Mosfellingur - 23.02.2017, Blaðsíða 29

Mosfellingur - 23.02.2017, Blaðsíða 29
Íþróttir - 29 Í dag eru flest börn með snuð og mörg hver jafnvel til 4 ára aldurs. En er gagn að því að börn séu með snuð? Er sogþörfin svona mikil frá náttúr- unnar hendi langt fram eftir aldri? Er snuðanotkun kannski frekar menning- artengd athöfn, þ.e. að notkun þess sé tilbúin þörf eins og stundum er haldið fram? Þegar barn fæðist er það sjálfkrafa með mikla sogþörf frá náttúrunnar hendi, fyrst og fremst svo það vilji og geti sótt sér næringu úr brjóstum móð- ur, nú eða pela ef þannig vill til. Þegar barn hættir að þurfa að sjúga næring- una og fer að tyggja hana, borða fasta fæðu, dvínar sogþörfin og hverfur í kjölfarið. Hvenær það gerist nákvæmlega getur eflaust verið misjafnt en um og upp úr 9 mánaða aldri eru flest börn farin að borða fasta fæðu og drekka af stút og sogþörfin hættir smám saman upp úr því. Í okkar nútíma samfélagi leyfum við börnunum þó oft að hafa snuðið leng- ur og þá einna helst í huggunarskyni, ef þau meiða sig, verða leið eða eru að fara að sofa en einnig bara án nokkurs tilefnis og kannski bara af vana. „Nú, er það ekki í lagi?“ gæti einhver spurt. Jú, kannski, ef ekki er á sama tíma lögð áhersla á að kenna barninu að tala. Það er því miður staðreynd að orða- forði barna í dag er rýrari en hann var og framburður slakari. Eflaust er margt sem veldur og erfitt að benda á eitt at- riði umfram annað. Þar er þó degin- um ljósara að þegar barn er með snuð í munninum þá er munnurinn lokaður og barnið er ekki á sama tíma að æfa sig í að tala né þjálfa talfærin. Ein af undirstöðum lestrargetu síðar, þegar í grunnskóla er komið, er góður málþroski og málskilningur og sam- spil þar á milli. Því má því með sanni segja að lestrarkennslan byrji um leið og byrjað er að kenna barni að tala og tjá sig. Og þá má segja að snuðanotkun sé hreinlega orðin til trafala.  SkólaskrifstofaMosfellsbæjar Er snuðið til trafala? SkólaSkrifStofa moSfellSbæjar Skóla hornið Aðalstjórn Aftureldingar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna breyttrar framtíðarsýnar á uppbyggingu knattspyrnusvæðis Aftur- eldingar. Um miðjan janúar kynnti knattspyrnu- deild Aftureldingar nýja framtíðarsýn varð- andi aðstöðumál hjá félaginu. Á haustönn 2016 voru skáðir 420 iðkendur í barna- og unglingaráði ásamt tæplega 40 iðkendur í meistaraflokkum félagsins. Iðkendum knattspyrnudeildar hefur fjölgað um 30% frá árinu 2008 til dagsins í dag. Búast má við svipaðri fjölgun ið- kenda á næstu árum í ljósi þess að mikil uppbygging er þegar hafin í sveitafélaginu. Knattspyrnudeildin leggur mikinn metnað í að öll börn í sveitafélaginu sem vilja æfa knattspyrnu fái að æfa og að gæði æfing- anna og æfingaaðstaðan séu deildinni og sveitafélaginu til sóma. Reisi hálft yfirbyggt knattspyrnuhús Stjórn knattspyrnudeildar Afturelding- ar samþykkti einróma nýja framtíðarsýn varðandi aðstöðumál deildarinnar á fundi sínum 2. janúar sl. Hún felur í sér breytta stefnu en samkvæmt nýrri framtíðarsýn er horfið frá þeim áformum að byggja knatt- spyrnuhús í fullri stærð á íþróttasvæðinu við Varmá. Ný tillaga knattspyrnudeildar felur í sér að reist verði hálft yfirbyggt knattspyrnu- hús, gervigras endurnýjað á núverandi velli, byggð upp stúka og félagsaðstaða við núverandi gervigrasvöll, gervigras lagt á Varmárvöll ásamt hitalögnum og flóðlýs- ingu. Bragðast þarf strax við fjölgun iðkenda Þar er mat stjórnar knattspyrnudeildar Aftureldingar að bregðast verði strax við fjölgun iðkenda. Það eru fyrst og fremst fleiri fermetrar sem vantar til að geta veitt viðunandi þjónustu við iðkendur og haldið uppi þeim gæðum á æfingum sem ætlast er til. Að ráðast í byggingu á knattspyrnuhúsi í fullri stærð leysir ekki þau vandamál sem knattspyrnudeildin glímir við á þessum tímapunkti. Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur að tillögu bæjarstjóra falið honum að láta kostnað- argreina yfirbyggingu gamla gerfigrasvall- arins ásamt því að skipta um gras á þeim nýja. Jafnframt að ræða við aðalstjórn fé- lagsins um humyndirnar Horfið frá hugmyndum um knattspyrnuhús í fullri stærð Ný framtíðarsýn á knattspyrnusvæði gervigras aðal keppnis- völlur íþróttahús nýr 1/2 völlur yfirbyggður Sundlauganótt var haldin í Lágafellslaug 4. febrúar í tengslum við Vetrarhátíð. Um 600- 700 manns mættu í laugina og var ýmislegt brallað. Félagar úr Leikfélagi Mosfellssveitar mættu og sungu lög úr Skilaboðaskjóðunni. Elísa Berglind og Kristbjörg sáu um Zumba í útilauginni. Jogvan kom og söng nokkur lög auk þess sem dj. Baldur þeytti skífum. Hin gríðarvinsæla Wipeout braut var á sínum stað en kvöldið endaði svo í rólegheitum með samfloti í innilauginni. Vel sótt sundlauganótt mán-fös: 09:00-18:30 laugardaga: 10:00-16:00Opið HáHolti 13-15 - Sími: 416 0100 Verið velkomin! nú fáanlegar hjá okkur í Apótek MOS Linsur -1,00 til -7,00

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.