Mosfellingur - 16.03.2017, Blaðsíða 23

Mosfellingur - 16.03.2017, Blaðsíða 23
2 fyrir 1 á ís alla þriðjudaga HÁHOLT 14 - 270 MOSFELLSBÆ - SÍMI 566 8043 HE IM ILIS MA TU R Í H ÁD EG INU AL LA VI RK A D AG A Íþróttir - 23 Þrífum upp skítinn Það er ýmislegt sem kemur í ljós nú þegar snjóa leysir. Að fara í göngutúr bænum getur verið strembið. Það er nefnilega hundaskítur á hverju götuhorni. Sjálf á ég hund og dett- ur ekki annað til hugar en að þrífa eftir minn hund eftir sinn gjörning. Hundaeigendur ættu að skammast sín fyrir þennan sóðaskap. Auðvitað á þetta ekki við alla hundaeigendur í Mosfellsbæ. En þeir sem láta sitt eftir liggja koma óorði á okkur hin. Tökum höndum saman og gerum átak í okkar málum. Verum með poka með okkur í göngutúrum og þrífum upp eftir okkur. Og annað, höfum hundana okkar í bandi. Það er allt of algengt að rekast á hunda sem eru lausir. Sérstaklega má nefna Álafosskvosina sem annars er mjög skemmtileg til útivistar. Ég skora á aðra hundaeigendur.  Vigdís ORÐIÐ ER LAUST... Hér gefst lesendum kostur á að láta skoðanir sínar í ljós í stuttu máli. Unnið dag og nótt Ég verð að koma á framfæri hrósi til allra þeirra sem stóðu í ströngu í snjónum. Það var ekkert eðlilega mikill snjór sem féll á einni nóttu. Snjóruðningsmenn unnu dag og nótt og verkefnið var ærið. Eins má hrósa björgunarsveitinni okkar. Þeir komu mér til hjálpar á ögurstundu þegar ég festi bílinn minn nánast á miðri götunni. Þá sögðust þeir hafa verið búnir að draga upp á annað hundrað bíla víðsvegar um bæinn. Þetta eru allt prýðisfólk sem á allt gott skilið. Ekki skammir og leiðindi eins og eitthvað hefur borið á.  JónÞór Ársþing Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) fór fram á dögunum en fjölmörg ungmenna- og íþróttafélög í Kópavogi, Garðabæ, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Kjós heyra undir sambandið. Á ársþinginu fór meðal annars fram afhending viðurkenninga til íþróttafólks innan fé- lagsins sem þykir hafa skarað fram úr á liðnu ári. Kvennalið Aftureldingar í blaki hlaut þann heiður að vera útnefnt lið ársins 2016 og fékk þar með afhentan UMFÍ-bikarinn fyrir frábæran árangur á síðasta ári en liðið varð deildar-, bikar- og Íslandsmeistari árið 2016. UMSK heiðrar lið ársins 2016 Afturelding lék til úrslitA í bikArnum í höllinni. silfrið kom í okkAr hlut.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.