Velferð - 01.12.2007, Blaðsíða 16

Velferð - 01.12.2007, Blaðsíða 16
c----------- Hollt og gott 250 g spelt 3 tsk vínsteinslyftiduft V2 tsk sjávarsalt 1 tsk oregano 1-2 msk ólífuolía (kaldpressuð) 125 ml. heitt vatn Blandið þurrefnum saman í skál eða setjið í matvinnsluvél eða hnoðara (best að setja í hnoðarann) bæta olíunni út í, síðan vatninu og hnoðið deigið. Stráið smá spelt á borð og fletjið deigið frekar þunnt út. (Passar á eina ofnplötu), setjið bökunarpappír á ofnplötu, deigið þar ofaná og setjið svo pizzusósu. Svo er bara að láta hugmyndarflugið ráða með álegg, eftir smekk. Þessi er með kjúklingaskinku, papriku, sveppum og smá rauðlauk, stráið svo pizzaosti yfir og kryddið svo með oregano eða því kryddi sem sem ykkur finnst passa. Svo þykir mörgum æðislegt að setja gott spínat ofan á pizzuna þegar hún kemur úr ofninum. Verði ykkur að góðu.

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.