Mosfellingur - 16.03.2017, Blaðsíða 25

Mosfellingur - 16.03.2017, Blaðsíða 25
Aðsendar greinar - 25 Aðalfundur Rauða krossins í Mosfellsbæ var haldinn föstudaginn 10. mars. Stjórn deildarinnar skipuleggur starfið og meðferð á eignum. Stjórnin ber jafnframt ábyrgð á rekstri deildarinnar gagnvart stjórn landsfélagsins, þ.e. Rauða kross Ís- lands. Leitast skal við að skipan deildar- stjórnar endurspegli fjölbreytileika sam- félagsins á starfssvæði deildarinnar, svo sem með tillliti til kyns, aldurs, þjóðernis og búsetu. Vel hefur tekist til að verða við þessu ákvæði í lögum félagsins hjá Rauða krossinum í Mosfellsbæ. Þannig er aldursbilið í stjórninni breitt, í stjórninni eru tveir innflytjendur og stjórn- armenn búa nokkuð dreift um starfssvæði deildarinnar. Að þessu sinni kom íbúi af Kjalarnesi inn í stjórnina, en það hefur lengi verið á stefnuskránni að auka tengingu stjórn- arinnar við Kjalarnes sem er á starfsvæði deildarinnar. Hrönn Pétursdóttir kemur ný inn í stjórn- ina af Kjalarnesinu sem fyrsti varamaður og María Pálmadóttir kemur einnig ný inn í stjórnina sem annar varamaður. Allir nú- verandi stjórnarmenn sem í kjöri voru, gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og voru endurkjörnir til tveggja ára. Það eru þau Gözde Sigurðsson, sem verið hefur gjaldkeri stjórnar, Katrín Sig- urðardóttir, sem verið hefur ritari stjórnar og Robert Bentia, sem verið hefur með- stjórnandi. Gözde og Robert eru bæði innflytjendur, Gözde er frá Tyrklandi og Robert frá Rúmeníu. Þá var Ásgerður Inga Stefánsdóttir kjörin meðstjórnandi til eins árs, en hún hafði verið fyrsti varamaður og kom inn í stjórn fyrir aðalmann sem hætti á síðasta ári. Hilmar Bergmann formaður stjórnar og Signý Björg Laxdal varaformað- ur stjórnar voru bæði kjörin til tveggja ára á síðasta aðalfundi deildarinnar og halda áfram í stjórninni. Við framlagningu framkvæmda- og fjár- hagsáætlunar kom fram að gert er ráð fyr- ir halla á rekstrinum á árinu 2017 vegna aukins þunga í verkefnum. Megináhersla verður áfram á verkefni sem stuðla að því að draga úr félagslegri einangrun s.s. heimsóknarvini, opið hús og gönguvini, auk þess sem verkefnin Föt sem framlag og heimanámsaðstoðin verða á sínum stað. Þá verður deildin áfram virk í neyðarvörnum, en deildin hefur þurft að opna fjöldahjálp- arstöðvar í nokkur skipti á síðasta ári og það sem af er þessu ári bæði í Mosfellsbæ og á Kjalarnesi. Þá munu málefni umsækj- enda um alþjóðlega vernd skipa veigamik- inn sess hjá deildinni þar sem mikill fjöldi hælisleitenda er vistaður á starfssvæði deildarinnar í Víðinesi og Arnarholti á Kjalarnesi. Stjórn deildarinnar er efst í huga, að af- loknum góðum aðalfundi, mikið þakklæti til starfsmanns og allra þeirra sjálfboðaliða sem lögðu hönd á plóg í verkefnum deild- arinnar á síðasta ári og allur sá velvilji sem hún skynjaði úr öllum áttum í gegnum bein fjárframlög og hlý orð í garð deildarinnar. Kærar þakkir, stjórn Rauða krossins í Mosfellsbæ. Aðalfundur Rauða krossins í Mosfellsbæ Á myndinni má sjá stjórn Rauða krossins í Mosfellsbæ ásamt starfsmanni: Signý Björg Laxdal, Hilmar Bergmann, Hulda Margrét Rútsdóttir (starfsmaður), Gözde Sigurðsson, Ásgerður Inga Stefánsdóttir, Katrín Sigurðardóttir og Robert Bentia. Á myndina vantar Hrönn Pétursdóttur og Maríu Pálsdóttur. MOSfellingur ...fylgstu med okkur á facebook facebook.com/mosfellingur

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.