á Hálsa- torginu í Kópavogi, en þar var miðstöð allra viðburðanna. Veitingar voru í boði Banana hf., Mjólkursamsölunnar og Orkuveitunnar. Dagskráin öll bæði á fimmtudag og sunnudag gekk mjög vel en þrátt fyrir að töluvert hafi verið lagt í auglýsingar og kynningar var aðsóknin því miður minni en við höfðum vonast til. Engu að síður telja allir sem að stóðu einsýnt að halda samvinnunni áfram og eru þegar farnir að huga að næsta Hjartadegi að ári. Alþjóðlegi hjartadagurinn er alltaf haldinn síðasta sunnudaginn í september ár hvert. Þema dagsins var í þetta sinn heilbrigt hjarta með sam- vinnu þar sem fólk er hvatt til að vinna saman að heilbrigðu samfélagi án hjartasjúkdóma. Hornsteinar samfélagsins vinni saman að heilbrigðu umhverfi. Hornsteinar samfélagins: • Fjölskyldan • Skólarnir • Vinnustaðir • Félagasamtök í ár ákváðu Hjartavernd, Hjartaheill á höfuðborgarsvæðinu og Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna að undirbúa vandaða og fjölbreytta dagskrá á hjartadaginn og kynna markmið dagsins. Samið var við Kópavogskaupstað og íþróttafélagið Breiðablik um framkvæmd og aðstöðu og var þáttur Breiðabliksmanna til fyrirmyndar. Fimmtudaginn 27. september var fyrirlestraröð í Salnum í Kópavogi. Þar voru fluttir margir stuttir en mjög fróðlegir Allar hugmyndir og tillögur um dagskrá og mikilvæga þætti sem geta vakið fólk til þátttöku eru vel þegnar. Fáið börnin og unglingana endilega með í hug- myndasmíð! Sendið snjallar hugmyndir með börnum ykkar á eftirfarandi netföng. Haraldur Finnsson, haraldurf@internet.is og Guðrún Berg- mann, gudrun@hjartaheill.is 6 Velferð

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.