Mosfellingur - 06.04.2017, Blaðsíða 30

Mosfellingur - 06.04.2017, Blaðsíða 30
 - Aðsent efni30 LeiðinLegi gaurinn Systir mín kom í heimsókn um daginn. Sem var gaman, hún er alltaf hress. Svo er hún flott mamma, á hana Ylfu sem er að verða eins og hálfs árs gamall gleðigjafi. Hún, syst- ir mín, ekki Ylfa, bauð mér nammi, piparhúðaðar möndlur. Geggjað stöff sagði hún. En ég afþakkaði. Borða ekki nammi. Hún horfði á mig með sömu augum og stuðboltarnir í partýinu senda edrúgaurnum þegar þeir átta sig á því að hann er edrú. Þarftu alltaf að vera svona boring? Sagði svo að hún þyrfti að prófa þetta einhvern tíma, vera svona leiðin- leg. Fara snemma að sofa, vakna snemma, borða hollt og hreyfa sig mikið. Segja nei takk við nammi og gosi. Neita sér um allt það skemmti- lega í lífinu. Það skemmtilega í þessu er að mér finnst lífið stórskemmtilegt. Finnst gaman að hafa skýra ramma með ákveðna hluti og sleppa sumu alveg. Finnst frábært að sofa vel og vakna snemma. Vera ferskur og hress á daginn. Til þess þarf ég að sofna vel fyrir miðnætti. Það þótti stórkostlega fyndið þegar ég var að alast upp. Fólk sem fór að sofa fyrir miðnætti. Það átti ekkert líf. Mér finnst líka gaman að hreyfa mig og æfa, þannig að ekki veldur það sjálfleiðindum. Og ég fæ munkalega gleði út úr því að borða einfaldan mat sem gefur mér kraft og orku. Alveg eins og að gaurinn sem er edrú í partýinu getur skemmt sér vel, þá finnst mér lífið best þegar það er einfalt. Ég þarf ekki á nammi og kökum að halda, finnst ég ekki vera að missa af neinu þótt ég sleppi því að fá mér desert. Mórall pistilsins er kannski sá að það sem einum finnst vera ómiss- andi, finnst öðrum vera ónauðsynlegt. Sumir elska mat, aðrir elska fótbolta. Sumir hlusta á Útvarp Sögu, aðrir á X-ið. HeiLsumoLar gaua Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is Þverholti 2 • Mosfellsbæ Fasteignasala Mosfellsbæjar Sími: 586 8080 www.fastmos.ishafðu samband E.BAC K M A N Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali Viltuselja... E .B A C K M A N ww .fast os.is Af hverju er femínismi mikilvægur? Jú, femínsimi er mikilvægur vegna þess að hann stuðlar að jafnrétti kynjanna. Án femínisma væri samfélagið ekki jafn þróað á sviði jafnréttismála og það er í dag. Það er þó enn langt í land og þess vegna eru femínistafélög mikilvæg. FemMos er femínistafélag Framhaldsskól- ans í Mosfellsbæ. Félagið hefur verið starf- andi, með hléum, í nokkur ár. Stjórn Fem- Mos samanstendur af þremur nemendum. Núverandi stjórn var mynduð í októ- ber 2016 og hefur áorkað ýmsu síðan þá. Til dæmis höfum við afkynjað tvö salerni í húsinu og við fengum styrk frá nemenda- ráði skólans, NFFMOS, til að kaupa dömu- bindi og túrtappa til þess að bjóða upp á inni á salernum skólans. Einnig höfum við fylgst með starfsemi nemendaráðsins út frá jafnréttissjónar- horni. Við héldum viðburð þar sem við buðum femínistafélögum á höfuðborgar- svæðinu að koma og ræða saman um ýmis málefni, m.a. hlutverk og framtíð femín- istafélaga í framhaldsskólum. Viðburður- inn heppnaðist vel og afar áhugaverðar umræður fóru fram. Núverandi stjórn Fem- Mos mun halda áfram að vinna að ýmsum verkefnum tengdum jafnréttismálum á næstu misserum. Hrafndís Katla Elíasdóttir FemMos stofnað (Femínistafélag Fmos) 2 fyrir 1 á ís alla þriðjudaga HÁHOLT 14 - 270 MOSFELLSBÆ - SÍMI 566 8043 HE IM ILIS MA TU R Í H ÁD EG INU AL LA VI RK A D AG A hrafndís og dömubindin sandra formaður og daníel arnar

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.