Velferð - 01.12.2007, Blaðsíða 26

Velferð - 01.12.2007, Blaðsíða 26
c----------------------------------------------------- Gott líf og langt Markmið hjartadagsins er að auka vitund og þekkingu á ógnun hjarta- og ceðasjúkdóma og leggja áherslu á heilbrigða lífshœtti. Hjartadagurinn er haldinn á heimsvísu síðasta sunnudag í september ár hvert, en það er Alþjóðahjartasambandið (World Heart Federation) með stuðningi frá Alþjóðaheilbrigðis- stofnunni (WHO) og UNESCO sem hvetur aðildarfélög sín um allan heim til að halda upp á Hjartadaginn. Hjartarvernd er aðildarfélagi Alþjóða hjartasambandsins. í ár ákváðu Hjartavernd, Hjartaheill á höfuðborgarsvæðinu og Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna að undirbúa vandaða og fjölbreytta dagskrá á hjartadaginn eins og fram kemur í blaðinu. Markmið Hjartadagsins, sem yfir 100 þjóðir taka þátt í um allan heim, er að auka vitund og þekkingu almennings á ógnum hjarta- og æðasjúkdóma og leggja áherslu á heilbrigða lífshætti svo að börn, unglingar og fullorðnir um allan heim öðlist betra og lengra líf. Nánar er hægt að lesa um Alþjóðlega hjartadaginn með því að finna: http://www.hjarta.is/upplysingatorg/hjartadagurinn Hjartadagurinn var fyrst haldinn árið 2000. Hver dagur hefur ákveðið þema. Árið 2007 er þema: Heilbrigði fjölskyldu, samfélags og umhverfis Árið 2006 var athygli beint að: Hve ungt er hjarta þitt? Árið 2005 var bent á mikilvægi kjörþyngdar og gott form Árið 2004 var þema dagsins: Börn, unglingar og hjartasjúkdómar Árið 2003 var áhersla lögð á: Konur og hjartasjúkdómar Heilbrigt hjarta - Hvað er til ráða? • Reyktu ekki • Hreyfðu þig daglega • Borðaðu hollan mat • Haltu kjörþyngd • Forðastu óhóflega streitu • Láttu kanna blóðþrýsting þinn • Láttu kanna blóðsykur þinn • Láttu kanna kólesteról þitt • Ráðfærðu þig við lækni • Njóttu lífsins, en farðu vel með hjartað, þú átt bara eitt! í léttum dúr Dáinn eða dauður? Málfarsráðunautar og áhugafólk um íslenskt mál velta oft fyrir sér notkun mismunandi orða yfir sama atburð, atvik eða hlut. Áhugamaður um íslenskt mál spurði bónda nokkurn eitt sinn: "Hvort segið þið í þinni sveit: „Ég er dáinn - látinn eða ég er dauður?" Bóndinn svaraði á augabragði: "Við notum ekkert þessara þriggja orða. í minni sveit þegjum við þegar við erum dáin." Árið 2002 var umræðan: Offita, hreyfing og næring Árið 2001 var fólk hvatt til að huga að áhættuþáttum hjartasjúkdóma Árið 2000 var bent á þýðingu hreyfingar fyrir hjartað HjartaHeill 26 Velferð

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.