Mosfellingur - 16.03.2017, Page 14

Mosfellingur - 16.03.2017, Page 14
 - Dreift frítt í Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós14 Innritun nemenda Listaskóli Mosfellsbæjar - tónlistardeild Innritun nemenda skólaárið 2017 – 2018 Nemendur, sem eru í námi við Listaskóla Mosfellsbæjar – tónlistardeild, þurfa að staðfesta áframhaldandi nám fyrir 15. apríl 2017, með því að senda tölvupóst á listaskoli@mos.is. Umsóknarfrestur fyrir nýja nemendur er til 15. apríl. Nýir nemendur þurfa að sækja um skólavist í gegnum íbúagáttina á vef Mosfellsbæjar, mos.is. Nánari upplýsingar á heimasíðu skólans, listmos.is Lágafellsskóli fékk Erasmus plus styrk til að taka þátt í samstarfsverkefni fjögurra skóla í Evrópu fyrir árin 2015-2017. Verkefnið kallast „Out of the box“. Ásamt Lágafellsskóla eru skólar frá Belgíu, Þýskalandi og Ítalíu aðilar að verk- efninu. Skólarnir ákváðu að vinna með fjór- ar námsgreinar, þ. e. náttúruvísindi, tækni, upplýsingatækni og stærðfræði. Hver skóli sérhæfði sig í einni námsgrein og bjó til verkefni fyrir nemendur í 1.-6. bekk og kennsluleiðbeiningar. Kennararn- ir í samstarfsskólunum hittust reglulega á fundum eða í gegnum netið og skiptust á hugmyndum, verkefnum og reynslu. Víkka sjóndeildarhringinn Kennarar fengu tækifæri til að kynnast skólastarfi og starfsumhverfi samstarfsfé- laga sinna, auk þess að fá nýjar og ferskar hugmyndir og víkka út sjóndeildarhring- inn. Nemendur fengu tækifæri til að kynn- ast jafnöldrum sínum og aðstöðu þeirra í heimalöndum þeirra m.a. með því að senda myndir og með Skype-fundum. Það fannst nemendum sérstaklega skemmtilegt. Umsjónarmenn verkefnisins fyrir hönd Lágafellsskóla eru Ingibjörg Rósa Ívarsdótt- ir og Lára Torfadóttir. Verkefnin fjölbreytt Verkefnin voru afar fjölbreytt. Í upplýs- ingatækninni unnu nemendur m.a. með forritun í tækni-Legói og forritunarleiki s.s. Kodable og Hour of code. Í tækninni þurftu nemendur að hanna, byggja og búa til ýmislegt, s.s. boltabraut, vegasalt, brýr og bíla. Í náttúrvísindum voru nemendur m.a. að rannsaka og skoða tré, litrófsgreina laufblöð, skoða fjölbreytileika náttúrunnar í nærumhverfi þeirra og vinna verkefni tengd hlýnun jarðar. Í stærðfræði bjuggu nem- endur til flugdreka, vog, spiluðu keiluspil, unnu með fimmínur, unnu með endurtekið munstur og þrívíð form þar sem stærðfræði og listsköpun eru tengd saman. Við lausn verkefnanna þurftu nemendur að nota hugmyndaflug, útsjónarsemi og einmitt að hugsa „út fyrir kassann“. Það reynir á samvinnu og umburðarlyndi þar sem verkefnin miða öll að því að nemendur vinni í pörum eða litlum hópum. Upplifun nemenda Nemendur eru allir sammála um að verkefnin séu skemmtileg, fjölbreytt og krefjandi. Þeim fannst gaman að fá að prófa eitthvað nýtt og öðruvísi þar sem þeir fengu að búa til hluti, ræða saman um verkefnin, lausnir og niðurstöður. Einnig fengu þeir tækifæri til að spreyta sig á ýmsum tungumálum. Í síðustu heim- sókn erlendu kennaranna hingað fengu mosfellsku nemendurnir að kenna þeim á MicroBit sem tókst mjög vel. Gefandi og skemmtilegt Þátttaka í svona verkefni er einstaklega gefandi bæði fyrir kennara og nemendur. Þessa dagana er mikið rætt um fjölbreytta kennsluhætti. Að taka þátt í svona verkefni er einmitt tækifæri til að brjóta upp hefð- bundna kennslu og leyfa nemendum að nálgast viðfangsefnin út frá eigin þekkingu, forvitni og áhugasviði. Það er því hægt að segja að nemendur hafi fengið tækifæri til að nálgast viðfangs- efnin út frá mismunandi og óhefðbundn- um aðferðum sem eykur áhuga þeirra og forvitni á námsefninu, hvetur þá áfram og þróar hjá þeim gagnrýna og lausnamiðaða hugsun. Ef marka má umsagnir og áhuga nemenda hefur það sannarlega tekist. Erasmus verkefni fjögurra skóla í Evrópu • Out of the box Út fyrir kassann í LágafeLLsskóLa Á heimasíðu Lágafellsskóla er hægt að nálgast frekari upplýsingar um verkefnið og skoða myndir. Að taka þátt í svona verk- efni er einmitt tækifæri til að brjóta upp hefðbundna kennslu og leyfa nemendum að nálgast viðfangsefnin út frá eigin þekk- ingu, forvitni og áhugasviði. ERU FYRIR GRUNNSKÓLANEMENDUR OG FORELDRA/FORRÁÐAMENN ÞEIRRA MIÐVIKUDAGINN 22. MARS kl. 17:00-18:30 Kennarar og nemendur verða á staðnum og hægt verður að fá upplýsingar um kennsluhætti, skipulag námsins, brautir, skólaandann og fleira. Brautir sem eru í boði: • Almenn braut • Íþrótta- og lýðheilsubraut • Hestabraut • Listabraut • Félags- og hugvísindabraut • Náttúruvísindabraut • Opin stúdentsbraut • Sérnámsbraut www.fmos.is Kennsluhættir skólans miða að því að undirbúa nemendur fyrir líf og starf á 21. öldinni. Í skólanum er öll aðstaða nemenda og kennara eins og hún gerist best. Lausar stöður á leikskólanum Huldubergi Mosfellsbær óskar eftir leikskólakennara og/eða þroskaþjálfa. Jafnframt er staða deildarstjóra laus við sama leikskóla. Ráðningar á leikskólann Hulduberg heyra undir fræðslu- og frístundasvið Mosfellsbæjar. Hulduberg er sex deilda leikskóli með um 100 börn. Deildir eru aldursblandaðar en mikið samstarf er milli deilda. Áherslur í starfi leikskólans eru umhverfismennt og að njóta og nýta náttúruleg gæði. Leikskólinn Hulduberg er staðsettur við Lágafellsskóla og íþróttamiðstöðina Lágafelli. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og um- hyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi. Menntunar- og hæfnikröfur: • Leikskólakennaramenntun og/eða þroskaþjálfun æskileg, að öðrum kosti verður um ráðningu í stöðu leiðbeinanda að ræða • Fyrir stöðu deildarstjóra er leikskólamenntun eða önnur sambærileg menntun skilyrði • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi er æskilegt • Reynsla af sambærilegu starfi eða reynsla sem nýtist í starfi með börnum • Áhugi og metnaður fyrir að vinna með börnum er skilyrði • Jákvæðni og góð hæfni í mannlegum samskiptum er nauðsynleg Umsóknarfrestur er til og með 20. mars 2017 Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá ástæðu um- sóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í störfin skulu berast á netfangið hulduberg@ mos.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þuríður Stefánsdóttir, leikskólastjóri Huldubergs í síma 586-8170. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Stamos. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið. VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.