Mosfellingur - 06.04.2017, Blaðsíða 18

Mosfellingur - 06.04.2017, Blaðsíða 18
 - Fréttir af Mosfellingurm18 Þann 24. mars héldu UMFUS félagar kóte- lettu-styrktarkvöld líkt og í fyrra fyrir sína menn í Ungmennafélaginu ungir sveinar. Boðið var upp á dýrindis kótelettur framreiddar af Ragnari Sverrissyni hjá Höfðakaffi. Aðrir styrktaraðilar voru Víking, Golfklúbbur Mosfellsbæjar og Norðlenska. Umfus vill koma á framfæri þökkum til allra sem styrktu þetta góða málefni með nær- veru sinni, framlögum og aðstoð. Í ár var ákveðið að styrkja Þorstein Atla Gústafsson, sem er tæplega 6 ára gamall sprækur og glaður Mosfellingur, og fjöl- skyldu hans. Foreldrar hans eru Sóley Erla Ingólfsdóttir og Gústaf Helgi Hjálmarsson. Þosteinn Atli á tvo bræður, Ingólf Orra og Þorkel Mána. Notar augun til tjáningar Þorsteinn Atli er með með mjög sjald- gæfa stökkbreytingu í geni sem heitir SCN8A. Hann er algjörlega einstakur því aðeins eru greind um 100 tilfelli í heimin- um. Hann er flogaveikur og hreyfihamlað- ur auk þess sem hann er með þroskaskerð- ingu. Hann tjáir sig ekki á hefðbundin hátt en hann notar augun til tjáningar. Í Klettaskóla þar sem Þorsteinn Atli stefnir á að hefja nám í haust hefur verið í gangi þróunarverkefni með augnstýri- búnað sem heitir Tobii og hefur reynst vel fyrir þá sem nota óhefðbundnar tjáskipta- leiðir. Því miður er þessi búnaður ekki niður- greiddur af tryggingum. Til þess að Þor- steinn Atli geti lært að nýta sér svona tæki er nauðsynlegt að hafa slíkan búnað heima líka. Það er því von UMFUS félaga að þetta framlag komi að góðum notum. UMFUS hélt kótelettukvöld til styrktar Þorsteini Atla • Safnað fyrir augnstýribúnaði Afhentu ágóða styrktarkvölds Fjölskylda Þorsteins atla ásamt Formönnum umFus Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • Sími 525 6700 •mos@mos.is • www.mos.is VIRÐING • JÁKVÆÐNI • FRAMSÆKNI • UMHYGGJA Umsóknarfrestur er til 7. apríl 2017. Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið mos@mos.is. Nánari upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu Mosfellsbæjar en auk þess veitir Vibeke Þ Þorbjörnsdóttir, deildastjóri búsetu og þjónustudeildar upplýsingar í síma 525 6700. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið. Forstöðumaður í Búsetukjarna MOSFELLSBÆR AUGLÝSIR EFTIR FORSTÖÐUMANNI Í BÚSETUKJARNA Forstöðumaður búsetukjarna rekur starfsstöðvar fyrir fatlað fólk í samræmi við lög og reglugerðir. Forstöðumaður ber ábyrgð á á búsetukjörnum, íbúðum og velferð þeirra sem þar búa og stuðlar að því að starfsmenn tileinki sér starfshætti í samræmi við það sem best gerist hverju. Hlutverk fjölskyldusviðs Mosfellsbæjar er að annast félagslega ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu, málefni barna og ungmenna, eldri borgara og fatlaðs fólks, húsnæðismál, aðstoð vegna áfengis og fíkniefnavanda og vímuvarnir samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og reglum Mosfellsbæjar. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi. Ráðning forstöðumanns búsetukjarna er háð samþykki bæjarráðs. Menntunar og hæfnikröfur: Þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg háskólamenntun sem nýtist í starfi er skilyrði, framhaldsmenntun æskileg Góð stjórnunar og rekstrarreynsla er skilyrði Þekking á hugmyndafræðinni um þjónandi leiðsögn er æskileg Mikil reynsla og þekking á vaktaskýrslugerð er skilyrði Þekking og reynsla á Tímon viðverukerfi er skilyrði Víðtæk þekking og reynsla á málefnum fatlaðs fólks og á samningi sameinuðu þjóðanna Framúrskarandi samskiptahæfileikar er skilyrði Góð alhliða tölvukunnátta er skilyrði Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi Arnhildur stendur fyrir vortónleikum Vörðukórinn og kór Fella- og Hólakirkju halda sameiginlega vortónleika í Fella- og Hólakirkju föstudaginn 21. apríl kl. 20. 25 manna blandaður kór syngur við kirkjuna undir stjórn Mosfellingsins Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá og kaffiveitingar í hléi. Tekið er á móti gestum við komuna með harmonikkuleik og hressingu. Miðaverð er 3.000 kr. en 2.000 kr. í forsölu hjá Arnhildi í síma 6987154. Stefán Páll og Júlíus kepptu í Austurríki Mosfellingarnir Stefán Páll Skarphéðinsson og Júlíus Pálsson fóru til Austurríkis á dögunum á alþjóðaleika Special Olympics þar sem þeir kepptu á skautum. Á myndinni má sjá hópinn fyrir brottför ásamt lögreglumönnunum sem verða með í för í Austurríki. Daði Þorkelsson lögreglumaður hljóp kyndilhlaup (LETR) fyrir leikana og Guðmundur Sigurðsson, lögreglumaður var í undirbúnings- nefnd LETR hlaupsins.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.