Mosfellingur - 23.02.2017, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 23.02.2017, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna sunnudagur 26. febrúar Guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 11:00 Sr. Arndís Linn sunnudagur 5. mars Guðsþjónusta á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar í Lágafellskirkju kl. 20.00 Sr. Ragnheiður Jónsdóttir sunnudagur 12. mars Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00 Sr. Arndís Linn sunnudagaskólinn er í lágafellskirkju kl. 13:00 á sunnudögum - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64 130 hugmyndir bárust í Okkar Mosó „Það býr hugmyndaríkt fólk í Mosfellsbæ sem hefur greinilega áhuga á því að hafa áhrif á nærum- hverfi sitt,“ segir Aldís Stefánsdóttir forstöðumaður hjá Mosfellsbæ og verkefnastjóri Okkar Mosó. Alls bárust 130 hugmyndir sem er met miðað við íbúafjölda af þeim sveitarfélögum sem hafa farið í sambærilegt verkefni. Hugmynda- söfnunin stóð yfir í tvær vikur og nú fer fram úrvinnsla sem miðar að því að senda um 20 hugmyndir í kosningu. Leggja þarf mat á hversu framkvæmanlegar hugmyndirnar eru og hvað þær kosta. Ennþá er hægt að skoða hugmyndirnar inni á vefnum www.betraisland.is og segja sína skoðun á þeim. Tekið er tillit til vinsælda hugmyndanna á vefnum við úrvinnsluna. Í lok mars hefst kosningin og stefnt er á metþátttöku þar líka. Lóðum við Sunnukrika 3-7 hefur verið út- hlutað undir hótelbyggingu og aðra þjón- ustu er tengist ferðamönnum. Lóðirnar við Sunnukrika eru vel staðsett- ar með tilliti til sýnileika og samgangna og þar er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustu- húsnæði. Það er félagið Sunnubær sem er í eigu verðbréfafyrirtækisins Virðingar hf. sem fékk lóðunum úthlutað. Hafin er vinna við frumhönnun í sam- ræmi við gildandi skipulag sem samþykkt var árið 2005. uppbygging að hefjast á kaupfélagsreit Nýlega hafa verið gerðir samningar sem munu hafa mikil áhrif á ásýnd miðbæjarins. Kaupfélag Kjalnesinga hefur selt eignir sín- ar á svokölluðum kaupfélagsreit og kaup- endur gert samkomulag við Mosfellsbæ um uppbyggingu á íbúðarhúsnæði. Íbúðirnar bætast við það framboð sem nú þegar er gert ráð fyrir í miðbænum og er í skipulagsferli. Alls munu því rísa um 200 íbúðir á næstu misserum við Háholt, Bjarkarholt og Þverholt. Meðal annars er gert ráð fyrir því að kaupfélagshúsið sem staðið hefur ónotað í nokkurn tíma víki. Þess í stað verði byggðar 65 íbúðir fyrir 50 ára og eldri. Samningurinn gerir ennfremur ráð fyrir því að Mosfellsbær fái yfirráð yfir lóðum við Háholt 16-18 þar sem núverandi skipulag gerir ráð fyrir kirkju og menningarhúsi. aukin verslun og þjónusta „Af þessu má vera ljóst að ásýnd mið- bæjarins mun breytast til hins betra á allra næstu árum,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri. „Byggingar sem hafa verið áberandi á svæðinu eins og Háholt 23 og áðurnefnt kaupfélagshús við Háholt 24 munu víkja og þess í stað rís íbúðarhúsnæði. Ég held að við getum gert ráð fyrir því að aukin verslun og þjónusta muni fylgja þéttingu íbúðabyggðarinnar og stækkandi bæjar- félagi.“ Afturelding í undan­ úrslitum í Höllinni Helgina 23.-26. febrúar verður sannkölluð hátíð í Laugardalshöll- inni. Þá verður leikið til úrslita í Bik- arkeppni HSÍ - Coca Cola bikarnum (Final 4). Afturelding leikur gegn Haukum föstudaginn 24. febrúar kl. 19:30. Valur og FH eigast við í fyrri leik kvöldsins kl. 17:15. Úrslitaleik- urinn fer svo fram á laugardeginum kl. 16:00. Afturelding tók síðast þátt í þessari bikarveislu fyrir þremur árum þegar strákarnir léku í næstefstu deild. Þá laut liðið í lægra haldi fyrir ÍR í undanúrslitum. Nú verður blásið til sóknar og stefnan tekin á viðlíka stemningu meðal áhorfenda og var þá. Forsala miða stendur yfir í Ís-Band og í íþrótta- húsinu Varmá. Upphitun verður á Hvíta Riddaranum á föstudag frá kl. 16 og boðið verður upp á rútu sem ferjar áhorfendur í Laugardalshöll kl. 18:15. Mosfellingar eru hvattir til að fjölmenna og mæta í rauðu í stúkuna um helgina. Mikil uppbygging á ferðaþjónustu • Íbúðir fyrir 50 ára og eldri á kaupfélagsreitinn Þremur lóðum í sunnukrika úthlutað undir hótelbyggingu eignir kaupfélagsins hafa verið seldar 23 24 20 22 18 16 sunnukriki 3 sunnukriki 5 sunnukriki 7 krikaskóli litlikriki stórikriki w w w. l a g a fe l l s k i r k j a . i s lóðum við sunnukrika hefur verið úthlutað styrkur til kjalar Nýverið komu kvenfélagskonur úr Kjósinni færandi hendi í Þórnýjarbúð á Kjalarnesi og færðu Björgunarsveitinni Kili 250.000 kr. styrk. Í sömu ferð voru Slysavarnafélaginu Landsbjörg einnig færðar 250.000 kr. og farið með styrki til Klébergsskóla á Kjalarnesi og í Ljósið, endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda. Öflugt kvenfélag hér á ferð, enda eitt af hryggjarstykkjunum í samfélagi Kjósverja og Kjalnesinga.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.