Mosfellingur - 06.04.2017, Blaðsíða 22

Mosfellingur - 06.04.2017, Blaðsíða 22
Vilhjálmur Þór tók á móti mér á skrifstofu sinni í Flugumýri. Hvert sem litið var, bæði á inni- og úti- svæði, mátti sjá vörubíla, malbikunar- vélar, gröfur, valtara og aðrar stórvirkar vinnuvélar. Villi, eins og hann er ávallt kallaður, stofnaði fyrirtækið Fagverk árið 2004. Hann sér fram á mikla viðhaldsvinnu við malbikun á næstu árum þar sem götur eru víða farnar að láta á sjá vegna umferðar- þunga. Vilhjálmur Þór er fæddur í Reykjavík 20. febrúar 1974. Foreldrar hans eru þau Svan- hildur Vilhjálmsdóttir félagsliði og Matthí- as Ottósson verktaki. Systkini Vilhjálms eru þau Svava fædd 1971, Sólborg 1975 og Matthías 1986. Notuðu bíl nágrannans sem rennibraut „Ég bjó í Kópavogi til 10 ára aldurs og á þaðan góðar minningar. Ég og Ægir vinur minn fórum reglulega í dagsgöngu í Foss- vogsdalinn til að veiða kanínur. Við ætluð- um að hafa þær í búri í garðinum sem við höfðum smíðað sjálfir. Mörg prakkarastrikin voru framin á þess- um tíma. Við systkinin rifum einu sinni upp öll blómin hjá nágrannakonunni sem hún var búin að vera að rækta. Það þurfti að sjálfsögðu að borga fyrir þau. Einu sinni notuðum við bíl nágrannans sem renni- braut því hann var svo ótrúlega vel hann- aður. Það þurfti að borga fyrir viðgerðina á honum. Ég fattaði svo að ef maður lamdi rúður með einhverju hörðu þá brotnuðu þær. Held að ég hafi náð að brjóta 18 rúður áður en það sást til mín og nágrannakonan sem átti blómin átti 12 af þeim. Ég held að hún hafi ekki haldið mikið upp á mig þessi elska,“ segir Villi og brosir er hann rifjar þetta upp. Settu Íslandsmet í boðsundi „Við fjölskyldan fluttum svo í Mosfellssveitina og ég hóf nám í Varmárskóla. Þar eignaðist ég marga vini sem ég er enn í góðu sambandi við. Ég byrjaði fljótlega að æfa sund en það var Svava systir sem dró mig í það. Hópur- inn sem ég var að æfa með stóð sig mjög vel. Við settum mörg Íslandsmet í boðsundi og þau met verða aldrei slegin, alla vega ekki í okkar huga.“ Kennarinn reyndist sannspár „Í Gaggó Mos gekk mér ekki vel námslega því ég er bæði les- og skrifblindur en það greindist ekki fyrr en á síðasta árinu mínu í skólanum. Ég man að eitt sinn öskraði einn kennarinn á mig að ef ég myndi ekki taka mig á þá myndi ég enda á því að moka skurði. Það er nú svo- lítið gaman að segja frá því að nokkrum árum seinna keypti ég mér mína fyrstu gröfu af mörgum og byrj- aði að moka skurði. Ég hef í raun gert það allar götur síðan svo kennarinn reyndist sannarlega sannspár. En það var alltaf gaman í skólanum og við vinirnir skemmtum okkur vel. Það voru nokkrar ruslatunnur sprengdar á göngun- um og svona en við tölum nú ekkert meira um það,“ segir Villi og hlær. Unnu alla verslunarmannahelgina Eftir útskrift úr Gaggó Mos fór Villi beint út á vinnumarkaðinn og til 18 ára aldurs starfaði hann hjá föður sínum sem rak jarð- vinnufyrirtækið Mottó. Síðan hóf hann störf við malbikun hjá Malbik og völtun og starfaði þar í nokk- ur ár. „Vinnutíminn í malbikinu gat orðið ansi langur, allt upp í 100 tímar á viku þeg- ar mest var að gera, og það gat tekið á. Ég ákvað að breyta til og fór að vinna hjá JVJ verktökum. Þar vann ég meðal annars við gerð Höfðabakkabrúarinnar. Eitt sinn vorum við fengnir til að vinna alla verslunarmannahelgina. Þá áttum við að breyta gatnamótum á meðan allir voru í útilegu. Við fengum auka bónus fyrir þetta, ferð til Newcastle, svo menn urðu mjög ánægðir með það. Ég byrjaði svo aftur hjá pabba árið 2000 og starfaði þar sem verkstjóri.“ Fara reglulega á ættaróðalið Villi kynntist konu sinni, Sigrúnu Eiríks- dóttur, ritara í Gagnfræðaskóla Mosfells- bæjar, um tvítugsaldurinn. Þau byrjuðu að búa saman í Reykjavík en ákváðu síðan að byggja sér hús í heimahögunum en þau eru bæði alin upp í Mosfellsbæ. Þau eiga þrjár dætur, þær Írisi, Tinnu og Lísu. „Ég man þegar maður stóð í bygginga- framkvæmdunum á sínum tíma. Allar ferðirnar til Ásbjörns byggingafulltrúa upp á lofti í Hlégarði. Þá var maður nú stund- um stressaður en hann tók alltaf vel á móti stráknum sem var aðeins 22 ára þá og leið- beindi manni í gegnum ferlið. Við Sigrún byggðum okkur svo seinna stærra hús í Spóahöfðanum þar sem við búum í dag. Við fjölskyldan höfum yndi af ferðalög- um innanlands og erum búin að fara í ótelj- andi ferðir á hina ýmsu staði um landið. Við förum reglulega vestur á firði á ættaróðalið okkar sem er rétt fyrir utan Þingeyri eða við Svalvogana.“ Viðurkenning frá Creditinfo Villi var þrítugur þegar hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Fagverk verktaka. Fag- verk er í grunninn malbikunarfyrirtæki en er einnig í byggingageiranum. Fyrirtækið er með mjög gott vörubíla- og vinnuvéla- verkstæði til að þjónusta tæki og búnað í þeirra eigu. Villi segir að fyrirtækið hafi í raun byrjað að blómstra í hruninu en þá sá hann tæki- færin út um allt. Í dag starfa 24 hjá fyrirtæk- inu en fleiri starfa yfir sumarið eða á meðan mest er að gera í malbikinu. Fagverk fékk á dögunum viðurkenningu frá Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki 2016 og er því á meðal þeirra fyrirtækja sem efla íslenskt efnahagslíf. „Þetta er mikill heiður, við stóðumst styrkleikamat sem er frábært. Aðeins gott starfsfólk gerir þetta mögulegt en hér starf- ar afar jákvæður og samrýmdur hópur. Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir það að maður sé að gera góða hluti,“ segir Villi er við kveðjumst. - Mosfellingurinn Vilhjálmur Þór Matthíasson22 Fjölskyldan í Spóahöfðanum, Sigrún, Tinna, Bella, Lísa, Íris og Villi. MOSFELLINGURINN Eftir Ruth Örnólfsdóttur ruth@mosfellingur.is Myndir: Ruth Örnólfs, Harpa Hrund og úr einkasafni. Það var alltaf gaman í skólanum og við vinirnir skemmtum okkur vel. Það voru nokkrar ruslatunnur sprengdar á göngunum og svona en við tölum nú ekkert meira um það. Vilhjálmur Þór Matthíasson er eigandi og framkvæmdastjóri Fagverks verktaka sem er framúrskarandi fyrirtæki HIN HLIÐIN Klukkan hvað ferð þú á fætur? Klukkan 06:50. Uppáhaldshlutur? Kaffivélin. Hvernig slappar þú af? Í sjónvarpssófanum. Fallegasti staður í Mosfellsbæ? Leirvogurinn. Lýstu þér í þremur orðum? Þolinmóður, traustur, smá skrítinn. Við hvaða aðstæður færðu gæsahúð? Mikinn kulda. Uppáhaldsmatur? Kæst skata. Hvað myndi ævisagan þín heita? Malbikarinn mikli. „Þú endar á því að moka skurði drengur“ villi og sigrún á EM í frakklandi villi MEð svövu systur fjallganga í dýrafirði

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.