Mosfellingur - 06.04.2017, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 06.04.2017, Blaðsíða 14
 - Dreift frítt í Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós14 www.n1.is facebook.com/enneinn Hjólbarðaþjónusta N1 Hluti af vorinu Bíldshöfða 440 1318 Fellsmúla 440 1322 Réttarhálsi 440 1326 Ægisíðu 440 1320 Langatanga Mosfellsbæ 440 1378 Reykjavíkurvegi Hafnarfirði 440 1374 Grænásbraut Reykjanesbæ 440 1372 Dalbraut Akranesi 440 1394 Réttarhvammi Akureyri 440 1433 Opið mán–fös kl. 08-18 laugardaga kl. 09-13 www.n1.is  Michelin CrossClimate Sérhönnuð fyrir norðlægar slóðir. Dekk sem henta margbreytilegum íslenskum aðstæðum sérlega vel og veita frábæra aksturseiginleika. Michelin Energy Saver Margverðlaunuð fyrir veggrip, endingu og eldsneytissparnað. Michelin Primacy 3 Einstakir aksturseiginleikar. Frábært grip og góð vatnslosun. Ein bestu sumardekkin á markaðnum í dag. Rúllaðu inn í sumarið á nýjum dekkjum Pantaðu tíma fyrir dekkjaskiptin á www.n1.is Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var í heim- sókn á Kjalarnesi fimmtudaginn 30. mars. Tilefni heimsóknarinnar var að nú er að hefjast hverfisskipulag fyrir þéttbýlið á Kjal- arnesi, Grundarhverfi og umhverfi þess. Dagur heimsótti Klébergsskóla en á Kjalarnesi er samrekstur á grunnskóla, leikskóla, frístundamiðstöð, tónlistarskóla og íþróttamiðstöð. Sigrún Anna Ólafsdóttir skólastjóri leiddi hann um svæðið í einstak- lega góðu vorveðri. Samkomulag um aukna skógrækt Þá undirritaði borgarstjóri samning um stækkað skógræktarsvæði við Arnarhamar við Skógræktarfélag Kjalarness og Skóg- ræktarfélag Íslands. Undanfarna áratugi hefur skógræktar- fólk á Kjalarnesi gróðursett töluvert við Arnarhamar. Eftir undirritun samningsins er skógræktarsvæðið samtals 54 hektarar. Svæðið er innan Græna trefilsins sem gert er ráð fyrir að muni umlykja höfuðborgar- svæðið. Skógrækt í Esjuhlíðum mun ekki aðeins veita skjól fyrir byggð og umferð á Kjalar- nesi heldur á öllu höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem undirrituðu samninginn auk borgarstjóra voru Baldvin Þór Grétarsson formaður Skógræktarfélags Kjalarness og Brynjólfur Jónsson fyrir hönd Skógræktar- félags Íslands. Á Kjalarnesi er mikil matvælaframleiðsla og heimsótti borgarstjóri stórbúið á Vallá og var vel tekið af hjónunum Geir Gunnari Geirssyni og Hjördísi Gissurardóttur. Opinn fundur um hverfaskipulagið Kjalnesingar fjölmenntu síðan á opinn íbúafund um hverfisskipulagið sem hald- inn var í félagsheimilinu Fólkvangi. Þar voru flutt ávörp og borgarstjóri svaraði fyrirspurnum um það sem helst brennur á íbúum. Meðal annars fluttu þrír nem- endur í Klébergsskóla stutt ávörp og komu á framfæri því sem þau eru ánægð með á Kjalarnesi og því sem mætti bæta. Í Fólkvangi var líkan af svæðinu sem nemendur í Klébergsskóla höfðu gert. Fundargestir gátu lagt fram hugmyndir og ábendingar en mikil áhersla er lögð á sam- ráð við íbúa við gerð hverfisskipulagsins. Undirbúningur hafinn fyrir hverfisskipulag Kjalarness Heimsókn borgar­ stjóra á Kjalarnes börnin á leikskólanum máluðu mynd handa borgarstjóranum undirritun skógræktar- samnings við arnarhamar dagur, andri rósi, andri jakob og petra maría

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.