Mosfellingur - 02.02.2017, Blaðsíða 28

Mosfellingur - 02.02.2017, Blaðsíða 28
Harpa María kom í heiminn 1. sept- ember 2016. Hún var 19 merkur og 53 cm á lengd. Foreldrar hennar eru Sólrún Björg Þorgilsdóttir og Ólafur Karlsson. Harpa María á eldri systur sem heitir Freyja Ösp. Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Indverskur kjúklingaréttur Í eldhúsinu Björgvin og Kolbrún í Hrafnshöfðan- um deila hér með okkur uppskrift að indverskum kjúklingarétti. 4 stk. kjúklingabringur, magn fer eftir fjölda manns. Steiktar á pönnu, kryddaðar með salti, pipar og kjúklingakryddi. Steiktar bringur settar í eldfast mót, sirka tveir bananar skornir í bita og sett yfir. Sósa ofan á bringur • 1 peli rjómi • ½ krukka Mango Chutney • 1 msk karrý • ½ tsk Tandorikrydd Sósunni hellt yfir og sett í ofn í 30 mín við 200 gráður. Meðlæti • Spínat salat með furuhnetum og parmesanosti • 600 gr spínat (ca einn poki) • 100 gr furuhnetur • Parmesanostur (settur yfir í þunnum sneiðum) Sósa sem er sett yfir spínat rétt fyrir máltíð: • 1½ dl vatn • 1½ dl ólífuolía • ½ dl balsamikedik • 2 msk hrásykur • ½ tsk salt • ½ tsk pipar Hrærið saman ólífuolíu, vatni og balsamik- ediki. Bætið við sykri, salti og pipar eftir smekk. Rífið stilkana af spínatblöðunum. Skolið spínat og setjið í skál. Ristið furuhneturnar á þurri pönnu í stutta stund eða þar til þær eru gulbrúnar. Hellið sósu yfir salatið rétt áður en það er borið fram og stráið furuhnetunum og þunnum sneiðum af parmesanostinum yfir, aðallega til skrauts. Snill- ingar Við Mosfellingar getum montað okkur af mörgu gæðafólki sem sveitin okkar hefur alið af sér í gegnum tíðina og ald - irnar. Og þessi vettvangur er ekki nógu langur eða stór (pistilplássið) nú eða é g nógu klár og vel lesinn til að telja það góða fólk allt saman upp. Ég veit bara að Mosfellssveitin er að mestu leyti samansafn af heimsklassa snillingum, svona upp til hópa. Jafnve l aðfluttir sveitungar eru þar taldir með . Ég verð nú að nefna í því dæmi líka brottflutta Mosfellinga, það má ekki dæma þá fyrir að hafa flutt út fyrir hreppamörkin og yfir í annað bæjarfé - lag eða hvað þá af landi brott. Því freis t- ingarnar eru margar og víða. En á alvarlegri nótum þá varð mér hugsað til margra þeirra snillinga á liðnum vikum þegar leitin að henni Birnu stóð sem hæst. Því við Mosfellin g- ar höfum á að skipa frábærri björgun- arsveit í bæjarfélaginu okkar. Björgun - arsveitin Kyndill. Þó svo að björgunarsveitirnar hafi mikið verið í fréttum að undanförnu vegna umfangs þessarar leitar þá er þetta fólk á bakvakt allan sólarhringin n allt árið um kring. Tilbúið til að fara ú r vinnu, fara frá matarborðinu, frá fjöl- skyldu sinni og ættingjum, úr rúminu á nóttunni til þess að hjálpa fólki í neyð . Fyrir þá sem ekki vita þá er þetta ekki hátt launað starf enda eru þau ekki að þessu launanna vegna. Þetta eru að öllu leyti sjálfboðaliðar. Sjálfboðaliðar sem leggja á sig mikið streð, sinn frítíma og vinnutíma til að bjarga og aðstoða mig og þig þegar við þurfum á að halda. Hvað getum við gert til að hjálpa til? Við getum farið í bakvarðasveit og lagt okkar af mörkum (www.landsbjor g. is/felagid/bakvordur). Við getum keypt eitt stykki lyklakippu á ári sem þau selja. Og við getum keypt þá flugelda sem við ætlum að kaupa fyrir hver áramót af þeim en ekki af einkaaðilum. Þetta er þeirra fjáröflun til að reka björgunarsveitirnar. Já, Mosfellingar (og landsmenn allir). Þetta er ekki mikið sem við getum ger t til að aðstoða þau en við skulum drull - ast til að gera það samt... ekki satt? Högni snær hjá björgvini og kolb rúnu - Heyrst hefur...28 Kolbrún og Björgvin skora á Helenu Katrínu og Bjarka að deila næstu uppskrift kliddi.blog.is Heyrst Hefur... ...að Mosfellsbær mæti Hornafirði í 2. umferð Útsvars föstudaginn 17. febrúar. ...að bæjarverkfræðingar hafi grafið í sundur kaldavatnstaug í Desjamýri með tilheyrandi vatnsleysi og truflunum í hverfunum í kring. ...að hið árlega herrakvöld Lions fari fram í Hlégarði föstudaginn 10. febrúar. ...að tvær þingkonur úr Mosfellsbæ séu mikið í umræðunni vegna starfa sinna bæði á Alþingi og bæjarstjórn- um. Bryndís og tedda fái hvor um sig tvær kúlur á mánuði. ...að Vetrarhátíð verði sett í dag og ætli Mosfellingar að taka þátt m.a. með því að lýsa upp Lágafellskirkju og Hlégarð í grænum og fjólubláum lit. ...að handboltinn byrji að rúlla í kvöld eftir hlé. Aftureldingarstrákarnir taka þá á móti ÍBV að Varmá. ...að Paparnir verði með ball í Hlégarði laugardagskvöldið 11. febrúar. ...að Gestur sé að fara aftur í loftið með netsjónvarpsstöðina Mos tV. ...að Hvíti riddarinn ætli að sýna super Bowl í beinni alla sunnudagsnóttina. ...að meint líkamsárás á þorrablóti Aftureldingar hafi aðeins verið pústrar á milli gests og dyravarða. ...að Arnór Gauti sé að fara spila með ÍBV í Pepsideildinni í sumar. ...að Brúneggjabændur séu að vinna í því að selja fyrirtækið. ...að hátt í 2.000 manns hafi mætt á opnunarhelgi Ís-Band í Þver- holti þegar þeir buðu til veislu á dögunum. ...að sýningar á skilaboðaskjóðunni fari vel af stað í Bæjarleikhúsinu en uppselt er á allar sýningar í febrúar. ...að kylfingurinn Ólafía Þórunn sem gerir það gott í golfinu um þessar mundir sé uppalin í Mosfellsbæ. ...að Kiddi rafvirki hafi orðið sextugur um síðustu helgi. ...að stormsveitin sé farin af stað með hópfjármögnun á Karolina fund þar sem safnað er fyrir plötuútgáfu. ...að verið sé að flytja öll bankahólf úr Arion banka í Mosfellsbæ í útibúið í Borgartúni. ...að verið sé að stofna kirkjukór á Kjalarnesi og í Kjós. ...að Ice, boost and burgers sé farið að selja rafrettur. ...að snæja og Davíð hafi eignast þriðja drenginn á dögunum. ...að Meisam rafiei, sem verið hefur yfirþjálfari taekwondodeildar Aftur- eldingar, hafi verið vísað úr flugvél WOW til usA eftir tilskipum trump en rafiei er fæddur í Íran. ...að framkvæmdastjóri Hamra telji ekki áframhaldandi grundvöll fyrir rekstri hjúkrunarheimilisins ...að myndir frá Þorrablóti Dalbúa verði birtar í næsta blaði. mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.