Mosfellingur - 27.04.2017, Blaðsíða 12

Mosfellingur - 27.04.2017, Blaðsíða 12
 - Stærsti auglýsinga- og fréttamiðill í Mosfellsbæ12 Afhentu hjálma að gjöf Kiwanisklúbbarnir Geysir og Mosfell hér í Mosfellsbæ afhentu föstudaginn 7. apríl sína árlegu gjöf á reiðhjólahjálmum til barna í 1. bekk grunnskólanna hér í Mosfellsbæ og grunnskólans á Klébergi á Kjalarnesi. Voru alls afhentir 178 hjálmar til þakklátra barna. Markmið hjálmaverkefnis Kiwanis hefur frá upphafi verið að stuðla að öryggi barna í umferðinni. Bæta þannig öryggi þeirra í umferðinni og koma í veg fyrir alvarleg slys og óhöpp við hjólreiðar sem eru afar vinæl frístundaiðkun auk þess að vera góð samgönguleið. Hjálmarnir nýtast einnig vel við notkun hjólabretta og hjólaskauta. Börnin í KriKasKóla taKa við hjálmunum Benjamín elvar hreyKinn með sinn nýja hjálm Áhyggjulaust ævi- kvöld eldri borgara? Ólafur Sigurðsson hafði samband við blaðið og vildi koma á framfæri óboðlegri aðstöðu sem eldri borgurum í Mosfellsbæ er boðið upp á. „Móðir mín býr í öryggisíbúð við Eirhamra í Mosfellsbæ. Það hafa komið í ljós miklar vatns- og rakaskemmdir í íbúðinni hennar sem er á efstu hæð. Við erum búin að kvarta yfir þessi síðan í september á síðasta ári, síðustu svör voru að verktaki væri kominn í málið en það gerist ekki neitt. Nú þegar er vatnið sem kemur úr loftinu búið að eyðileggja eitt sjónvarp og sjónvarpsskáp,“ segir Ólafur og veltir því fyrir sér hvort við séum að veita eldri borgurum okkar áhyggju- laust ævikvöld. ORÐIÐ ER LAUST... Hér gefst lesendum kostur á að láta skoðanir sínar í ljós í stuttu máli. Næsta blað kemur út 18. maí Þarft þú að koma einhverju á framfæri? Mosfellingur er borinn út í hvert hús og fyrirtæki í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Skilafrestur efnis/auglýsinga er mánudaginn 15. maí. mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.