Mosfellingur - 16.03.2017, Page 8

Mosfellingur - 16.03.2017, Page 8
 - Fréttir úr Mosfellsbæ8 Eldri borgarar í Mosfellsbæ hittast einu sinni í viku og pútta saman í vélaskemmu Golfklúbbs Mosfellsbæjar undir leiðsögn Karls Loftssonar. Karl hefur haldið utan um viðburðinn síðustu 18 ár en hann hef- ur sjálfur stundað íþróttina í 25 ár og gefur ekkert eftir. Karl varð nýlega 80 ára og telur að golfið hafi hjálpað sér við að halda sér ferskum enda er gengið mikið á golfvellinum á sumrin þótt hann sé farinn að notast að- eins við golfbíl núna í seinni tíð. Fyrir 18 árum var notast við aðstöðu í íþróttahúsinu að Varmá í svokallaðri gryfju en eftir að vélaskemman var byggð og komið var fyrir púttaðstöðu á loftinu hefur Karl stýrt þessu myndarlega þar. Að sögn Karls er alltaf gaman að pútta með góðu fólki en félagsskapurinn er ekki síður mikilvægur. Hann segir að allir séu velkomnir og muni hann sýna tökin á pútternum fyrir þá sem vilja. Að pútta er eitthvað sem allir geta gert. Hist er alla þriðjudaga kl. 13 og er um að gera að mæta eða setja sig í samband við golfklúbbinn til að fá frekari upplýsingar. Eldri borgarar hittast í hverri viku og pútta Karl loftsson fyrir miðju í hópi Kylfinga góður félagssKapur MENNINGARVOR Í MOSFELLSBÆ 2017 Bókasafn Mosfellsbæjar Menningarvorsnefnd Dagskrá Menningarvors í Mosfellsbæ 2017 fer fram í Bókasafni Mosfellsbæjar og hefst kl. 20:00 bæði kvöldin Kúbaí tali og tónum Tónlist: Hljómsveit Tómasar R. Einarssonar leikur lög af hinni vinsælu plötu Bongó sem kom út s.l. haust og einhver kúbönsk stef gætu líka skotið upp kollinum. Spjall: Tamila Gámez Garcell segir frá Kúbu og Tómas R. Einarsson frá kúbönskum bókmenntum og tónlist. Dansarar: Jóhannes Agnar Kristinsson og Bergþóra Andrésdóttir frá Salsamafíunni Þriðjudagur4. 4. Regína Ósk syngur lög af plötum sínum og önnur lög í bland Léttar veitingar í boði bæði kvöldin - Ókeypis aðgangur Hljómsveitina skipa: Tómas R. Einarsson: kontrabassi, Sigríður Thorlacius: söngur, Bógómíl Font: söngur, Sigtryggur Baldursson: kóngatrommur, Davíð Þór Jónsson: píanó, Kristófer Rodríguez Svönuson: bongótrommur, bjalla, Samúel Jón Samúelsson: guiro, básúna, Rósa Guðrún Sveinsdóttir: baritónsaxófónn, Sagt um plötuna Bongó: ,,Veisla fyrir eyrun.” Ari Eldjárnuppistandari Tamila Gámez Garcell Þriðjudagur28. 3. SkyndihjálparnámSkeið Skyndihjálparnámskeið 4 klukkustundir í Mosfellsbæ Þriðjudaginn 28. mars frá klukkan 18-22 í Rauðakrosshúsinu, Þverholti 7. Vissir þú að oftast eru það vinir og ættingjar sem koma fyrstir á vettvang þegar einhver slasast eða veikist alvarlega? Inntökuskilyrði: Þátttakendur séu 14 ára eða eldri. Kennd verða grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað. Kostnaður: 11.000. Aðalmerki | Samsetning | Mosfellsbæ Nánari upplýsingar í síma 898 6065 eða: hulda@redcross.is Sigurður Örn Ragnarsson er þessa dagana staddur í Ástralíu þar sem hann tekur þátt í ofurdeildinni í þríþraut eða Super League Triathlon. Sigurður Örn er 26 ára Mosfellingur sem hefur lagt stund á þríþraut frá árinu 2013. „Ofurdeildin er ný þríþrautarsería þar sem margir af bestu keppendum í heimi í bæði stuttum og lengri vegalengdum etja kappi. Það er mikil viðurkenning að fá að taka þátt og gaman að segja frá því að Síminn er einn af styrkaraðilum keppninnar og því verður sýnt beint frá keppninni,“ segir Sigurður sem byrjaði að æfa sund hjá Aft- ureldingu 8 ára gamall. Stefnir á Ólympíuleikana Sigurður starfar hjá Matvís og er að klára mastersverkefni í vélaverkfræði við Háskóla Íslands en stefnir á atvinnumennsku í þrí- þraut eftir sumarið 2017. „Langtímamarkmiðið mitt er að komast á Ólympíuleikana í Tókýó 2020. Ég setti mér þetta markmið fyrir tveimur árum og byrjaði undirbúning strax. Keppt er í 1.500 metra sundi, 40 km á hjóli og 10 km hlaupi. Að taka þátt í þessari keppni er gott skref í átt að þessu mark- miði,“ segir Sigurður og hvetur Mosfellinga sem og aðra að fylgjast með í Sjónvarpi Símans. Sigurður Örn keppir við þá allra bestu í ofurdeildinni í þríþraut helgina 17.-19. mars Keppir við þá bestu í heiminum siggi er Klár í átöK helgarinnar Keppt er í sundi, hjólreiðum og hlaupi Kiwanisklúbburinn styrkir björgunarsveitina Styrkja Kyndil til tækjakaupa Kiwanisklúbburinn Geysir í Mosfellsbæ afhenti á dögunum Björgunarsveitinni Kyndli styrk. Kyndill hefur fjárfest í nýjum bíl og kemur því stykurinn að góðum notum. Kiwanismenn halda fundi sína annan hvern miðvikudag í Kiwanishúsinu við Köldukvísl. Á fundi þann 1. mars afhentu þeir fulltrúum björgunarsveitarinnar 200.000 kr. framlag. Á myndinni má sjá forseta Kiwanisklúbbsins Ásvald Jónatansson ásamt Fannari Þór Benediktssyni formanni Kyndils og Guðmundi Vigni Þórðarsyni. Kiwanismenn ásamt félögum úr Kyndli

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.