Velferð - 01.12.2007, Blaðsíða 29

Velferð - 01.12.2007, Blaðsíða 29
c? Hagsmunagæsla - SÍBS hefur lagt áherslu á að gæta hagsmuna félagsmanna sinna. Vorið 2006 var t.d. haldin i Norræna húsinu ráðstefnan: „ Líf með lyfjum” þar sem fjöldi hagsmunaaðila fjallaði um lyfjamál. Samtökin stóðu einnig að opn- um fundi með fulltrúum stjórnmála- flokkanna þar sem sérstaklega var rædd hugmynd um afnám virðisaukaskatts af lyfjum. Ráðstefna um gildi hreyfingar var haldin í tengslum við þing SÍBS árið 2006. SÍBS hefur einnig mótmælt fyrirhuguðum stjórnvaldsaðgerðum s.s. upptöku „analog” kerfis í verðlagningu lyfja. Þá mótmæltu samtökin að sjálf- sögðu fyrirhugaðri helgarlokun bráða- þjónustu fyrir hjartasjúklinga og til- vísanaskyldu til hjartalækna. SÍBS dagurinn - SÍBS dagurinn er haldinn hátíðlegur fyrsta sunnudag í október ár hvert. í ár var SÍBS dagurinn 7. október og þá voru, líkt og undanfarin ár, skrifstofur samtakanna og aðildar- félaga að Síðumúla 6 opnar gestum og gangandi. Starfsemin var kynnt og efni frá samtökunum lá frammi. Þjónusta við félagsmenn SÍBS - SÍBS hefur lagt áherslu á að auka þjónustu við félagsmenn samtakanna. SÍBS blaðið kemur út þrisvar á ári. Þar er oftast tekið fyrir ákveðið þema í hverju tölublaði þar sem athygli er m.a. beint að sérstökum sjúkdómum eða þjónustu við sjúklinga. Vegna brýnnar þarfar var ráðinn félagsráðgjafi til þjónustu við félagsmenn aðildarfélaga SÍBS. Því starfi gegnir Margrét Albertsdóttir. Frá því að SÍBS hóf að bjóða upp á þjónustu félagsráðgjafa á skrifstofum samtakanna hafa fjölmargir félagsmennn notið góðs af - enda mikil þörf fyrir þjónustuna. Starfshlutfall félagsráðgjafa SÍBS er nú 40 %. Aðildarfélög samtakanna standa að öflugu starfi með það markmið að leiðarljósi að auka lífsgæði og bæta heilsu félagsmanna sinna. Haldnir eru félags- og fræðslufundir í Síðumúla 6 þar sem félagsmenn njóta nú mun betri aðstöðu en áður var. Fundur með fulltrúum Trygginga- stofnunar ríkisins - SÍBS hefur komið á formlegu samstarfi við TR. Ákvörðun um það var tekin á kynningarfundi sem SÍBS stóð fyrir þar sem fulltrúar TR kynntu starfsemi stofnunarinnar. Fundur með Landlækni - Fundað var með Aðstoðarlandlækni. Starfsemi SÍBS var kynnt og helstu baráttumál. Að- stoðarlandlæknir tók vel í samstarf við SÍBS og ákveðið var að fulltrúar SÍBS hitti hann reglulega. Sýningin 3L EXPO, í Egilshöll - SÍBS var meðal 200 sýnenda á sýningunni 3L EXPO um heilbrigði og vellíðan sem haldin var 7.-11. september 2006. Kvikmyndir - SÍBS lét gera mynd um sögu og starfsemi samtakanna sem frumsýnd var í sjónvarpinu snemma árs 2006. Samtök lungnasjúklinga, Astma- og ofnæmisfélagið og Vífill, félag fólks með svefnháðar öndunartruflanir/- kæfisvefn létu einnig hver fyrir sig gera myndir um þá sjúkdóma sem samtökin standa fyrir sem sýndar voru í sjónvarpinu. Nú stendur yfir vinna við gerð tveggja kvikmynda. Annars vegar um bakverki og hins vegar um offitu barna. Erlend samskipti - Eins og áður eru samskipti SÍBS út fyrir landsteinana og fólgin í aðild sambandsins að NHL (Nordiska Hjárt- och Lungsjukas För- bund), enda er það bundið í lögum SÍBS. Hvert Norðurlandanna á einn fulltrúa í stjórn NHL. Þing, stjórnarfundur og vinnufundur á vegum NHL var haldið hér á landi í byrjun september s.l. Aðild að ÖBÍ - SÍBS er fjölmennasta aðildarfélag Öryrkjabandalags íslands. Mikilvægt er að undirstrika að félagsmenn aðildarfélaga SÍBS hafa þannig fullan rétt á og aðgang að þeirri þjónustu sem ÖBÍ hefur upp á að bjóða. Ferð um landið - í september s.l. var farin hringferð um landið á vegum SÍBS þar sem samtökin voru kynnt og mælingar framkvæmdar á blóðþrýstingi, blóðfitu og súrfefnismettun. Á tíu dögum voru 17 staðir heimsóttir á svæðinu frá Sauðár- króki til Kirkjubæjarklausturs. Afmælisár framundan - SÍBS var stofnað 24. október 1938 og verða því 70 ára á næsta ári og verður þeirra tímamóta minnst á árinu. Samtökin NHL verða 60 ára sama ár. Þess hefur verið farið á leit við SÍBS að þeirra tímamóta verði jafnframt minnst hér á landi einnig á næsta ári. Þá verða samtökin Hjartaheill á næsta ári 25 ára. Þannig að næsta ár verður ár tímamóta. Eins og að framan greinir, er um að ræða víðtæka starfsemi á vegum SÍBS. Eitt af meginmarkmiðum samtakanna er og hefur verið að gæta hagsmuna félags- manna sinna. Hjartaheill er lang fjölmennasta aðildarfélag SÍBS með rúman helming félagsmanna sam- takanna. Afar mikilvægt er því að samstarf SÍBS við Hjartaheill sem og önnur aðildarfélög sé gott og gjöfult og velferð samtakanna og félagsmanna þeirra verði höfð að leiðarljósi. Ég vil f.h. SÍBS nota þetta tækifæri og þakka starfsfólki og stjórnarmönnum Hjarta- heilla farsælt samstarf og óska samtökunum áfram alls hins besta. Nóvember, 2007, Helgi Hróðmarsson. Aðalstöðvar SÍBS í Reykjavík, Síðumúla 6, þar sem skrifstofur Hjartaheilla og Neistans eru einnig til húsa velferð 29

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.