Mosfellingur - 16.03.2017, Blaðsíða 24

Mosfellingur - 16.03.2017, Blaðsíða 24
 - Aðsendar greinar24 Þjónusta við mosfellinga Snyrti-, nudd- & fótaaðgerðastofan Líkami og sál Þverholti 11 - s. 566 6307 www.likamiogsal.is Verið hjartanlega velkomin! ÞARF AÐ MÁLA? Öll almenn málningarvinna Fagmennska, vönduð vinnubrögð, góð umgengni og reynsla Einnig smiðir með mikla reynslu af allri smíðavinnu Fast verð eða tímavinna Athugaðu hvað við getum gert fyrir þig Málun og Smíði malunogsmidi@gmail.com S: 860 7896 Traust þjónusta Öll almenn málningarvinna Fagmennska, vönduð vinnubrögð, góð umgengni og reynsla Einnig smiðir með mikla reynslu af allri smíðavinnu Fast verð eða tímavinna - Athugaðu hvað við getum gert fyrir þig Málun og Smíði - malunogsmidi@gmail.com - S: 860-7896 Traust þjónusta www.nstf.is Heilsu- og líkamsrækt Einkaþjálfun og kennsla Að rækta skóg er eins og að gefa nýtt líf. Þú setur fræ í mold, fylgist með að sjá það spíra og verða að pínulítilli plöntu. Mörg ár munu líða þangað til þessi litlu kríli verða að tjám. Við sem ræktum skóg lítum á tré sem vini. Þetta eru lifandi verur sem vinna fyrir okkur á margan hátt, t.d. búa til súrefni, veita okkur skjól, gefa næring- ar- og byggingarefni, jafna úrkomu og draga þar með úr flóðahættu og margt fleira. Ekki síst eru skógar með eftirsóttustu útivistarsvæðum. Tré eru lengi að vaxa úr grasi og okkur skóg- arvinum þykir miður hve kæruleysislega sumir haga sér. Má þá til dæmis nefna utanvegaakstur (bæði jeppar, vélsleðar og fjórhjól) þar sem litlar plöntur troðast undir og skaddast. Klukkutíma- skemmtun á torfærutækjum getur valdið tjóni sem verður ekki bætt á mörgum árum. Skógræktarfélögin á landinu hafa lyft grett- istaki í að koma upp dásamlegum skógarsvæð- um víða um land. Árum saman hafa menn ein- beitt sér að pota niður trjáplöntum, en nú þegar vöxtulegir skógar hafa myndast verða verkefnin smám saman önnur. Nú þarf að búa til stíga, grisja, hafa upplýs- ingar aðgengilegar og sinna umönn- un í þessum „gömlu“ skógum þannig að þetta verkefni megi áfram dafna og vaxa, mönnum til gagns og gamans. Nú er í auknum mæli verið að opna eldri skóga og gera þá aðgengilega fyrir almenning. Þörf er á að fagmenn komi að umsjón og umhirðu skógarsvæð- anna og sem betur fer fjölgar mennt- uðum skógfræðingum frá ári til árs. Markviss umönnun og umhirða skógarsvæða gerist ekki án þess að ríkið og sveitarfélögin komi að þessu með auknu fjármagni. Skógrækt- arfélögin hafa hvorki peninga né vinnuafl til að geta sinnt þessu. Við og okkar afkomendur þurfum að læra að umgangast náttúruna af alúð og virðingu. Að rækta skóg er mannbætandi. Skólarnir ættu að fá svigrúm og fjármagn til að sinna þessu mikil- væga uppeldisverkefni. Börn sem fá viðeigandi uppeldi og fræðslu munu kenna foreldrum sín- um þegar heim er komið. Úrsúla Jünemann. Höfundur starfar í umhverfisnefnd fyrir Íbúahreyfinguna. Að rækta skóg a Háholti 14 • 270 Mosfellsbæ • arioddsson@arioddsson.is Símar: 895-0383 / 867-7704 / 564-4070 www.arioddsson.is FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI MÚRVERK - FLÍSALAGNIR - ALMENN VIÐHALDSVINNA SAUMA.IS Viðgerðir og brey�ngar á öllum fatnaði ásamt gluggatjaldasaum. Opið: Mánudaga—Föstudags 13:00—17:00 Nethylur 2a, 2 hæð 110 Reykjavík Sími: 770 3997 - sauma@sauma.is Fossaleyni 1 | Egilshöll | 571-6111 H Á R O G S N Y R T I S T O FA Ég elska Mosfellsbæ, mér finnst ynd- islegt að búa í smá sveit þar sem stutt er í náttúruna og samkennd einkennir mannlífið. En ég væri líka til í smá mið- bæ, geta sótt kaffihús eftir kl. 18 og far- ið út að borða með vinkonum eða fjöl- skyldu og geta valið milli staða sem ekki flokkast undir skyndibita. Miðbær í Mosfellsbæ verður aldrei eitthvað á við miðbæinn í höfuðborginni. En hér ætti að geta skapast mannlíf á við það sem nú er að skapast í kringum miðbæ í nágranna- sveitarfélögum okkar. Við ættum að geta haft Kaffi Mosó, eins og kaffihús í Vesturbænum eða Laugalæknum. Kannski er þess ekki langt að bíða að þetta geti orðið að veruleika. Byggingaverktakar hafa nú sýnt miðbænum aukna athygli og vænta má þess að á næstu misserum byggist upp bæði verslun, þjónusta og íbúðir í miðbænum okkar. Skipulagsnefnd er einhuga um mikilvægi þess að fjölga þurfi íbúðum í miðbæ Mosfellsbæjar enda er ein af forsendum þess að Borgarlínan (framtíðar almenningssamgöngukerfi höfuð- borgarsvæðisins) nái upp í Mosfellsbæ sú að í miðbænum sé nægjanlega mikill fjöldi fólks fyrir slíka þjónustu. Miðbæjaruppbygging Nú á næstu vikum verður auglýst breyting á lóðum sem ná frá framhaldsskólanum og að Krónubyggingunni. Þar á að byggja upp íbúðir og verslunar- og þjónusturými. Áhersla er á uppbrot bygginga og fallega götu- mynd. Ekki er ólíklegt að lóðirnar á móti sem lengi hafa verið í eigu Kaupfélags Kjalarnesþings muni jafnframt fara í skipulagsferli fljótlega þar sem gert er ráð fyrir uppbygginu íbúða. Þetta er jákvætt enda ljóst að þörf er á miklum fjölda íbúða inn á markað á næstu misserum. Í síðasta Mosfellingi var fjallað um áhuga fjár- festa á mögulegri hóteluppbyggingu í Sunnu- krika. Þegar Krikahverfið var skipulagt á sín- um tíma var gert ráð fyrir verslun og þjónustu neðst í hverfinu. Þótti það skynsamlegt til að skýla íbúðabyggð fyrir Vesturlandsveginum og til að stækka miðbæjarsvæðið sem er skilgreint beggja vegna Vesturlandsvegar. Lóðirnar hafa verið auglýstar til sölu á vef Mosfellsbæjar svo árum skiptir en það er ekki fyrr en nú sem áhugi hefur skapast fyrir uppbyggingu þar. Ef af þess- ari uppbyggingu verður er það til mikilla bóta fyrir miðbæ í sveitarfélaginu okkar enda ljóst að í kringum hótel þrífst betur verslun og veitinga- starfsemi. Það er ánægjulegt til þess að hugsa að mikill áhugi er fyrir uppbyggingu í Mosfellsbæ, bæði íbúðir og verslunar- og þjónusturýma. Enda er gott að búa í Mosfellsbæ. Bryndís Haraldsdóttir Formaður skipulagsnefnar Lattelepjandi mosfellsk lopapeysa Á gönguskíðum á golfvellinum Útbúin var gönguskíðabraut á Hlíðavelli eftir að snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu. Troðin var 1,5 km braut og var henni afar vel tekið af útivistarfólki. Hugmyndin er fengin úr Okkar Mosó. vel hefur viðrað til útivistar að undanförnu

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.