Velferð - 01.12.2007, Blaðsíða 15

Velferð - 01.12.2007, Blaðsíða 15
c? I léttum dúr Bókin opnast alltaf á sama stað! Hjartasjúklingur nokkur sagði eftirfarandi sögu fyrir skömmu: Fyrir nokkrum árum fór ég í uppskurð þar sem tengt var fram hjá þröngum kransæðum hjarta. Skurðlæknir og hjúkrunarfræðingur fræddu mig vel og fylgdu máli sínu eftir með upplýsingabæklingum og þykkri fræðslubók um gang sjúkdóms, endurhæfingu, lífslíkur sjúklings, hæfni, getu o.fl. Allt gekk eins og í sögu með uppskurð og líðan nema hjá vinum mínum sem virtust ekki vita hvernig þeir ættu að ræða þennan alvarlega sjúkdóm. Urðu sumir nokkuð sorgmæddir og aðrir hikandi og stamandi er þeir spurðu hvort þessu fylgdu verkir og þjáning eins og lífið yrði harla slæmt og erfitt með þennan sjúkdóm ævilangt. Sumir spurðu hikandi hvort ég gæti nokkuð gert hitt! Ég sagði þeim frá líðan minni og að ég ætti mikla og góða bók sem ég hefði á náttborðinu hjá mér. Hún væri gædd þeirri náttúru að hver sem tæki hana í hönd sér sæi að hún opnaðist alltaf sjálfkrafa á sama kaflanum: Um kynlíf! Œ KAUPÞIN G Úr handraða sr. Hjálmars Jónssonar, dómkirkjuprests 'Altt má áem oexJlim/M" í síðasta tölublaði birtum við fáeinar stökur sem voru um og eftir hjartaaðgerð sem sr. Hjálmar gekkst undir í september árið 2004. Jón Ingvar Jónsson sendi sr. Hjálmari stöku kvöldið fyrir aðgerðina og síðan aðra eftir vel heppnaða aðgerð: Hjúkkur struku Hjálmar blítt hann má ekki kvarta. Allt er nú sem orðið nýtt, æðar, blóð og hjarta. Þá kom einnig skeyti frá Sigrúnu Haraldsdóttur: Oft þó brúkum illan sið eiturvísna kokkar. Öll þó vildum leggja lið að lækna Hjálmar okkar. Húrra. Mikið var ég fegin að heyra frá Hjálmari, og sjá að læknarnir skáru ekki burt kímnigáfuna! Aftur kvað svo Jón Ingvar: Presti ekkert var í vil, veikum stóð á grunni, líf sitt þakkar líkast til læknamafíunni. ortar Við líparítnámuna í Hvalfirði. Ljósmynd: Rafn Hafnfjörð Velferð 15

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.