Mosfellingur - 27.04.2017, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 27.04.2017, Blaðsíða 8
 - Fréttir úr Mosfellsbæ8 Mosfellsbæ 1. maí kaffi Samfylkingin í Mosfellsbæ verður með kaffihlaðborð á baráttudegi launafólks í Þverholti 3 milli kl. 15 og 17. Allir velkomnir. Bætt lífsgæði í sundlaugunum Þann 6. apríl var vígður nýr hreinsibúnaður í Lágafells- laug í Mosfellsbæ. Búnaðurinn framleiðir klór úr matar- salti þar sem rafstraumur er notaður til að kljúfa saltið í frumefni sín. Þegar þau efni blandast vatninu myndast efni sem hentar vel til sótthreinsunar í sundlaugum. Mosfellsbær er eitt af fyrstu sveitarfélögum landsins til að taka í notkun slíkan búnað en áhersla er lögð á að minnka notkun hættulegra efna sem skaðað geta lífríkið. Vistvæn framþróun í Mosfellsbæ Fyrir sundlaugargesti þýðir þetta að klórlyktin minnkar talsvert. Sviði í augum og húðerting minnkar og efnin fara betur með sundfatnað. Tæknibúnaðurinn mun leysa núverandi klór af hólmi og hafa í för með sér bætt lífsgæði sundlaugargesta og verða betra fyrir m.a. augu, húð og öndunarfæri. Þess má geta að á árinu 2015 voru notuð tæp 40 tonn af klór í sundlaugar bæjarins. Nú verður breyting þar á. Í Varmárlaug verður álíka búnaður tekinn í notkun í byrjun sumars. Nýr klórbúnaður tekinn í notkun Gamli klórinn heyrir sögunni til. Nýr búnaður tekinn í notkun í laugum bæjarins. Sigurður Guðmundsson íþróttafulltrúi, Haraldur Sverrisson bæjarstjóri, Baldur Halldórsson framkvæmdastjóri hjá Vatnslausnum og Linda Udengård framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs. Kammerkór Mosfellsbæjar heldur sína árlegu vortónleika í Háteigskirkju sunnu- daginn 30. apríl kl. 17:00. Yfirskrift tónleik- anna er Fífill í haga, en kórstjóri er Símon H. Ívarsson. Efnisskráin er fjölbreytt eins og jafnan á tónleikum kórsins. Lögin koma frá hinum ýmsu löndum og eru af ólíkum stílteg- undum, allt frá endurreisn til dagsins í dag. Má þar nefna lög eftir John Dowland, Atla Heimi Sveinsson, Mikis Theodorakis, Paco Peña, Queen, Paul Simon, Lennon/ McCartney og lög frá Suður-Afríku. Ásamt kórnum koma fram hljómsveitin Fantasía Flamenca og sönghópurinn Vox Camerata. Einsöngvarar eru Ástrún Frið- björnsdóttir og Björn Traustason. Fantasía Flamenca flytur ýmsar stílteg- undir af flamenco-lögum og leikur einnig með í söng kórsins. Meðlimir sveitarinnar eru þau Ástrún Friðbjörnsdóttir söngkona, gítarleikararnir Ívar Símonarson og Símon H. Ívarsson, slagverksleikarinn George L. Claessen og Hrafnkell Sighvatsson sem leikur á bassa. Meðlimir í sönghópnum Vox Camerata eru Björn Traustason, Heiðrún Kristín Guðvarðardóttir og Símon H. Ívarsson. Aðgangseyrir er 2.000 krónur, en 1.500 krónur fyrir aldraða og frítt fyrir börn. Að- göngumiða er hægt að nálgast hjá kórfélög- um og við innganginn. Kammerkór með vortónleika Mosfellingurinn Ari Hermann Oddson ger- ið sér lítið fyrir og hljóp maraþon í Pyong- yang, höfuðborg Norður-Kóreu, nýverið. Ari fór ásamt félögum sínum, þeim Hauki Lúðvíkssyni og Almari Erni Hilmarssyni. „Þetta er eiginlega bara annað mara- þonið mitt, ég hef fjórum sinnum hlaupið Laugaveginn og tvisvar tekið þátt í Járn- karlinum. Almar félagi minn fékk þessa hugmynd að taka þátt í þessu maraþoni eftir eitt Laugavegshlaupið,“ segir Ari sem kláraði hlaupið á tímanum 3,41 klst. Öðruvísi undibúningur fyrir maraþon „Þetta var langt og strangt ferðalag. Í stuttu máli flugum við til Kaupmannahafn- ar og þaðan til Peking. Við áttum að fljúga þaðan til Pyongyang en sú flugvél kom aldrei þannig að við fórum með rútum, lestum og síðan flugvél. Ferðalagið tók 21 klukkutíma. Við kom- um um nótt á hótelið og þurftum að vera mættir í rútu kl. 6 um morguninn. Þetta var í rauninni algjört ævintýri. Okkur var sagt fljótlega eftir að við komum til landsins að aðalreglan væri að sýna núverandi og fyrr- verandi leiðtogum landsins virðingu og þá myndi allt ganga vel.“ Er í aðalliðinu í Mosfellsbæ Ari kemur heim reynslunni ríkari eftir þetta ferðalag og stefnan er sett á næsta ævintýri. „Ég er náttúrlega í aðalliðinu í Mos- fellsbæ, Team Cintamani, en við erum fjölþrautalið og tökum þátt í allskonar keppnum. Ég er að fara að taka þátt í Járnkarlinum í Kaupmannahöfn í ágúst ásamt ansi mörgum Mosfellingum sem er skemmtilegt og ég hvet alla til að fylgjast vel með okkur,“ segir Ari að lokum. Við viljum hafa pláss fyrir allt Lífið tekur breytingum með tímanum. Börnin stækka, þeim fjölgar, áhugamálin breytast, ferðalögin lengjast. Það sem ekki breytist er að við þurfum pláss fyrir alla og allt sem þeim fylgir. Þegar þörf er á brúar Arion bílafjármögnun bilið í bílakaupunum. Kynntu þér kjörin og ólíkar leiðir á arionbanki.is H VI TA H U S ID / S IA – 1 7- 10 20 6 Ari Oddson úr Team Cintamani kominn heim úr ævintýraferð Hljóp heilt maraþon í Norður-Kóreu á framandi slóðum - ari fyrir miðri mynd ari í keppnisgalla team cintamani

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.