Mosfellingur - 16.03.2017, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 16.03.2017, Blaðsíða 6
Eldri borgarar Þjónustumiðstöðin Eirhömrum Fram undan í FélagsstarFinu Félagsvist verður næst haldin föstudaginn 17. mars og síðan 31. mars kl. 13:00 á Eirhömrum. Aðgangseyrir er 600 kr. og innifalið er kaffi og meðlæti. Allir velkomnir Bridge er spilað á Eirhömrum í borðsal kl. 13:00 á miðvikudögum. Ef þú hefur áhuga á að vera með, endilega kíktu, allir velkomnir. Nánari upplýsingar í félagsstarfinu. gaman saman verður næst haldið 7. apríl kl. 13:30 á Eirhömrum, allir velkomnir. Kanasta Annan hvern fimmtudag í borðsal Eir- hamra kl. 13. Næst 16. mars og 30. mars. lEiKFimi FYrir Eldri BOrgara Minnum á að leikfimi er kennd alla fimmtudaga í íþróttasalnum Hlaðhömr- um 2. Kennari er Karin Mattson og eru tveir hópar. Hópur 1 kl. 10:45, áhersla á aðeins léttari leikfimi, hentar vel veikburða fólki og fólki með grindur. Hópur 2 kl. 11:15, almenn leikfimi, fyrir þá sem eru í ágætis formi. Minnum á nýju tækin sem Lionsmenn gáfu okkur :) Leikfimin er gjaldfrjáls og liður í því að búa í Heilsueflandi samfélagi í Mosfellsbæ. Kennt er í leikfimisalnum á Eirhömrum. Allir velkomnir, við vonum að sem flestir nýti sér leikfimina. Basar HJÁlP!!! Okkur vantar alltaf hjálp og núna vantar okkur sárlega fleiri sokka og vettlinga af öllum stærðum og gerðum til að selja á basarnum okkar og í söluskápnum okkar. Værum við afar þakklát ef þið sæjuð ykkur fært að prjóna eða hekla fyrir okkur. Allt garn fæst ókeypis í handverksstofu en að sjálfsögðu þiggjum við alla muni enda málefnið brýnt, því allur ágóður rennur óskiptur til bágstaddra í Mos- fellsbæ. Minnum einnig á basarhópinn Ljósálfa sem hittist einu sinni í viku alla þriðjudaga, verið endilega með í því. Barnalopapeysur til sölu! Við eigum nokkrar afar fallegar barna- lopapeysur á góðu verði til sölu hjá okkur í basarsöluskápnum í félagsstarfinu, endilega kíkið. Opið alla virka daga frá kl. 13:00-16:00. leirnámskeið Fríðu Nýtt leirnámskeið nr. 3 byrjar aftur mánudaginn 20. mars kl. 10:00-14:00 í 4 skipti, alls 16 klst. Fullt hefur verið á öll námskeiðin hingað til. Nýjungar í boði. Leiðbeinandi er Fríða. Lágmarksþátttaka 6-8 manns. Fyrstur kemur, fyrstur fær :) Endilega skráið ykkur í síma 586- 8014/698-0090 eða á elvab@mos.is - Fréttir úr bæjarlífinu6 Félag aldraðra í mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is Embla Maren verður að sögupersónu Lestrarátak Ævars vísindamanns stóð yfir frá 1. janúar til 1. mars. Dregið hefur verið úr innsendum lestrarmiðum en yfir 63 þúsund bækur voru lesnar og er það besti árangur í átakinu hingað til. Það var forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannes- son, sem dró út fimm heppna þátttakendur. Verðlaunahafarnir verða gerðir að persónum í nýrri bók, Gestum utan úr geimnum, sem kemur út með vorinu. Einn nemenda Lágafellsskóla datt í lukkupottinn, Embla Maren Gunn- arsdóttir, en hún er í 3-IRÍ. Silkiskreyttar ullar- slæður og skúlptúrar Nú stendur yfir sýning á þæfðum ullarverkum eftir Kömmu Níelsdótt- ur í húsakynnum Lágafellslaugar í Mosfellsbæ. Þar getur að líta silkiskreyttar ullarslæður sem ljá umhverfinu mýkt og hlýju, tignar- lega ullarskúlptúra í mynd íslenskra fjalla og ullartöskur skreyttar með fiskroði. Sýningin stendur allan marsmánuð og er opin á sama tíma og laugin, kl. 6.30-21.30 á virkum dögum og kl. 8-19 um helgar. Fólk getur skoðað, notið og keypt. Nánar á www.ljósájörð.is Þróunar- og ferðamálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsókn- um um Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningu Mosfellsbæjar 2017. Fresturinn til að sækja um styrkinn hefur verið framlengdur til 20. mars. Hér er um að ræða tækifæri fyrir frumkvöðla sem hafa hugmynd- ir um nýsköpun í heilsutengdum verkefnum eða ferðaþjónustu til að koma verkefni sínu á framfæri. Óskað er sérstaklega eftir hug- myndum eða verkefnum sem styrkja ímynd Mosfellsbæjar sem heilsubæjar með fjölbreytta starfsemi á sviði heilsueflingar og/eða heilstengdrar ferðaþjónustu. styrkir veittir í tveimur flokkum „Viðurkenningin felst ekki eingöngu í þeirri athygli sem hún vekur heldur er einnig um að ræða fjárhagslegan styrk sem getur numið allt að 400 þúsund krónum,“ segir Rúnar Bragi Guðlaugsson formaður Þróunar- og ferðamálanefndar. „Það eru einstaklingar eða fyrirtæki með lögheimili í Mosfellsbæ sem geta sótt um styrk- inn. Veittur er styrkur fyrir tvo flokka, útfærð hugmynd á grunnstigi og fullmótuð hugmynd þar sem fyrir liggur viðskiptaáætlun.“ Styrkurinn hefur verið veittur áður. Árið 2013 fékk fyrirtækið Ice- Wind styrk fyrir „vindmyllur fyrir íslenskar aðstæður“. Fyrirtækið hefur frá þeim tíma vaxið og dafnað. IceWind hannar og framleiðir litlar vindtúrbínur fyrir fjarskiptamöstur, sumarhús og heimili. Hjónin Karl Emilsson og Berglind Helga- dóttir reka fyrirtækið Oddsmýri ehf. sem hefur að undanförnu byggt geymslu- og iðnaðarhúsnæði í Desjamýri í Mosfellsbæ. „Við erum búin að fullklára lóðina Desjamýri 7 en þar eru 96 bil frá 28-43 fm og erum langt komin með Desjamýri 5 en þar erum við með 56 bil frá 43-73 fm. Það er greinilega mikil vöntun á svona húsnæði, við erum búin að selja öll bilin og erum meira að segja með biðlista. Við leggjum mikinn metnað í að allur frá- gangur sé snyrtilegur og að viðhald á hús- næðinu sé sem allra minnst,“ segir Karl. dótakassar fyrir leikföng „Það eru ekki bara Mosfellingar sem hafa fjárfest hér í Desjamýrinni heldur fólk af öllu höfuðborgarsvæðinu. Það eru bæði einstaklingar og fyrirtæki sem hafa keypt af okkur. Margir eru að kaupa geymslu fyrir leikföngin sín eða búslóðir en síðan er mikið af iðnaðarmönnum sem fjárfesta í aðstöðu fyrir fyrirtækin sín. Svæðin eru girt af með girðingu og læstu hliði þannig að það á ekki að vera óvið- komandi umgangur í kringum húsnæðið,“ segir Karl að lokum og er ánægður með uppbygginguna á svæðinu. Reisa geymslu- og iðnaðarhúsnæði í Desjamýri • Mikil uppbygging á svæðinu •152 bil Mikil vöntun á geymsluhúsnæði Þróunar- og nýsköpunarviðurkenning • 400.000 krónur í boði • Framlengdur frestur Óska eftir heilsutengdum hugmyndum Karl emilsson við geymsl- urnar í desjamýri á milli lágafells og úlfarsfells Heimili ykkar geta nú fengið hraðasta internet á Íslandi með ljósleiðara frá Hringdu. Hægt er að ganga frá pöntun á hringdu.is eða í síma 537-7000 Aðaltún, Akurholt, Arkarholt, Álmholt, Ásholt Þverholt, Barrholt, Bergholt, Bjartahlíð, Blikahöfði, Brattahlíð, Brattholt, Byggðarholt, Dvergholt, Fálkahöfði, Flugumýri, Grænamýri, Hamratún, Háholt, Hjallahlíð,Hlíðartún, Hulduhlíð, Klapparhlíð, Lágholt, Litlikriki, Lækjartún, Markholt, Miðholt, Melgerði, Njarðarholt, Rauðamýri, Skálahlíð, Skeljatangi og Þrastarhöfði. ÁRÍÐANDI TILKYNNING TIL ÍBÚA EFTIRFARANDI GATNA: Eitt af verkefnum IceWind, Stormskýli, þar sem túrbínur frá IceWind sjá strætóskýlinu fyrir framan Hörpuna fyrir allri mögulegri orkuþörf. Fyrir miðju er Mosfellingurinn Sæþór Ásgeirsson framkvæmdastjóri.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.