Mosfellingur - 02.02.2017, Blaðsíða 22

Mosfellingur - 02.02.2017, Blaðsíða 22
 - Stærsti auglýsinga- og fréttamiðill í Mosfellsbæ22 Ein af forsendum góðs námsárangurs er að nemendur séu áhugasamir um nám- ið og búi við góðar aðstæður til náms. Þó svo að formleg menntun barna og unglinga fari fram í skólum undir handleiðslu kennara ræðst námsárang- ur þeirra af mun fleiri þáttum, ekki síst jákvæðu viðhorfi og hvatningu heima fyrir. Þetta hafa rannsóknir ítrekað bent á og í einni slíkri um rannsóknir á námsáhuga kemur fram að áhugi barna mótast meira en áður var talið af því fé- lagslega umhverfi sem þau búa við. Það er því mikilvægt að hafa í huga að það er innan vébanda fjölskyldunn- ar sem grunnurinn er lagður að ýmiss konar undirstöðufærni og viðhorfum hjá börnum sem síðan hefur mikið að segja um framtíð þeirra í námi sem og á öðrum sviðum. Það hve duglegir foreldar eru að vekja forvitni og þekkingarþörf barna sinna á sviðum sem tengjast námsefni skólans hefur mikið að segja. Rannsóknir sýna einnig að börn undir skólaskyldualdri, sem vanist hafa bókum og að lesið sé fyrir þau heima, standa sig betur í námi en önnur börn. Sérhvert samfélag verður að líta í eig- in barm og velta fyrir sér, hvort börn fái nægilega jákvæða mynd af menntun og gildi hennar. Erum við, foreldrar, afar og ömmur, frændur og frænkur, samfélagið sem heild að standa okkur sem fyrirmyndir barna okkar? Erum við dugleg að benda börnum á gildi grunnmenntunar, gildi þess að geta lesið sér til gagns, mikil- vægi þess að leggja sig fram, sýna úthald og seiglu? Þau samskipti sem fram fara á heim- ilum barna og unglinga móta viðhorf þeirra og væntingar til náms til fram- búðar og þessi sömu viðhorf hafa afger- andi þýðingu fyrir skólagöngu þeirra og árangur. Stöndum saman sem samfélag, tölum jákvætt, af áhuga og af virðingu um nám og skólagöngu.  SkólaskrifstofaMosfellsbæjar Forsenda námsárangurs SkólaSkrifStofa moSfellSbæjar Skóla hornið Listasalur Mosfellsbæjar Vetrardans Laugardaginn 21. janúar opnaði Georg Douglas sýningu sína Vetrardans í Listasal Mosfellsbæjar. Fjölmenni var við opnun- ina og gerður góður rómur að myndunum sem eru litríkar olíumyndir með dans- þema. Gengið er í Listasalinn í gegnum Bóka- safnið. Sýningin stendur til 11. febrúar og er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar. Bókasafn Mosfellsbæjar Fræðslufundur - Fræskipti Fræskipti eru hluti af rækt- un, ekki síst matjurta- og blómarækt. Í blómarækt- un erum við bæði að tala um sumar- blóm og fjöl- æringa. Fólk safnar fræjum úr eigin görðum og eins eru þeir sem kaupa fræ í búð, en nota ekki nema hluta af þeim og vilja því gjarnan skiptast á fræjum við aðra. Á næsta fræðslufundi, 9. febrúar kl. 16:30- 17:30, ætlum við því að búa til vettvang fyrir einstaklinga sem hafa áhuga á fræskiptum. Jóhanna okkar B. Magnúsdóttir garðyrkju- fræðingur ætlar að aðstoða okkur og taka þátt í því samtali sem skapast. Fræðslufundir um ýmis efni verða reglulega í Bókasafninu fram á vor og verða auglýstir jafnóðum. Á fyrsta fræðslufundi ársins sagði Þrúður Hjelm okkur frá Krikaskóla.Bókasafn Mosfellsbæjar og Listasalur Mosfellsbæjar taka í fyrsta sinn þátt í SAFNANÓTT föstudaginn 3. febrúar. Safnanótt er samstarfsverkefni sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þá opna fjölmörg söfn dyr sínar og bjóða upp á skemmtilega og fjölbreytta dag- skrá frá klukkan 18:00 til kl 23.00. Söfnin munu leggja áherslu á að bjóða upp á óhefðbundna viðburði þetta kvöld og veita þannig fastagest- um nýja sýn á söfnin og laða að sér nýja. Gestir á öllum aldri geta notið dag- skrár fram eftir kvöldi sér að kostnað- arlausu. Frítt er í sérstaka strætisvagna á milli allra safnanna (tímaáætlun á www.vetrarhatid.is). Á Safnanótt fer fram Safnanætur- leikur. Hægt er að taka þátt í leiknum með því að svara laufléttum spurning- um og safna stimplum frá mismun- andi söfnum sem eru heimsótt. Þátttökublað leiksins er hægt að nálgast á öllum söfnum sem taka þátt í Safnanótt. Þátttökublaðinu er skilað í þar til gerða kassa í söfnunum og glæsilegir vinningar eru í boði. Hjá okkur er hægt að fá spurn- ingablað og safna þremur stimplum í Kjarna þar sem Héraðsskjalasafn Mos- fellsbæjar er líka opið þetta kvöld. Í blaðinu er heilsíðuauglýsing með dagskrá Safnanætur í Mosfellsbæ; hjá okkur í Bókasafni, Listasal og Héraðs- skjalasafni. Heildardagskrá Vetrarhá- tíðar má finna á www.vetrarhatid.is Bókasafn Mosfellsbæjar Nesti og nýir skór Ibby gefur öllum 6 ára börnum á landinu bókina Nesti og nýir skór. Hefur barnið þitt fengið bókina? Bókinni var dreift með aðstoð almenningsbókasafna og skóla. Ef þitt barn hefur einhverra hluta vegna ekki fengið hana, verið þá velkomin í Bókasafnið því þar er hægt að fá eintak meðan birgðir endast. Bókasafn Mosfellsbæjar / Listasalur Mosfellsbæjar Taka þátt í SaFNaNóTT í fyrsta sinn á föstudaginn VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja Félagsmiðstöðin Ból Laus staða frístundaleiðbeinanda í heilsdagstarf í félagsmiðstöðinni Ból. Menntun og hæfniskröfur: Frumkvæði, metnaður, sjálfstæði og færni í mannlegum samskiptum. Reynsla af því að vinna með ungu fólki æskileg. Aldurstakmark er 18 ára og eldri. Laun samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga. Upplýsingar veitir Edda Davíðsdóttir, tómstundafulltrúi edda@mos.is / 525 6700 eða Dagbjartur Ísak í síma 566 6058. Staðan er laus nú þegar og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um, hlökkum til að heyra í ykkur.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.