Mosfellingur - 16.03.2017, Blaðsíða 10

Mosfellingur - 16.03.2017, Blaðsíða 10
Forseti Íslands afhenti Framhaldsskól- anum í Mosfellsbæ Gulleplið þann 1. mars. Um er að ræða viðurkenningu fyrir framúrskarandi starf á sviði heilsueflingar á framhaldsskólastiginu. Í skólanum hefur markvisst verið unnið að bættri heilsu, bæði á sál og líkama. Stuðla að vellíðan og auknum árangri Heilsueflandi framhaldsskóli byggist á þeirri stefnu að nálgast forvarnir út frá víð- tæku og jákvæðu sjónarhorni með það að markmiði að stuðla að vellíðan og auknum árangri allra í skólasamfélaginu, nemenda og starfsfólks. Verkefnið veitir aukin tækifæri til að efla tengslin við nærsamfé- lagið og auka þannig stuðning og tækifæri nemenda og starfsfólks til að tileinka sér jákvæðan og heilbrigðan lífsstíl. Að undanförnu hafa framkvæmdir staðið yfir á svæði urðunarstaðar höfuðborgar- svæðisins í Álfsnesi. Þær hafa vafalaust ekki farið fram hjá Mosfellingum. Nokkrar fyrirspurnir hafa borist SORPU vegna þessa og vill Sorpa koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri. 350.000 rúmmetrar grafnir upp Verið er að undirbúa svonefnda rein 20 fyrir urðaðan úrgang. Þar verður baggaður heimilis- og iðnaðarúrgangur urðaður þar til langþráð gas- og jarðgerðarstöð verður tilbúin að taka við heimilisúrgangi sem verður þá ekki lengur urðaður eða með- höndlaður undir beru lofti. Verkið felur í sér hreinsun á yfirborði og gröft lauss efnis ásamt sprengigreftri, möl- un bergs og fyllingu í lóð gas- og jarðgerð- arstöðvar. Alls verða grafnir upp 350.000 rúmmetrar af efni. Skerma af sjálft vinnusvæðið Áætlað er að framkvæmdum við reinina ljúki í apríl. Sprengingar eiga sér stað með reglubundnum hætti á tímabilinu og stór- gerðar vinnuvélar sjá um tilfærslu efnis á svæðinu. Um framkvæmdina sjá Íslenskir aðalverktakar. Reinin er staðsett innan skilgreinds urðunarsvæðis í deiliskipulagi svæðisins og er ætlað að duga út þann tíma sem starfs- leyfi heimilar urðun í Álfsnesi. Óhjákvæmilega breytist ásýnd staðarins og verða búnar til manir fyrir framan vinnu- svæðið. Tilgangur þeirra er að skerma af sjálft urðunarsvæðið og því er gert ráð fyrir að starfsemin verði í hvarfi frá byggðum Mosfellsbæjar. Einnig má búast við tíma- bundinni aukinni umferð stórvirkra vinnu- tækja, ljósum og einhverjum hávaða. Undirbúa lokun í áföngum Samhliða verkefninu er unnið að því að loka gömlum sárum í landinu og undirbúa lokun á urðunarstaðnum í áföngum til samræmis við þann takmarkaða tíma sem eftir er af starfsleyfi. Starfsleyfismál eru hins vegar í nokkurri óvissu þar sem úr- skurðarnefnd um umhverfis- og auðlinda- mál felldi úr gildi starfsleyfi sem gefið var út af Umhverfisstofnun, en SORPA vinnur nú skv. undanþágu frá starfsleyfi sem gefið er út af Umhverfisráðuneytinu. Unnið er að því að finna nýjan urðunarstað fyrir úrgang frá höfuðborgarsvæðinu. Auknar áherslur eru í gróðursetningu á Álfsnesi sem hluti af lokafrágangi urðunar- staðarins. Einnig er í skoðun frekari bygging jarðvegsmana til skermingar og til að koma í veg fyrir hugsanlegt fok. Miðað er við að á árinu 2017 taki ásýnd og umgengi um urðunarstaðinn sýnilega mið af lokun hans. Undirbúa rein fyrir urðaðan úrgang • Ásýndin breytist Framkvæmdir á urðunarstað SORPU í Álfsnesi urðunarstaðurinn tekur breytingum - Fréttir úr Mosfellsbæ10 Heilsueflandi framhaldsskóli sunneva og bryndís kynntu verkefnið „geðsjúkdómar eru ekki tabú“ Hlín og guðbjörg en Hlín Hefur stýrt verkefninu í fmos þétt setinn bekkur þegar gulleplið var afHent Börn og umhverfi Námskeið hjá Rauða krossinum Börn og umhverfi í Mosfellsbæ verður haldið dagana 20., 21., 22. og 23. mars kl. 17-20. Námskeiðið er ætlað ungmennum fæddum 2005 og fyrr. Kennsla fer fram í húsnæði Rauða krossins, Þverholti 7. Farið er í þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir, algengar slysahættur og kennslu í skyndihjálp. Námskeiðsgjald er kr. 9.900,- og námskeiðsgögn eru innifalin. Upplýsingar í síma 898 6065 eða: hulda@redcross.is Aðalmerki | Samsetning | Mosfellsbæ Starf við liðveislu í Mosfellsbæ VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja Fjölskyldusvið Mosfellsbæjar óskar eftir starfsmanni til að annast liðveislu fyrir unglingsdreng. Markmið liðveislu er að efla einstaklinga til sjálfshjálpar, veita þeim persónulegan stuðning og aðstoð sem einkum miðar að því að rjúfa félagslega einangrun, t.d. aðstoð til að njóta menningar og félagslífs. Vinnutíminn er eftir samkomulagi. Um fjölbreytt hlutastarf er að ræða og verkefnin áhugaverð og lærdómsrík. Mikilvægt er að liðveitandi búi yfir lipurð í mannlegum samskiptum, sveigjanleika, stundvísi og áreiðanleika. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Mosfellsbæjar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Áhugasamir hafi samband við Kristbjörgu Hjaltadóttur hjá fjölskyldusviði Mosfellsbæjar í síma 525-6700, netfang khjalta@mos.is O K K A R M O S Ó Í B Ú A K O S N I N G 2 0 1 7 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / 1 7 -0 1 8 9 K JÓSUM ÖLL! Hugmyndasöfnunin gekk framúrskarandi vel og ákveðið hefur verið að 25 hugmyndir fari áfram í kosningu. Við þökkum innsendar tillögur og hvetjum alla með lögheimili í bænum, fæddum árið 2001 eða fyrr, til að kjósa og taka þátt í að velja þær hugmyndir sem hrint verður í framkvæmd í sumar. Nánari upplýsingar og allar innsendar hugmyndir má finna á: www.mos.is/okkarmoso. Okkar Mosó Íbúakosning 30. mars til 10. apríl O K K A R M O S Ó Í B Ú A K O S N I N G 2 0 1 7 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / 1 7 -0 1 8 9 K JÓSUM ÖLL! Hugmyndasöfnunin gekk f amúrskarandi vel og ákveðið hefur verið að 25 hugmyndir fari áfram í kosningu. Við þökkum innsendar tillögur og hvetjum alla með lögh imili í bænum, fæddum árið 2001 eða fyrr, til að kjósa og taka þátt í að velja þær hugmyndir sem hrint verður í framkvæmd í sumar. Nánari upplýsingar og allar innsendar hugmyndir má finna á: www.mos.is/okkarmoso. Okkar Mosó Íbúakosning 30. mars til 10. apríl O K K A R M O S Ó Í B Ú A K O S N I N G 2 0 1 7 HVÍT A HÚ SIÐ / SÍA / 17 -018 9 K JÓSUM ÖLL! Hugmynd söfnunin gekk framúrskarandi vel og ákveðið hefur verið ð 2 hu y dir fari áfram í kosningu. Við þökkum innsendar tillögur og hve j lla með lögheimili í bænum, fæddum árið 2001 eða fyrr, til að kjó g taka þátt í að velja þær hugmyndir sem hrint verður í f amkvæmd í sumar. Nánari upplýsingar og allar innsendar hugmyndir má finna á: www.mos.is/okkarmoso. Okkar Mosó Íbúak ning 30. mars til 10. apríl O K K A R M O S Ó Í B Ú A K O S N I N G 2 0 1 7 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / 1 7 -0 1 8 9 K JÓSUM ÖLL! Hugmyndasöfnuni gekk framúrskar ndi vel og ákveði h fur verið að 25 hugmyndir fari áfram í kosni gu. Við þökkum innsendar tillögur og hvetjum alla með lögheimili í bænum, fæddum árið 2001 eða fyrr, til að kjósa og taka þátt í að velja þær hugmyndir sem hrint ver ur í framkvæmd í sumar. Nánari upplýsing r og allar innsendar hugmyndir má finna á: w .mos.i /okkarmoso. Íbúakosning 30. mars til 10. apríl

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.