Mosfellingur - 06.04.2017, Blaðsíða 25

Mosfellingur - 06.04.2017, Blaðsíða 25
Íþróttir - 25 Kosningar okkar Mosó Voða finnst mér gaman að þessu framtaki Okkar Mosó. Finnst frábært að gefa bæjarbúum kost á að koma með tillögur um hvað megi betur fara í bænum okkar. Ég hlakka til að fylgjast með hvernig framkvæmdin verður en allar þessar tillögur sem hægt er að kjósa um eru skemmtilegar og fjölbreyttar. Ég er alla vega búin að kjósa þær hugmyndir sem mér líst best á. Ég vona að tillagan um fuglafræðslu- stíginn með fram Leirvoginum verði að veruleika.  Gyða ORÐIÐ ER LAUST... Hér gefst lesendum kostur á að láta skoðanir sínar í ljós í stuttu máli. Gönguleiðir í Mosó Eitt af því sem mér finnst vera kostur við að búa í Mosfellsbæ eru stikuðu gönguleiðirnar í kringum bæinn sem gerir bæinn okkar að frábærri útivist- arparadís. Göngkortið sem hægt er að nálgast víða og er inni á heimasíðu Mosfells- bæjar er gott og sýnir fjöldan allan af gönguleiðum. Kortið sýnir vel þær leiðir sem hægt er að fara og hversu langar þær eru. Öll helstu kennileiti og staðarheiti eru merkt inn á kortið og skemmtileg upplýsingaskilti eru á mörgum stöðum með ýmsum fróðleik. Ég hvet Mosfellinga til að kynna sér þetta kort en það er mín reynsla að það eru alltaf fleiri og fleiri að upp- götva þennan lúxus sem við búum við. Í mínum huga eru þetta lífsgæði.  Halldóra Matfugl og Knattspyrnudeild Aftureldingar, meistara- flokkur karla, hafa endur- nýjað samstarfssamning sín á milli og gildir hann næstu tvö árin. Matfugl ehf. hefur verið einn af aðalstyrktaraðil- um knattspyrnudeildar Aftureldingar frá árinu 2011 og hefur samstarfið gengið mjög vel. Á myndinni má sjá Birgi Frey Ragnarsson fyrir hönd knattspyrnudeildar og Aðalbjörn Jónsson sölu- og markaðsstjóra hjá Matfugli. VR-15-025 Umsækjendur þurfa að vera liprir í samskiptum og eiga auðvelt með að vinna í hópi. Reynsla af störfum í verslun og þjónustu er kostur. Áhugasamir sæki um á www.n1.is – merkt framtíðarstörf. Nánari upplýsingar veitir Gísli Páll Jónsson, stöðvarstjóri, gisli.pall@n1.is Við hvetjum bæði kyn til að sækja um auglýst störf hjá fyrirtækinu. Vilt þú vinna á líflegum vinnustað? Helstu verkefni • Almenn afgreiðsla • Stjórnun starfsmanna á vakt • Vaktauppgjör • Pantanir • Önnur tilfallandi verkefni á stöðinni Hæfniskröfur • Almenn þekking á verslun og þjónustu • Samskiptafærni og þjónustulund • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur • 20 ára eða eldri N1 Háholti leitar að þjónustuliprum og áreiðanlegum vaktstjóra til starfa. Um er að ræða fullt starf í vaktavinnu. Deildarmeistarar í 2. deild Strákarnir á eldra ári í 4. flokki í handbolta urðu deildarmeistarar í 2. deild og komast í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn. „Liðið hefur tekið miklum framförum í vetur, drengirnir æfa vel, taka leiðsögn og framkvæma það sem þeir eru beðnir um. Strákarnir leggja sig mikið fram á æfingum sem sést á árangri þeirra í vetur, liðið tapaði einum leik og gerði eitt jafntefli. Frábær liðsheild og metnað- ur hjá þeim að ná langt,“ segir Bjarki Sig. sem þjálfar strákana ásamt Mikk Pinnonen. Matfugl styður áfram við fótboltann

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.