Mosfellingur - 06.04.2017, Blaðsíða 23

Mosfellingur - 06.04.2017, Blaðsíða 23
www.mosfellingur.is - 23Myndir: Ruth Örnólfs, Harpa Hrund og úr einkasafni. Íslenska ullin er einstök Íslenskt sauðfé hefur gefið Íslendingum skjólmikla ull sem náttúran hefur þróað eftir veðri og vindum í meira en 1000 ár. fjölskylduvæn ísbúð í hjarta mosfellsbæjar Verið hjartanlega velkomin HáHolti 13-15 • s. 564 4500 Opið alla daga kl. 12:00-23:00 Margir þættir hafa áhrif á líðan barna rétt eins og okkar sem eldri erum. Foreldrar gegna þó lykilhlutverki þegar kemur að líðan barna þeirra og vernd- andi þættir skipta meginmáli til að stuðla að vellíðan barn- anna. Verndandi þættir hvað líðan varðar eru t.d. uppfylling grunnþarfa þar með talið góð næring, heilbrigðar svefn- venjur, hreyfing og almenn aðhlynning; stuðningur foreldra, fjölskyldu og vina; þátttaka í tómstundastarfi og íþróttaiðk- un og jákvæður andi í skóla, á heimili og í frístundum. Alla þessa þætti geta foreldrar haft mikil áhrif á. Foreldrar leggja línurnar í mataræði fjölskyldunnar, svefnvenjum og hvað hreyfingu varðar. Með því að hvetja börnin til að borða holla og góða næringu, stunda reglu- bundna hreyfingu og setja reglur um svefn- tíma stuðlum við að aukinni vellíð- an barnanna. Jafnframt ætti að setja reglur um notkun tölvu og snjall- tækja, sérstaklega fyrir svefninn. Æskilegt er að slík tæki séu lögð til hliðar klukkustund fyrir svefntíma og þau geymd í hæfilegri fjarlægð á meðan sofið er. Gott er að hvetja til yndislesturs, slökun- ar eða notalegrar samveru fyrir svefninn í stað þess að vera fyrir framan við rafrænan skjá. Jákvæður stuðningur, hvatn- ing og skýr mörk frá upphafi hafa mikil áhrif og auka líkur á að börnin temji sér betri venjur sem ýta undir vellíðan þeirra og velgengni í lífi og starfi. Það þarf því að setja bæði sér og börnunum markmið og mörk og framfylgja reglunum. Ekki má gleyma því að foreldrar eru fyrirmyndir barna sinna og ættu því að sjálfsögðu að fara eftir reglunum sjálfir því það gera börnin sem fyrir þeim er haft. Það að vera í góðu sambandi við skóla barnanna og tómstundaleiðbeinendur skiptir líka miklu máli, sem og tengsl við foreldra vina þeirra. Þannig stuðlum við að jákvæðari samskiptum og auðveldara verður að taka á því sem hugsanlega kann að koma upp á. Verum meðvit- uð um hlutverk okkar og ríkan þátt foreldra í vellíðan barna sinna. Lengi býr að fyrstu gerð og það læra börnin sem fyrir þeim er haft. Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur og foreldri Vellíðan barna og unglinga – hlutverk foreldra SkólaSkrifStofa moSfellSbæjar Skóla hornið fjallganga í Dýrafirði

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.