Mosfellingur - 02.02.2017, Blaðsíða 16

Mosfellingur - 02.02.2017, Blaðsíða 16
Eigur á vergangi Með þessu erindi er mynd af rusli sem íbúi bæjarins hefur skilið eftir við Ásland á dögunum. Spurning hvort ekki sé hægt að hvetja eigandann til að sækja eigur sínar. Þótt það komi fyrir að búið sé að loka móttökustöðinni þegar menn mæta er hægt að koma daginn eftir. Eins og flestir vita er mjög góð þjónusta á móttökustoðinni hér í bæ og opið lengi frameftir. Virðingarfyllst, Guðmundur. ORÐIÐ ER LAUST... Hér gefst lesendum kostur á að láta skoðanir sínar í ljós í stuttu máli. - Stærsti auglýsinga- og fréttamiðill í Mosfellsbæ16 Hér gætu komið opnunartímar. letur Footlight HáHolti 13-15 - sími 578 6699 Mikið var um að vera hjá Lionsklúbbi Mosfellsbæjar á liðnu ári, eins og undan- farin ár. Hér stiklar Karl E. Loftsson ævifélagi klúbbsins á stóru um starfsemi síðastliðins árs. Sjálfur hefur Karl verið í Lionshreyfing- unni í 55 ár. Stjórn Lionsklúbbs Mosfells- bæjar er skipuð þeim Braga Ragnarssyni formanni, Sveinbirni Arnarsyni og Þorsteini Ólafssyni. „Árið byrjaði með því að farið var í Ís- lenska erfðagreiningu. Þar tók á móti okkur Guðmundur Einarsson sem sagði frá starf- seminni og var það mjög áhugavert. Bjarni Guðmundsson frá Landbúnaðarháskólan- um á Hvanneyri kom í heimsókn til okkar og var með fyrirlestur um traktora fyrr og nú.“ Hrós fyrir vel skipulagt lionsþing „Við héldum Lionsþing í apríl ásamt Lionsklúbbnum Úu. Mikil vinna fylgir því að halda Lionsþing, og vinna þingnefndar stóð yfir meira og minna í rúmlega hálft ár. Klúbbarnir okkar fengu hrós fyrir vel skipulagt þing. Herrakvöld var haldið í febrúar og er það aðalfjáröflum klúbbsins. Ágóði af herra- kvöldinu var 2,6 milljónir. Lokafundur var haldinn í húsnæði Ístex í Mosfellsbæ 13. maí, þá tókum við inn einn nýjan félaga. Svo förum við alltaf í reiðtúr í lok maí, því það eru svo margir hestamenn í klúbbnum okkar. Útilega hefur verið fastur liður í starfsemi klúbbsins, oftast haldin við Apa- vatn. Þar hefur verið haldið golfmót „Jóel- Open“ í minningu félaga okkar, Jóels Kr. Jóelssonar.“ 60 manns í sviðamessu „Við byrjuðum starfsemina í haust í sept- ember og héldum sviðamessu í október þar sem mættu 60 manns. Þá tókum við upp á því að halda púttmót, sem við héldum í vélaskemmu Golfklúbbsins í Mosfellsbæ. Landsnet bauð okkur í heimsókn í októb- er, í nóvember vorum við með sykursýkis- mælingu ásamt Lionsklúbbnum Úu og þar mættu 170 manns. Jólafundur var haldinn í desember og við enduðum svo árið með að keppa í keilu í Egilshöll.“ styrkir og gjafir Styrkir og gjafir Lionsklúbbsins á árinu: Skólahljómsveit Mosfellsbæjar 50.000 kr., Lágafellssókn 400.000 kr., Björgunarsveit- in Kyndill 500.000 kr., Parkinsonsamtökin 100.000 kr., bólusetning barna í Rússlandi 75.000 kr., styrkur vegna framboðs til Al- þjóðastj. 200.000 kr., Alþjóða hjálparsjóð- urinn 102.000 kr., Verkefnasjóður Lions 37.800 kr. og aðrir styrkir 250.000 kr. Karl E. Loftsson fer yfir starfsár Lionsklúbbs Mosfellsbæjar Fréttir af Lionsklúbbnum keppt á Jóel-Open keilumót í egilshöll glæsilegt liOnsþing haldið í mOsfellsbæ nýr félagi tekinn inn í klúbbinn Söfnun fyrir Arion Nú um áramótin treysti Arionbanki sér ekki til þess að fjármagna dreifingu á ártölum til viðskiptavina. Ég hef fullan skilning á erfðri stöðu bankans. Það er ekkert grín að vita ekki hvort hægt er að greiða laun næstu dagana. Er ekki ástæða til þess að safna fyrir kaupum á dagatölum og gefa bankanum í vandræðum hans? Ólafur opið alla virka daga kl. 10-18.30

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.