Mosfellingur - 16.03.2017, Blaðsíða 28

Mosfellingur - 16.03.2017, Blaðsíða 28
 Góðu bollurnar Í eldhúsinu Viktor Viktorsson og Erla Edvardsdóttir deila hér með okkur uppskrift að kjötbollum. „Uppskriftin er búin að vera í minni fjölskyldu síðan ég var barn á Höfn í Hornafirði,“ segir Erla. „Eflaust hét uppskriftin eitthvað ann- að til að byrja með en við kölluðum þær alltaf ,,góðu bollurnar“ og það nafn festist við þessa uppskrift.“ Góðu bollurnar • 500 gr nautahakk • 1 1/2 bolli hafragrjón • 1-2 egg • 150 gr rifnar gulrætur • 150 gr rifinn ostur • salt, pipar og hvítlauksduft • 1/2 - 1 bolli vatn (ef þú notar 2 egg þarf ekki nema 1/2 bolla vatn) Allt hrært saman, mótaðar bollur og þær steiktar Sósa: • 3/4 lítrar vatn • 2 dl tómatsósa • 1 dl sinnep (nota gula, sæta franska sinnepið) • 2 msk púðursykur • 1 súputeningur (kjötkraftur) Allt sett í pott, hitað að suðu og bollurnar settar út í og hitaðar. Þarf kannski 5-10 mín. til þess. Borið fram með hrísgrjónum og góðu salati. Gott að hafa snittubrauð með. Uppskriftin ætti að duga fyrir 4-5, verði ykkur að góðu. LitLu hLutirnir Það er þetta með litlu hlutina, þeir gleymast. Er það af því þeir eru svo litlir eða af því að við erum öll að glíma við þegarveikina? Ég er sjálfur mikið fyrir litlu hlutina en þarf eins og aðrir að minna mig reglulega á þá. Núna er ég búsettur í Vestmanna- eyjum ásamt fjölskyldu minni þar sem ég sinni nýju starfi. Ég hef kynnst mikið af góðu fólki á skömm- um tíma en er á sama tíma fjarri fjölskyldu og nánustu vinum. Það reynir á og þá skipta litlu hlutirnir einmitt svo miklu. Hlæja með sínum nánustu út af engu, njóta þess að horfa á Heimaklett út um gluggann í vinnunni, kasta sprengjum inn í umræðuna í kaffitímanum og draga sig svo í hlé, henda sér í pottinn á miðvikudagskvöldi og gera pítsu með fjölskyldunni á föstudegi. Svo þegar ég kemst upp á land er fullt af litlum hlutum sem ég hlakka til að gera. Hitta Fálkana í þreki og taka fund í Hvíta riddaranum í kjöl- farið, henda mér í stúkuna með Rot- högginu. leggjast í móann í veiðitúr- unum í sumar og stara upp í loftið og hlusta á ána og skiptast svo á sögum við vinina sem myndu kosta okkur alla starfið og æruna. Litlu hlutirnir eru ekki alltaf, og reyndar sjaldnast, merkilegir. Því það er einmitt galdurinn. Ákvörðun um njóta staða, aðstæðna og fyrst og fremst fólks. Sýna því og líðandi stund athygli og umhyggju. Í stað þess að vera sífellt að bregðast við aðstæðum og fólki eða bíða eftir einhverju sem kannski aldrei kemur. Þess vegna er líf mitt eitt standandi lag með Jóni Jónssyni. Alveg þangað til ég gleymi mér og fer að tuða yfir litlu hlutunum sem engu skipta. ásgeir jónsson hjá Viktori og erlu - Heyrst hefur...28 Viktor og Erla skora á Laufeyju mágkonu og Ingvar Hreins að deila næstu uppskrift heyrst hefur... ...að Gljúfrasteinn opni að nýju 1. apríl eftir miklar viðgerðir síðasta árið. ...að Stormsveitin verði rafmagnslaus í Guðríðarkirkju miðvikudaginn 19. mars. ...að kvennahlaupið í Mosfellsbæ verði haldið á sunnudegi þetta árið. Hlaupið verður 18. júní, þar sem laugardagurinn er þjóðhátíðardagur. ...að tælenski veitingastaðurinn YAM sem staðsettur er í Kjarnanum sé nú til sölu. ...að íbúar í Leirvogstungu hafi orðið varir við grunsamlegar mannaferðir í vikunni og hafa óprúttnir aðilar tekið í hurðahúna á heimilum og stolið verðmætum úr bílum. ...að verið sé að útbúa æfingaaðstöðu fyrir hljómsveitir á neðri hæð Bólsins við Varmárskóla. ...að Einar Ágúst muni halda uppi stuðinu á Hvíta á laugardaginn eftir bardagann með Gunnari Nelson. ...að önnur eiginkonan í farsanum „Úti að aka“ sem sýndur er í Borgar- leikhúsinu eigi heima í Mosó. ...að eigendur Brúneggja hafi óskað eftir því að félagið yrði tekið til gjaldþrotameðferðar. ...að línumaðurinn sterki Einar Hrafn sé að koma heim eftir nokkur góð handboltaár í Noregi. ...að Afturelding og Grótta eigist við í Olísdeild karla í kvöld að Varmá. ...að hanaslagurinn haldi áfram á Suður-Reykjum en yfirvöld ætla sér að fjarlægja tvo hana af lóðinni. ...að hinn skeleggi Indriði Indriðason sé að slá í gegn með skrifum sínum á umræðuvettvanginum á Facebook. ...að Mikk Pinnonen verði líklega áfram í herbúðum Aftureldingar eftir þetta tímabil. ...að opið hús verði í FMOS 22. mars. ...að alls 25 hugmyndir fari í kosningu í Okkar Mosó sem fer af stað um næstu mánaðamót. ...að Addi Andrésar og Tinna hafi eignast stóran og myndarlegan strák heima í stofu um helgina. ...að bankastjórinn fyrrverandi, Karl Loftsson, hafi orðið áttræður á dögunum. ...að Ari Eldjárn, Regína Ósk og Kúbu- sveit Tómasar R. muni öll koma fram á Menningarvori sem fram undan er í Bókasafninu. ...að Mosfellsbakarí hafi þurft að flytja inn rjóma að utan til að nota á rjómabollurnar sínar á bolludaginn. ...að Mosfellingurinn Einar Karl hafi farið í heljarstökk á sviðinu með Aroni Brink í Söngvakeppninni. ...að Ferðafélagið bjóði upp á göngur á Úlfarsfell undir leiðsögn Reynis Trausta alla fimmtudaga fram á vor. ...að tvær Playstation 4 tölvur verði í vinning á Fifa-móti Hvíta Riddarans sem hefst í næstu viku. ...að Jón Jónsson verði með fræðslu- fund í FMOS miðvikudaginn 29. mars. mosfellingur@mosfellingur.is snjómokstur hefur verið krefjandi síðustu vikurnar

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.