Mosfellingur - 16.03.2017, Blaðsíða 21

Mosfellingur - 16.03.2017, Blaðsíða 21
www.mosfellingur.is - 21Myndir: Ruth Örnólfs, Ljósmyndastofa Páls A. Pálssonar og úr einkasafni. Íslenska ullin er einstök Íslenskt sauðfé hefur gefið Íslendingum skjólmikla ull sem náttúran hefur þróað eftir veðri og vindum í meira en 1000 ár. fjölskylduvæn ísbúð í hjarta mosfellsbæjar Verið hjartanlega velkomin HáHolti 13-15 • s. 564 4500 Opið alla daga kl. 12:00-23:00 Útivist og greiður aðgangur að óspilltri náttúru er ein ástæða þess að fólk velur að búa í Mosfellsbæ. Í bæjarlandinu er svo sannarlega fjölbreytt náttúra, bæði fjara og fjöll og allt þar á milli. Það hafa margir bæjarbúar notið þess að hafa þessa útivistarmöguleika alveg við bæj- ardyrnar og oft þarf ekki að fara langt til að viðra okkur eða stunda útivist. Hvernig getur öll fjölskyldan notið þess að vera saman úti? Best að hafa markmiðin eða áfangastaðina ekki of krefjandi heldur fara styttra og njóta þess að vera saman – og hafa gaman! Börnin segja oft: Viltu koma út að leika? Það er eitthvað sem við Mosfellingar ættum að gera meira af, bæði börn og fullorðnir; já, heilu fjölskyldurnar. Í Mosfellsbæ eru skipulögð fjölmörg útivistarsvæði, bæði lítil og stór; allt frá róluvöllum til stikaðra gönguleiða á hæstu tinda. Að fara út á róló og leika sér þar með börnunum er eitthvað sem börnin kunna að meta. Þá geta þau sýnt pabba og mömmu hvað þau eru klár og að þau kunni á leiktækin. Ævintýragarðurinn er frábært svæði sem verið er að byggja upp á bökkum Varmár. Fyrir utan að geta notað stígana til gönguferða og leikið sér í skátaleik- tækjunum þá er ýmislegt fleira hægt að gera. Á hlýjum sumardögum er gaman að vaða eða busla í ánni og það er hægt að gera á nokkrum stöðum þar sem að- gengi er auðvelt. Aðeins ofar upp með Varmá er Stekkjarflöt. Þar er stórt og gott tún til útileikja. Hvernig væri að rifja upp gamla takta og fara í Stórfiskaleik, Brennó eða Hlaupa í skarðið? Skógræktarsvæðin í Mosfellsbæ eru sannkallaðir ævintýraheimar. Bæði í Hamrahlíð og í Reykjalundarskógi hef- ur áratuga skógrækt gefið af sér frábæra staði til að njóta útiveru í skjóli milli hárra trjáa. Þar er auðvelt að láta tím- ann líða og fara í allskonar leiki, fara í ratleik eða leggja þrautir hvert fyrir annað. Upplagt er að nota reiðhjólin til að komast á þessi svæði, fyrir utan að gaman er að fara saman í hjólatúra um þá fjölmörgu stíga og slóða sem eru í bæjarlandinu. Leirvogurinn með sinni fjölbreyttu fjöru er áhugaverður staður. Þar er gaman að skoða fuglalífið, sérstaklega á vorin, tína skeljar og kuðunga og busla í sjónum á hlýjum dögum. Hafravatn er einstök náttúruperla þar sem hægt er að vera á bátum, veiða eða leika sér í sandfjörunni sem er að finna á nokkrum stöðum við vatnið. Í þessari stuttu grein er aðeins minnst á lítinn hluta þess sem fjölskyldan get- ur gert skemmtilegt og uppbyggilegt úti undir berum himni hér í bænum okkar. Þann 29. mars n.k. verður fyrirlestur og kynning sem ber yfirskriftina „Gaman saman úti“. Þar verður einmitt fjallað um þá fjölmörgu útivistarmöguleika sem eru í boði hér í Mosfellsbæ. Byrj- ar kl: 20.00 í Listasalnum í Kjarna. Allir velkomnir.  ÆvarAðalsteinsson,  tómstunda-ogfélagsmálafræðingur Gaman saman úti – það þarf ekki að fara langt SkólaSkrifStofa moSfellSbæjar Skóla hornið

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.