Mosfellingur - 02.02.2017, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 02.02.2017, Blaðsíða 6
Eldri borgarar Þjónustumiðstöðin Eirhömrum Fram undan í FélagsstarFinu leirnámskeið Fríðu Ótrúlegu vinsælu leirnámskeiðin byrja aftur mánudaginn 13. febrúar kl. 10:00- 14:00 í 4 skipti, alls 16 klst. Það námskeið er orðið fullt en erum farin að skrá á mars námskeiðið sem byrjar 13. mars. Efniskostnaður borgast sér því misjafnt er hvað fólk notar mikinn leir. Leiðbeinandi er Fríða. Lágmarksþátttaka 6-8 manns. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Endilega skráið ykkur í síma 586- 8014/698-0090eða á elvab@mos.is Félagsvist Verður spiluð 3. og 17. feb. og annan hvern föstudag í allan vetur. Allir velkomnir að vera með. Aðgangseyrir er 600 krónur og innifalið er kaffi og meðlæti og vinningur ef heppnin er með. gaman saman Verður næst 9. og 23 feb. kl. 13:30 í borðsal Hlaðhömrum, allir velkomnir. Glaða gengið mætir með alls konar gesti. Kanasta og BridgE KANASTA er spilað annan hvern fimmtudag kl. 13:30 og er í dag 2. feb. og næst 16. feb. Allir velkomnir að vera með í þessu skemmtilega spili. Aðgangur ókeypis. Bridge er spilað alla miðviku- daga kl. 13:00 í sal og vantar okkur alltaf spilamenn. Verið velkomin og að sjálfsögðu kostar ekkert að spila. Kærleiksteppi/ æskuminningar Alla þriðjudaga og miðvikudaga kl. 13:00 í handverksstofu fram að páskum ætlum við í félagsstarfinu að vera með samvinnuverkefni. Við ætlum að gera stórt veggteppi úr efnisafgöngum og táknar hver bútur í veggteppinu æskuminningu viðkomandi. Efnisval getur verið afar fjölbreytt og ræður hver og einn algjörlega sínum bút. Allt efni er á staðnum og kostar ekkert að vera með í þessu skemmtilega verkefni okkar og vonumst við til þess að sjá sem flesta milli kl. 13:00-16:00 þessa daga. Postulínsnámskeið hjá ransý byrjar í febrúar Byrjar 16. feb til og með 6. apríl, á fimmtudögum kl. 13.00 til 16.00. Kem með liti, pensla og allt sem þarf til að mála, verð líka með eitthvað af vörum. Ef einhverjir eru með sérstakar óskir um hluti til að mála er hægt að hringja í Ransý í síma 8228474. minnum Á Við minnum á að félagsstarf Mosfellsbæj- ar er alls ekki bara fyrir eldra fólk, öryrkjar og atvinnlausir eru sérstaklega velkomir líka. Aðstaðan er góð hjá okkur og um að gera að nýta hana og koma saman, hafa gaman og rjúfa félagslega einangrun. - Fréttir úr bæjarlífinu6 Félag aldraðra í mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is Sýning í húsnæði Lágafellslaugar Í tilefni af Kærleiksvikunni í Mosó 12.-19. febrúar sýnir Rúna K. Tetzschner olíumálverk og litlar glitrandi tússlitamyndir í húsa- kynnum Lágafellslaugar. Sýningin nefnist Öræfaævintýri. „Listaverkin túlka umbreytingarorku náttúr- unnar á mörkum ævintýris; sýna samruna hins jarðneska og hins andlega. Jafnframt fela myndirnar í sér jákvæð skilaboð og má nota þær til skapandi ímyndunar. Í margra augum eru listir og íþróttir and- stæður en í raun eiga þær ýmislegt sameiginlegt. Báðar greinar eru skapandi, næra sálina og framkalla vellíðan. Því er við hæfi að listaverk séu til sýnis í húsnæði Lágafells- laugar.“ Myndlistarsýningin stendur út febrúar og er opin á sama tíma og laugin, kl. 6.30-21.30 á virkum dögum og 8-19 um helgar. Nánari upplýsingar á www.ljósájörð.is. fjölskyldutilboð á 3.990 KR. 4 GRILLAÐIR BORGARAR AÐ EIGIN VALI, STÖKKAR FRANSKAR OG 2L PEPSI* Grjótháls Vesturlandsvegur Fífuhvammsvegur Smáralind *Gildir ekki með tvöföldum borgara. Hagasmári 9 | Grjótháls 8 badboysburgersandgrill Komdu og gerðu vel við fjölskylduna og bragðaðu ljúffengan borgara með öllu sem til þarf! Leikfélag Mosfellssveitar sýnir Skilaboðaskjóðuna • Söngleikur á sunnudögum í vetur Frumsýning í bæjarleikhúsinu Skilaboðaskjóðan er bráðskemmtilegur söngleikur sem sýndur er í Bæjarleikhúsinu á sunnudögum í vetur. Sagan er eftir Þorvald Þorsteinsson og tónlistin eftir Jóhann G. Jóhannsson. Frumsýning fór fram sunnudaginn 22. janúar og er nú þegar uppselt á næstu sýn- ingar út febrúarmánuð. Leikstjóri sýningarinnar er Agnes Wild, um búninga og leikmynd sér Eva Björg Harðardóttir og tónlistarstjórn er í hönd- um Sigrúnar Harðardóttur og Flemmings Viðars Valmundarsonar. Ýmsar ævintýrapersónur koma fram í þessu leikriti en um 40 listamenn sjá um að túlka hin ýmsu hlutverk. Eins og sjá má á myndunum hér á síð- unni ríkti mikil gleði á frumsýningu verks- ins. Miðapantanir fara fram í síma 566-7788 og er Skilboðaskjóðan sýnd á sunnudögum kl. 14:00. listrænir stjórnendur sýningarinnar agnes wild, sigrún harðar og eva Björg litli dvergur, rauðhetta, maddamamma og úlfurinnUmsóknir óskast um nýsköpunarverðlaun Þróunar- og ferðamálanefnd auglýsir eftir umsóknum um Þróunar- og nýsköpunarviðurkenn- ingu Mosfellsbæjar 2017. Óskað er sérstaklega eftir hugmyndum eða verkefnum sem styrkja ímynd Mosfellsbæjar sem heilsubæ með fjölbreytta starfsemi á sviði heilsueflingar og/eða heilsutengdr- ar ferðaþjónustu. Umsækjendur þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði en umsóknarfrestur er til 6. mars. Nánar á heimasíðu Mosfellsbæjar. M yn di r/ Ra gg iÓ la

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.