Mosfellingur - 23.02.2017, Blaðsíða 32

Mosfellingur - 23.02.2017, Blaðsíða 32
Kíran Sedhai fæddist 30. júlí 2016. Hann vó 3.330 gr og var 50 sm. Foreldr- ar hans eru Hulda Margrét Eggerts- dóttir og Rajan Sedhai. Eldri systkini hans eru Sindri 6 ára og Tara 3 ára. Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Kristinn Örn fæddist 13. nóvember 2016. Foreldrar eru Arnór Sigurðarson og María Þórólfsdóttir. Hann á eina stóra systur, Þórhöllu Lóu 5 ára. Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Kjúklinga-enchilada Í eldhúsinu Hjónin Bjarki Elías Kristjánsson og Helena Katrín Hjaltadóttir deila hér með okkur sinni eftirlætis kjúklingaupp- skrift. Vinsæll réttur á borðum í Súluhöfðanum. • Ólívuolía • 1 rauðlaukur, saxaður • 3 hvítlauksrif • 3 ferskir rauðir chili pipar, fræhreinsaðir og saxaðir smátt • 1 msk ferskur kórí- ander • 2 dósir hakkaðir tómatar • 1 dós tómat púrra • 1 eldaður kjúklingur, rifinn niður, ekki nota skinnið • 150-250 gr rifinn ostur • 500 gr kotasæla • 6-8 tortillas Leiðbeiningar Hitið ofninn í 200°C. Steikið rauðlaukinn, hvítlaukinn og ferska chilið upp úr ólívuolíunni Bætið tómötum og tómatpúrru út á pönn- una. Hrærið saman í skál kjúkling, kotsælu og kóríander. Ekkert vera að spara kóríanderinn og munið að nota stilkana líka. Setjið helminginn af ostinum saman við. Setjið þessa blöndu inn í tortillakökur og raðið í eldfast mót. Hellið tómatchilisósunni yfir tortillurnar og setjið restina af ostinum svo yfir. Hyljið eld- fasta mótið með álpappír og eldið í ofninum í 30 mínútur. Takið þá álpappírinn burt og eldið í 15 mínútur í viðbót. Aftur- elding heljAr- menni Kæru Mosfellingar, nú er sannkölluð veisla fram undan. Meistaraflokkur karla í handbolta er kominn í und- anúrslit Coca-cola bikarsins. Líkt og undanfarin ár verður hið stórskemmt i- lega „Final-4“ fyrirkomulag við lýði, þ að er að undanúrslit og úrslit fara fram í Laugardalshöllinni sömu helgina. Við höfum margoft sýnt það að þegar við tökum okkur saman eigum við langbestu stuðningsmenn á landinu. Fyrir um þremur árum, þegar við komumst síðast í Final-4 helgina, fylltum við einmitt höllina. Í ár ætlum við að gera enn betur og syngja okkar menn alla leið í úrslita- leikinn. Stuðningsmenn ætla koma saman og hita upp fyrir átökin á Hvíta Riddaranum og mun rúta fara þaðan í Laugardalshöllina. Nánari upplýsingar um það sem og allt sem kemur að helginni má sjá á Facebook viðburðinum „FINAL FOUR Haukar- Afturelding“. Þessu má enginn missa af, mætum öll saman í rauðu og látum í okkur heyra !!! Kominn tím’að ykkur kenn’ húrra, hú rra Afturelding heljarmenn’ húrra, húrra Bál í augum vöðvar krepptir ekki meter gefinn eftir Afturelding, BIKARMEISTARAR Toggi hjá bjarka og helenu - Heyrst hefur...32 Helena og Bjarki skora á Erlu Edvards og Viktor Viktors að deila næstu uppskrift Heyrst Hefur... ...að árshátíð starfsmanna Mosfells- bæjar verði haldin laugardaginn 11. mars. ...að 130 hugmyndir hafi borist í lýðræðisverkefninu Okkar Mosó .Kosning á milli valinna verkefna hefst 1. mars. ...að Hvítí riddarinn sé byrjaður með heimsendingarþjónustu og sendi til kl. 3 að nóttu um helgar. ...rapparinn Gummi snorri eigi textann við lagið Heim til þín í söngvakeppn- inni 2017. ...að Klapparholt ehf. (GG verk) sé búið að kaupa allar eignir kaupfélagsins í miðbænum og ætli að byggja fjölbýlishús fyrir 50+. ...að til standi að fjarlægja rúllustigann í Kjarnanum og setja fastan stálstiga í stað hans. ...að salan á Hótel Laxnesi hafi gengið til baka. ...að búið sé að stofna nýtt knatt- spyrnulið í Mosfellsbæ, Knattspyrnu- félagið Álafoss. Liðið mun leika í 4. deild KsÍ í sumar. ...að Kaleo hafi fengið gullplötu fyrir sölu á smáskífunni Way Down We Go sem selt hefur í yfir 500.000 eintökum í föstu formi. ...að árshátíð hestamannafélagsins Harðar verði haldin laugardaginn 11. mars. ...að börnum gefist kostur á því á lesa fyrir hunda í Bókasafninu á laugardaginn. ...að Bjarki Bjarna, ritstjóri Dalalæð- unnar til 30 ára, sé að að stíga upp úr ritstjórastólnum. ...Mosfellsbær sé kominn í átta liða úrslit í Útsvarinu eftir stóran sigur á liði Hornafjarðar. ...að hin efnilega skytta Aftureldingar, Birkir Ben, verði frá vegna meiðsla næstu vikurnar. ...að knattspyrnumaðurinn Birkir Guðmunds sé genginn til liðs við Þrótt. ...að verið sé að teikna upp hótel í Krikahverfi sem gæti orðið í svipaðri stærðargráðu og Grand Hótel, bara lágreistara. ...að Mosfellsbakarí sé farið að undir- búa bolludaginn af fullum krafti en hann er á mánudaginn. ...að Mosfellsbær verði 30 ára í ágúst og verið sé að undirbúa ýmsa viðburði tengda afmælinu. ...að kalla þurfti til lögreglu í hádegisfrímínútum Varmárskóla þar sem fullorðið fólk var að rífast á bílaplaninu. ...að Afturelding taki þátt í „final four“ í Höllinni um helgina. Aftur- elding leikur í undanúrslitum gegn Haukum á föstudag kl. 19:30. ...að Magga Pála sé að selja heilsárs- húsið sitt við Hafravatn. ...að konukvöld Hvíta riddarans verði haldið föstudagskvöldið 3. mars. ...að söfnun stormsveitarinnar fyrir plötuútgáfu ljúki á Karolina fund um helgina. mosfellingur@mosfellingur.is Erum að flytja í Mosó í mars. Hlökkum mikið til að ala krakkana upp í þessum yndislega bæ. Kveðja, Sigurður, Nicole, Felix og Miriam.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.