Velferð - 01.12.2007, Blaðsíða 22

Velferð - 01.12.2007, Blaðsíða 22
c-------------------------- Um erfðaskrá, óskipt bú o.fl. íslendingum fjölgar jafnt og þétt, en hlutfallslega fjölgar öldruðum einstaklinum, 65 ára og eldri, hraðar en þeim sem yngri eru. Um þessar mundir eru íslendingar 65 ára og eldri um 12% af ibúafjölda þjóðarinnar, en árið 2050 er gert ráð fyrir að þessi aldurshópur verði um 27% af þjóðinni. íslendingar sem eru 80 ára og eldri eru nú um 9.600 talsins á öllu landinu, en árið 2050 er gert ráð fyrir að þeir verði um 45.000. Slík fjölgun hefur átt sér stað í öðrum löndum og geta íslensk stjórnvöld lært margt af þeim þjóðum hvernig bregðast skal við á ýmsum sviðum þjóðlífsins bæði í efnahagskerfinu, heilbrigðis- og félagsmálakerfinu, atvinnulífinu, húsnæðiskerfinu o.s.frv. Ekki þýðir „að bíða og sjá til“ eins og oft vill verða. Hér verður strax að setjast á rökstóla og vinna heimavinnuna sína. Lífsgæði fólks eru í húfi. Með mikilli fjölgun í elsta aldurshópnum fjölgar einnig þeim sem búa einir og hafa ekki eignast nánar fjölskyldur. Fólk spyr í ríkara mæli en áður hvernig gera eigi erfðaskrár og einstaklingar sem búa saman í hjónabandi eða skráðri sambúð vilja vita nánar um lög og reglur varðandi skipt bú og óskipt. Það hefur einnig færst í aukana að fólk vilji styðja góð málefni og mannúðarsamtök og arfleiðir líknarfélög og góðgerðarfélög að hluta eigna sinna eða öllum eigum sínum, einkum þeir sem búa einir. Hjartaheill hefur átt því láni að fagna að fá slíkar gjafir sem bæði eru ómetanlegar og erfitt að þakka fyrir svo mikilvægar sem þær eru fyrir samtökin. Hér verður stiklað á stóru varðandi erfðaskrá (Erfðalög nr.8/1962) og óskipt bú og eru hvergi nærri tæmandi upplýsingar varðandi vandasama gjöminga. Lögð er því áhersla á að þeir sem eru að huga að eða velta fyrir sér að gera erfðaskrá leiti sér ráða hjá lögfræðingum eða sýslumannsembættum. • Þegar gera skal erfðaskrá lýtur hún ströngum, formreglum — og best er að fá upplýsingar um slíkar reglur hjá lögfræðingi eða sýslumannsembætti. Erfðaskrár sem fullnægja ekki formkröfum erfðaskrárlaga geta verið ógildar. • Einstaklingum er heimilt að ráðstafa fjármunum sínum eftir sinn dag með erfðaskrá. Einstaklingar teljast þeir, sem ekki em 1 sambúð, skráðri eða vígðri, samkvæmt upplýsingum Hagstofu íslands. • Þeir sem eiga skylduerfingja þ.e. maka eða börn mega ekki ráðstafa meira en 1/3 hluta eigna sinna með erfðaskrá. Ef um lögskráða sambúð er að ræða og maki deyr erfir eftirlifandi maki einn þriðja hluta ef þau eiga sameiginleg börn. Ef þau eiga ekki börn tekur maki allan arf. • Þeir sem eiga hvorki maka/sambúðaraðila né börn geta hins vegar ráðstafað öllum eignum sínum með erfðaskrá. • Erfðaréttur er ekki milli sambúðarfólks Sé það vilji aðila sem ekki era í skráðri sambúð að eftirlifandi aðili hafi erfðarétt þá er erfðaskrá nauðsynleg. • Hafi erfðaskrá ekki verið gerð gilda ákveðnar reglur um það hver erfir viðkomandi. T.d. ef maki er ekki í sambúð og á ekki börn eru það foreldrar eða foreldri sem erfa hann. Ef þau eru bæði látin eru það niðjar foreldra, þ.e. barn/börn (systkini hins látna) sem erfa viðkomandi. Til að einfalda erfðamál Nauðsynlegt er í flestum tilvikum að athuga vel sinn gang og meta hvort ástæða er til að gera erfðaskrá. Séu sambúðaraðilar t.d. ekki í skráðri sambúð er nauðsynlegt að spyrja: Er hægt að tryggja eftirlifandi aðila rétt til að sitja í óskiptu búi með erfðaskrá, sbr. hér á undan — það er hægt svo framarlega sem sá látni hefur ekki átt skylduerfingja o.fl. Ef annar aðili á börn - og eitt eða fleiri börn hafa fengið meira úr búinu en hin áður en andlát ber að höndum, er rétt að gera erfðaskrá og taka fram vegna hvers barnið/bömin hafa fengið meira í sinn hlut en hin (t. d. vegna aðstoðar í veikindum, hjálp við útréttingar, viðhald á íbúð/húsi, skipta um Ibúð o.fl.). Stundum reynast aðstæður slíkar að sum börn fá fyrr meira en önnur af eðlilegum ástæðum, en til að koma í veg fyrir ósætti eða deilur er best að ganga frá slíku svo að allt sé eins skýrt og klárt og unnt er. Erfðaréttur ríkisins Eigi hinn látni enga erfingja samkvæmt erfðlögum og hefur ekki gert erfðaskrá renna eignir hans til ríkisins. ítreka skal að vanda ber til erfðaskrár svo að ekki reynist á henni formgallar eða að hún sé svo óljós að hún verði tilefni deilna. Uppfylla þarf ströng lögformleg skilyrði til þess að erfðaskrá sé gild. Skipt bú og óskipt bú Hjón sem eiga aðeins sameiginleg börn hafa skilyrðislausan rétt til að sitja í óskiptu búi eftir lát maka. Eftirlifandi maki þarf ekki leyfi barna. Eigi hjón ekki aðeins sameiginleg börn gilda aðrar reglur. Þá þarf eftirlifandi maki að fá samþykki stjúpniðja fyrir setu í óskiptu búi og er háður því að það verði veitt. Hjá þessu geta þó hjón komist ef þau gera erfðaskrá þar sem tekið er fram að eftirlifandi maki hafi rétt til setu i óskiptu búi. Makalífeyrir Séu aðilar skráðir í sambúð á eftirlifandi maki rétt á makalífeyri eins og um hjón sé að ræða. Séu aðilar ekki skráðir í sambúð á eftirlifandi sambýlisaðili ekki rétt á makalífeyri. Lífeyrir hjá tryggingafélögum Margir hafa tryggt sig með persónulegum tryggingum hjá tryggingafélögum með mismunandi hætti og ólíkum iðgjalda- greiðslum. Erfðalög taka ekki til slíkra trygginga heldur gilda um þau lög um vátryggingar. Hinn tryggði getur hins vegar skráð hver eða hverjir eigi að njóta tryggingafjárins þegar hann fellur frá. Sé það ekki gert fer tryggingaféð fyrst til maka, siðan til dánarbúsins. Leitið ávallt til löglærðra aðila eða sýslumannsembætta ef þið eruð í vafa um lög og reglur! Þ.S.G. samantekt 22 velferð

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.