Velferð - 01.12.2007, Blaðsíða 17

Velferð - 01.12.2007, Blaðsíða 17
Botn: 6 eggjahvítur 1 -1 _ bolli púðursykur 6 tsk maisenamjöl 1 tsk eplaedik Eggjahvíturnar eru þeyttar vel og púðursykrinum blandað saman við í smá skömmtum. í lokin er maisenamjölinu og edikinu blandað varlega saman við. Best er að baka botninn á ofnplötu með bökunarpappír. Hæfilegur hiti er um 120°c og bökunartíminn er um 2 klst. Ofan á botninn passar að setja 'h lítra af þeyttum rjóma og síðan er gott að setja ávexti, ber, sælgæti eða það sem hverjum og einum hentar til skrauts og lystauka. Gott er að nýta eggjarauðumar sem falla til þegar marens er búin til og laga dýrindis ís. Eggjarauðurnar em þeyttar vel ásamt sætuefni. Saman við 6 eggjarauður er hæfilegt að setja 3A dl af sykri, hvítum eða brúnum. Einnig er hægt að setja hunang eða annað sætuefni í stað sykurs , allt eftir smekk. Þegar búið er að hræra eggjarauðurnar og sætuefnið vel saman er 'h lítra af þeyttum rjóma bætt varlega saman við eggjahræmna. Gott er að bragðbæta ísinn t.d. með súkkulaðibitum, hnetum, möndlum, ávöxtum, berjum eða því sem hverjum og einum finnst henta. ísinn er settur í mót, plastmót með loki henta vel, einnig er hægt að nota kökuform eða skemmtileg ílát sem til eru á heimilinu. Til hátíðabrigða er gaman að bjóða upp á heimagert konfekt. Það getur verið skemmtilegt að bragðbæta marsipan og móta úr því konfektmola eftir smekk hvers og eins og tekur ekki langan tíma. Best er að nota marsipan sem er sérstaklega ætlað til konfektgerðar. Til dæmis er hægt að hnoða saman við marsipanið niðurrifna ávexti, ber, möndlur, hnetur, döðlur, rúsínur, bragðefni eins og piparmyntur eða líkjör eða hvaðeina sem hæfir smekk hvers og eins. Marsinn er síðan mótaður í hæfilega mola og hægt er að útbúa t.d. kúlur, bita, dropa eða notast við mót. Molarnir eru síðan hjúpaðir súkkulaði. Gott er að bræða súkkulaði með því að setja það 1 skál og setja skálina í pott með vatni og láta það bráðna við vægan hita. Velferð 17

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.