Mosfellingur - 27.04.2017, Blaðsíða 2

Mosfellingur - 27.04.2017, Blaðsíða 2
Áfram Afturelding Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is) Í þá gömlu góðu... MOSFELLINGUR www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is Næsti Mosfellingur kemur út 18. maí Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is Ritstjórn: (blaðamenn og ljósmyndarar) Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent. Upplag: 4.000 eintök. Dreifing: Pósturinn. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Ingibjörg Valsdóttir Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag. Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti. Komin er niðurstaða í Okkar Mosó. Tíu hugmyndum frá bæjarbúum verður hrint í framkvæmd á næstu mánuðum. Á forsíðu blaðsins má sjá hvernig íbúakosningin fór. Svona virkar lýð- ræðið og er það vel. Einhverjir spyrja sig af hverju það kemur ekki kaffihús í hverfið þeirra, innanbæjarstrætó eða heilsuveitingastaður í Kjarnann. Jú, það er vegna þess að fjárhags- ramminn leyfir það ekki og verið var að úthluta fjármun- um til smærri nýframkvæmda og viðhaldsverkefna á vegum bæjarins. En svo er það önnur pæling, getur Mosfellsbær ekki lokkað hingað fleiri öflug fyrirtæki? Það vantar hérna alvöru dæmi. Hvað er Akranes að lofa að gera til að halda HB Granda? Ætla þeir ekki að breyta og bæta til að halda í öflugt fyrirtæki? Þarf Mosfellsbær ekki að spyrja sig hvernig fyrirtæki við viljum hafa hjá okkur? Við þurfum að lokka til okkar stóru laxana. Við höfum alla vega nóg að bjóða. Fleiri öflug fyrirtæki Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings www.isfugl.is Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali héðan og þaðan - Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2 FoRnLEIFaUPPgRÖFTUR að VaRMÁ SUMaRIð 1968 Varmárkirkja stóð á þeim slóðum sem Gagnfræðaskóli Mosfellssveitar var byggður 1970 og tekinn í notkun 1973. Kirkjan var helguð Pétri postula og heimildir eru um að á Varmá hafi verið kirkja í a.m.k. um 200 ára skeið (14.-16. öld). Á myndinni er horft í átt að Helgafelli til vinstri og Reykjafelli til hægri en Grímannsfell fjær milli þeirra. Heimild: Mynd og texti, Mosfellsbær, saga byggðar í 1100 ár. Smáhlutir sem komu í ljós við fornleifa- uppgröft- inn að Varmá en meðal annars fundust flöskubrot og eirhani.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.