Mosfellingur - 16.03.2017, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 16.03.2017, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna sunnudagurinn 19. mars Guðþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir. sunnudagurinn 26. mars Fermingarguðsþjónustur í Lágafellskirkju kl. 10:30 og 13:30. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís Linn. sunnudagaskólinn er í safnaðarheim- ilinu Þverholti 3, 2. hæð sunnudagurinn 2. apríl Fermingarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 10:30. Fermingarguðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 13:30. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís Linn. sunnudagaskólinn er í safnaðar- heimilinu Þverholti 3, 2. hæð Allar upplýsingar um helgihald safnaðar- ins er að finna á heimasíðu kirkjunnar. - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64 Hluti bæjarskrifstofu flytur tímabundið Bæjarskrifstofa Mosfellsbæjar hefur verið staðsett í Kjarna, Þverholti 2, frá árinu 1998. Starfsemi bæjarskrif- stofu er á 2., 3. og 4. hæð. Raka- vandamál og leki hefur komið í ljós í húsnæðinu síðustu misserin, en rakinn hefur einna helst haft áhrif á heilnæm loftgæði fyrir starfsmenn sem staðsettir eru á 3. hæð. Eftir ítarlega úttekt og sýnatöku á vegum Eflu hefur komið í ljós að ekki er hægt að komast hjá því að fara í viðgerðir og eru flutningar því fyrirhugaðir. Ekki er útséð með að sambærileg vandkvæði geti verið á öðrum hæðum en áformuð er frekari sýnataka. Flutningarnir munu eiga sér stað fimmtudaginn 16. mars og eru tímabundnir, en ráðgert er að lagfæringar taki um þrjá mánuði. Fjölskyldusviðið mun flytja tímabundið í rými í Bókasafni Mosfellsbæjar. Það rými hefur hingað til verið notað af skólafólki til lestrar og lærdóms. Mun það þýða rask fyrir þá nemendur sem nýtt hafa sér þessa aðstöðu en því verður búið þannig í haginn að skólafólk eigi eftir sem áður aðgengi að svæði til að læra í safninu. Fræðslu- og frístundasvið mun færast í rými á 1. hæð þar sem Íslandsbanki var áður til húsa. „Það er von okkar að bæjarbúar sýni þessum tilfærslum skilning, en skiljanlega er okkur mikið kappsmál að vinna að því að búa starfsmönn- um okkar heilsusamlegt vinnuum- hverfi,“ segir Hanna Guðlaugsdóttir mannauðsstjóri Mosfellsbæjar. Fræðslufundir um peninga fyrir ungt fólk ��–�� ára Jón Jónsson, tónlistarmaður og hagfræðingur, heldur fræðslufundi um fjármál víða um land. Miðvikudaginn ��. mars verður hann í Framhalds- skólanum í Mosfellsbæ kl. ��.��. Við hvetjum unglinga og aðstandendur þeirra til að grípa tækifærið og verða flinkari í fjármálum. Nánari upplýsingar á arionbanki.is/jonjonsson Allir velkomnir H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 7 -2 6 8 3 ��. mars – Egilsstaðir ��. mars – Mosfellsbær ��. apríl – Borgarnes ��. mars – Borgartún �. apríl – Selfoss �. apríl – Hafnarfjörður Eins og fram hefur komið í Mosfellingi þá mun ásýnd miðbæjarins breytast mikið á næstu misserum. Á síðastliðnu ári voru auglýstar til úthlut- unar lóðir við Bjarkarholt og Háholt milli Framhaldsskólans í Mosfellsbæ og Krónu- hússins. Í framhaldinu ákvað bæjarráð að ganga til samninga við Upphaf fasteignafé- lag um uppbyggingu á þessum reit. Í deiliskipulagstillögu sem skipulags- nefnd hefur samþykkt til kynningar er gert ráð fyrir að byggja eigi bæði íbúðarhúsnæði og verslunarhúsnæði. Húsið sem stendur við Háholt 23 (gamla Mosraf-húsið) mun víkja og munu rísa íbúðir á þeirri lóð, sem og lóðinni næst framhaldsskólanum. Á lóð nr. 21 við Háholt, næst Krónu- planinu, verður um 1.800 fm verslunar- og þjónustuhúsnæði með íbúðum á efri hæð. Á reitnum öllum er gert ráð fyrir um 145 íbúðum með um 105 bílastæðum neðan- jarðar. Býður upp á aukna verslun og þjónustu Umræða hefur verið um það að undan- förnu að fjölga þurfi íbúðum í miðbænum til að möguleiki væri á að auka við verslun Mikil uppbygging fram undan á milli Framhaldsskólans í Mosfellsbæ og Krónuhússins 145 nýjar íbúðir og aukið verslunar- og þjónusturými í miðbænum Allt frá upphafi starfsemi hjúkrunarheimilisins Hamra á síðari hluta árs 2013 hefur fjárhagslegur rekstur heimilisins verið mjög erfiður. Lögbundin daggjöld frá ríki hafa ekki staðið undir kostnaði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mosfellsbæ. Samkvæmt lögum um málefni aldraðra ber ríkisvaldinu að standa undir kostnaði af starfsemi hjúkrunarheimila, en í flestum tilvikum hefur sjálfur reksturinn verið falinn sveitarfélögum eða sjálfseignarstofnunum. Bæjaryfirvöld Mosfellsbæjar og stjórnendur Eirar – hjúkrunarheimilis, sem bærinn samdi við um rekstur Hamra, hafa frá upphafi lagst saman á árar við að leita eftir úrræðum af hálfu ráðuneyta heilbrigðis og fjármála til að vega upp hallann af rekstrinum. Jafnframt hefur Eir unnið stöðugt að því að ná ítrustu hagkvæmni í rekstri Hamra, án þess að það komi niður á gæðum þjónustunnar. Fjöldi funda hefur verið haldinn með fyrrum heilbrigð- isráðherra, svo og þeim ráðherra sem nýlega tók við og embættismönnum ráðuneytisins, þar sem borin hafa verið fram erindi um aukin fjárframlög eða aðra lausn á fjárhagsvanda heimilisins. Þær málaleitanir hafa hins vegar ekki borið þann árangur að við megi una og þykir fullreynt að sinni að fara þá leið. Því samþykkti bæjarráð Mosfellsbæjar að segja upp samningi bæjarins og velferðarráðuneytisins um rekstur Hamra. Uppsagnarfrestur er 12 mánuðir. Samhliða sagði Eir upp samningi sínum við Mosfellsbæ um reksturinn með sama fresti. Í samþykktinni lýsir bæjarráð vonbrigðum sínum með þá stöðu sem málið er komið í, en ítrekar jafnframt að Mos- fellsbær sé reiðubúinn til viðræðna við ríkið um framtíð hjúkrunarheimilisins hér eftir sem hingað til. Mosfellsbær segir upp samningi við ríkið um rekstur hjúkrunarheimilisins Hamra Daggjöld duga ekki fyrir rekstri Hjúkrunarheimilið Hamrar var tekið í notkun árið 2013. og þjónustu þar. Þar að auki myndi svo- kölluð Borgarlína, hágæðakerfi almenn- ingssamgangna, tengjast miðbænum. Skipulagsnefnd bæjarins samþykkti m.a. ályktun þess efnis samhljóða nýverið. Miðað við þær hugmyndir sem nú eru uppi varðandi uppbyggingu bæði á um- ræddum lóðum við Háholt og eins á kaup- félagsreitnum hillir undir breytingar þar á. Ásýnd og skipulag skiptir máli „Mosfellsbær er ört stækkandi bæjarfé- lag og það er mikilvægt að nýta skipulagið til að hvetja til aukinnar þjónustu við íbúa og atvinnusköpunar,“ segir Haraldur Sverr- isson bæjarstjóri Mosfellsbæjar. „Deiliskipulagstillaga fer nú í auglýsingu og hvet ég íbúa til að kynna sér hana vel. Ásýnd og skipulag miðbæjarins skiptir máli fyrir samfélagið okkar hér í Mosfellsbæ. Horft í átt að Krónunni. Við hliðina er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði með íbúðum á efri hæð. Tölvugerð mynd sem sýnir nýjar íbúðir við framhaldsskólann. Horft er í átt að Lágafelli og Úlfarsfelli.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.