Mosfellingur - 02.02.2017, Blaðsíða 26

Mosfellingur - 02.02.2017, Blaðsíða 26
 - Aðsent efni26 2017 Þetta verður frábært ár. Ég veit það. Ég byrjaði árið reyndar á því að ná mér í leiðindapest sem gerði sitt besta til að draga úr mér mátt og þor, en hún er farin og ég nú sprækur sem lækur. Ég hef alltaf haft gaman af áramótum. Séð þau sem tækifæri til þess að velta fyrir sér lífinu og gera breytingar til góðs. Það er gott að byrja á því að hreinsa aðeins til, þá býr maður til rúm og tíma fyrir það sem mann virkilega langar til að gera. Eitt af því sem ég ákvað í þessu ferli var að hreyfa mig meira en ég hef gert undanfarin ár. Ég hef farið í göngutúra og æft reglulega, en það er ekki nóg fyrir mig. Ég er búinn að sitja allt of mikið. Mér líður langbest, bæði líkamlega og andlega, ef ég hreyfi mig mikið yfir daginn. Sit minna við skrifborðið. Ég er núna í því að finna bestu blönduna, hvernig ég get látið þetta tvennt vinna sem best saman. Skrifborðsvinnan gefur mér nefnilega mikið svo lengi sem ég sit ekki of lengi við í einu. Mín leið, sú sem ég er að innleiða hjá sjálfum mér núna í byrjun árs, er ekki flókin. Hún felur í sér að nota skrifborðstímann í að vinna og læra, ekki í afþreyingu eða andlegt hangs. Þannig bý ég mér til tíma til þess að hreyfa mig meira. Sem gefur mér orku og kraft til þess að vinna betur þegar ég sest aftur við. Hausinn virkar betur þegar líkam- inn er búinn að fá sitt. Á hreyfilista ársins eru ketilbjöllu- og útiæfingar, körfubolti á planinu, sjósund, jiu jitsu, klifur, skriðsund og köfun. Langar líka að læra á stand- andi róðrarbretti hjá Stjána Vald og lofa sjálfum mér hér með að gera það í vor. Njótum ferðalagsins! Heilsumolar Gaua Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is Þverholti 2 • Mosfellsbæ Fasteignasala Mosfellsbæjar Sími: 586 8080 www.fastmos.ishafðu samband E.BAC K M A N Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali Viltuselja... E .B A C K M A N www.fastmos.is Sími: 586 8080 Þverholti 2 Innan Rauða krossins er starfandi hópur kvenna sem vinnur að verkefninu „Föt sem framlag“. Hér í Mosfellsbæ erum við rúmlega 20 konur sem störfum í þeim hópi. Við komum saman hvern miðvikudag kl. 13-16 og prjónum eða annað sem viðkemur verkefninu. Þetta eru góðar og skemmti- legar stundir, bara eins og saumaklúbbur, fáum okkur kaffi og með- læti. Ekki eru alltaf allar mættar, engin mætingaskylda heldur mik- ið unnið heima. Það er ekki skilyrði að kunna að prjóna til að vera velkomin, það er mikið af öðrum verkefnum og góðum félagsskap. Auk þess sem við erum fúsar til að kenna þeim sem ekki kunna og við kunnum svo sannarlega að prjóna. Upphaf þessa verkefnis var að beiðni barst Rauða krossinum á Íslandi frá Hvíta-Rússlandi um aðstoð en þar ríkir bæði atvinnu- leysi og fátækt, sérstaklega í dreifðum byggðum. Við útbúum staðl- aða pakka fyrir börn 0-12 mánaða og líka fyrir krakka upp að 12 ára. Aðaláherslan er á ungbarnapakkana. Í hverjum ungbarnapakka eru 2 peysur, 2 samfellur, 2 sokkapör, buxur, húfa, teppi og handklæði. Það sem við ekki prjónum eða saumum fáum við frá fataflokkun Rauða krossins. Í stærri pökkunum eru peysa, buxur, bolir, húfa, sokkar og vettlingar. Þetta er lágmark en svo er ýmislegt annað sem flýtur með. Á síðasta ári fóru frá okkur 367 pakkar. Hjá okkur í Þverholti 7 er líka rekinn skiptifatamarkaður með barnaföt og berst okkur mikið meira en fer út og það sem umfram er notum við í pakkana. Líka erum við þakklátar að fá garnafganga og efnisbúta. Þetta er virkilega skemmtilegt og gefandi og góð tilfinning að vera bæði umhverfisvænar, nýtnar og láta gott af sér leiða. Tökum alltaf vel á móti nýjum konum sem vilja slást í hópinn. Halla M. Hallgrímsdóttir Rauði krossinn í Mosfellsbæ Föt sem framlag halla er lengst til hægri á myndinni

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.