Mosfellingur - 23.02.2017, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 23.02.2017, Blaðsíða 6
Eldri borgarar Þjónustumiðstöðin Eirhömrum Fram undan í FélagsstarFinu minnum Á Við minnum á að félagsstarf Mosfellsbæj- ar er alls ekki bara fyrir eldra fólk, öryrkjar og atvinnlausir eru sérstaklega velkomir líka. Aðstaða er góð hjá okkur og um að gera að nýta hana, koma saman og hafa það gaman og rjúfa félagslega einangrun BingÓ-BingÓ Föstudaginn 24. feb kl. 13:30 verður skemmtilegt bingó haldið í borðsal. Spjaldið kostar 300 kr. Kaffi og meðlæti selt í matsal á 400 kr. Flottir vinningar.Gerum okkur glaðan dag og tökum þátt í frábæru bingói :) leirnámskeið Fríðu Nýtt leirnámskeið byrjar mánudaginn 13. mars kl. 10:00-14:00 í 4 skipti, alls 16 klst. Fullt hefur verið á öll námskeiðin hingað til. Leiðbeinandi er Fríða. Lágmarksþátt- taka 6-8 manns. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Endilega skráið ykkur í síma 586- 8014/698-0090 eða á elvab@mos.is glerbræðslunámskeið Loksins laus pláss, við erum farin að skrá á glernámskeið Fríðu sem byrjar 17. mars og er á föstudögum kl. 10:00-14:00 í 4 skipti, alls 16 klst. Kennari er Fríða Sigurðardóttir. Lágmarksþátttaka 6-8 manns. Fyrstur kemur, fyrstur fær, plássin eru mjög fljót að fara. Endilega skráið ykkur í síma 6980090 eða á elvab@mos.is gaman saman verður næst 24. feb. og 10. mars, allir velkomnir á fimmtu- dögum kl. 13:30. Félagsvist verður næst 4. og 18. mars, kl. 13:00 á föstudögum, allir velkomnir. Minnum á að Kanasta er alltaf spilað annan hvern fimmtudag kl. 13:30, næst 2. mars. BridgE er spilað alla miðvikudaga kl. 13:00. Endilega komið og verið með. gÖnguHÓPurinn fer þriðjudaga, föstudaga og laugardaga kl 11:00 frá Eirhömrum, allir velkomnir með. EnsKa fyrir byrjendur á vorönn 2017 Á þessu námskeið verða helstu málfræðiatriði kynnt og farið yfir orðaforða sem nýtist í daglegu lífi. Lögð verður áhersla á hlustun og tjáningu. Áhersla á talað mál, helstu málfræðiatriði, hagnýtan orðaforða og menningu enskumælandi landa. Hefst 6. mars kl. 16-17. Verð kr. 10.000 fyrir 4 vikur. sPÆnsKa fyrir byrjendur og lengra komna á vorönn 2017 Á þessu námskeið verða helstu málfræði- atriði kynnt og farið yfir orðaforða sem nýtist í daglegu lífi.Lögð verður áhersla á hlustun og tjáningu. Áhersla á talað mál, helstu málfræðiatriði, hagnýtan orðaforða og menningu spænskumælandi landa. Hefst 7. mars kl. 16-17. Verð kr. 10.000 fyrir 4 vikur. - Fréttir úr bæjarlífinu6 Félag aldraðra í mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is Tengja Helgafells­ hverfi við Reykjalund Mosfellsbær vinnur nú að gerð göngustígs milli Helgafellshverfis og Reykjalundar, með stígagerð og uppsetningu göngubrúar yfir Skammadalslæk. Stígurinn, sem er malarstígur, mun liggja frá enda Snæfríðargötu og tengjast stígakerfi Reykjalundar. Tilgangurinn er að bæta samgöngur gangandi fólks milli Helgafellshverfis og Reykjahverfis, meðal annars aðgengi nýrra íbúa í Helgafellshverfi að almenningssamgöngum við Reykjalund. Vagn nr. 15 ekur frá Reykjalundi að Háholti og um Álfa- tanga og Baugshlíð niður í Ártún, að Hlemmi og alla leið í vesturbæ Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir því að framkvæmdum við nýja stíginn ljúki á næstu dögum. Bjarki dregur sig í hlé Fyrir skemmstu kom út 30. árgangur ársritsins Dalalæðunnar sem Íbúa- samtökin Víghóll í Mosfellsdal gefa út. Blaðið fjallar um hagsmuna- mál Dalbúa og ýmislegt sem tengist sögu Dalsins og mannlífinu þar. Bjarki Bjarnason hefur ritstýrt Dalalæðunni frá upphafi og á myndinni heldur hann á elsta og nýjasta tölublaðinu. Bjarki lætur nú af störfum sem ritstjóri blaðsins og sagði í viðtali við Mosfelling: „Þetta er orðið nokkuð gott, ég ákvað að stíga upp úr ritstjórastólnum áður en ég yrði elliær. En hyggst halda áfram að vera æskuær,“ bætti hann við. Hvíti Riddarinn býður upp á heimsendingarþjónustu • Betrumbættur matseðill í gagnið Senda matinn heim að dyrum Hákon Örn Bergmann eigandi Hvíta Ridd- arans er ánægður með viðtökurnar við breytingum á matseðlinum og heimsend- ingarþjónustu sem staðurinn fór nýverið að bjóða upp á. „Það eru komnir nýir réttir á seðilinn, steikur og fleira sem gerir okkur að meiri veitingastað. Að sjálfsögðu eru ennþá allir vinsælustu réttirnar okkar líka á sínum stað. Við leggjum mikla áherslu á að maturinn og þjónustan hjá okkur sé góð, ánægður viðskiptavinur er besta auglýsinginn,“ segir Hákon og bætir við að staðurinn fái góð ummæli á Tripadvisor. Frí heimsending til kl. 3 um helgar „Við erum nýfarin að bjóða upp á heim- sendingarþjónustu á öllum matseðlinum okkar. Við bjóðum upp á þessa þjónustu hér í Mosfellsbæ til að byrja með, en erum jafnvel að skoða að bjóða Kjalnesingum upp á heimsendingar ákveðna daga í viku. Heimsendingin er frí ef pantað er fyrir meira en 2.500 kr. Ég veit ekki til þess að það séu fleiri staðir að senda heim allt það sem er á matseðlinum hjá þeim. Enn sem komið er eru pítsurnar vinsælastar í heim- sendingu en þess má geta að við erum með heimsendingu á þeim til kl. 3 á föstudags- og laugardagskvöldum.“ Heimilismatur í hádeginu Hvíti Riddarinn býður upp á heimilismat í hádeginu og hlaðborð á föstudögum. „Það er yfirleitt þétt setið hjá okkur í hádeginu og við leggjum mikinn metnað í að vera með góðan heimilismat á góðu verði. Á föstu- dögum erum við með lambalæri, pítsur og fleira og svo kaffi og kökur í eftirrétt.“ Það er heilmikið fram undan á Hvíta Riddaranum. „Við reynum að vera með fjölbreytta dagskrá hjá okkur. Næstu stóru viðburðir eru kvennakvöld í byrjun mars, FIFA-mót, Pubquiz, bingó og fleira,“ segir Hákon að lokum. Matseðil Hvíta Riddarans er hægt að finna á Facebook-síðu staðarins. Hvíti riddarinn bætir enn við þjónustuna við mosfellinga O K K A R M O S Ó Í B Ú A K O S N I N G 2 0 1 7 Frábær þátttaka í Hugmyndasöfnun H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / 1 7 -0 1 8 9 TAKK FYRIR Við þökkum góðar undirtektir bæjarbúa við hugmyndasöfnuninni. Alls bárust 130 tillögur og stendur úrvinnsla nú yfir. Um 20 hugmyndir fara í kosningu sem hefst 30. mars en þar geta allir íbúar Mosfellsbæjar, 16 ára og eldri, tekið þátt. Íbúar eru hvattir til að kynna sér hugmyndirnar á vefnum www.betraisland.is. Mosfellingurinn Guðrún Ýr, 21 árs, gaf á dögunum út sitt fyrsta lag sem ber titilinn Ein. „Ég byrjaði að læra jazzsöng fyrir um fjórum árum, en hef samt verið í tónlist frá því að ég man eftir mér og lærði á fiðlu í mörg ár. Vinir mínir, þeir Bjarki Sigurðsson og Teitur Helgi Skúlason, sem mynda bandið Ra:tio sömdu lagið en ég samdi textann. Textinn er mjög persónulegur og er saminn út frá líðan minni á ákveðnu tímabili, ég hafði þörf fyrir að koma þessu frá mér. Við erum rosalega ánægð með viðbrögðin við laginu en hægt er að nálgast það á Spotify. Við erum nú þegar farin að vinna að stærri verkefnum og áætlum að gefa út meira efni fyrir sumarið,“ segir Guðrún Ýr en vert er að fylgjast vel með þessari efnilegu söngkonu. Ung og upprennandi söngkona úr Mosfellsbæ guðrún Ýr gEfur út Sitt fyrSta lag

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.