Mosfellingur - 27.04.2017, Blaðsíða 19

Mosfellingur - 27.04.2017, Blaðsíða 19
www.mosfellingur.is - 19Myndir: Ruth Örnólfs og úr einkasafni. með þrótti 1972 Íslenska ullin er einstök Íslenskt sauðfé hefur gefið Íslendingum skjólmikla ull sem náttúran hefur þróað eftir veðri og vindum í meira en 1000 ár. Margir foreldrar kannast eflaust við að þurfa að taka á erfiðri hegðun hjá barninu sínu eins og suð í búð. Ein ferð í búðina eftir vinnu getur reynst bæði börnum og foreldrum mjög erfið. Suð í búð er mjög algengt og getur verið hvimleitt að eiga við þegar allir eru þreyttir eftir daginn, ekki síður börnin sjálf. Þegar við erum þreytt höfum við minni þolinmæði til þess að takast á við erfiða hegðun, erum líklegri til þess að láta undan og þar með viðhalda erfiðri hegðun, t.d. suði. Mikilvægt er að vera sam- kvæmur sjálfum sér, að nei þýði nei. Þannig að barnið læri ekki að með því að suða enn meira fái það að lokum það sem það vill. Ef við erum líkleg til þess að láta undan hvort sem er getur ver- ið betra að gefa barninu strax það sem það sækist eftir. Þannig komum við í veg fyrir erfiða hegðun hjá barninu áður en hún á sér stað. Þetta er þó ekki alltaf æskileg leið en ef við erum forsjál og komust ekki hjá því að fara með barnið í búð á erfiðasta tímanum er hægt að fara aðra leið. Til að mynda að fela barn- inu hlutverk í búðinni með því að láta það ná í ákveðna hluti. Barnið er þá upptekið af öðru og búðarferðin samvinna barns og foreldris. Einnig er hægt að semja um að ef allt gengur vel í búðinni gerum við eitthvað skemmti- legt saman þegar heim er kom- ið, t.d. að perla, lesa saman eða annað sem barnið hefur gaman af og hæfir aldri þess. Höfum í huga að athygli og samvera við foreldra er oft það sem barnið sækist mest eftir. Mikilvægt er að umbun sé valin í sam- ráði við barnið þannig að hún trompi það sem verið er að suða um. Forðumst „úlfatíma“ í búðinni eftir langa daga, verum samkvæm sjálfum okkur og umbunum okkur og barninu með góðum samverustundum. Lilja Níelsdóttir og Kristín Eva Rögnvaldsdóttir, sálfræðinemar við fræðslu- og frístundasvið Mosfellsbæjar Suðandi börn SkólaSkrifStofa moSfellSbæjar Skóla hornið Matjurtagarðar Búið er að opna fyrir umsóknir um matjurtagarða í Mosfellsbæ Matjurtagarðar bæjarins verða staðsettir austan við Varmárskóla þar sem gömlu skólagarðarnir hafa verið. Aðkoma að görðunum verður að norðanverðu frá tjaldsvæðinu við eldri deild Varmárskóla. Vegna uppbyggingar á lóðum við Desjamýri eru matjurta- garðarnir þar ekki lengur í boði, en þeir sem hafa haft garða þar ganga fyrir við úthlutun garða við Varmárskóla. Aðgengi að vatni og kaffiskúr verður við garðana. Staðsetningu garða og fyrirkomulag má sjá á meðfylgjandi korti. Leiguverð fyrir matjurtagarða er óbreytt, eða 2.500 kr. fyrir 50 fm garð. Tekið er við umsóknum á netfangið tjonustustod@mos.is garðar verða tilbúnir til notkunar föstudaginn 18. maí n.k. Einnig eiga íbúar í Mosfellsbæ möguleika á að fá leigða mat- jurtagarða á vegum Reykjavíkur- borgar í Skammadal. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar sér um útleiguna og geta áhugasamir sett sig í samband við Þóru Jónasdóttur umsjónarmann matjurtagarða í Reykjavík í síma 411 1111, eða í netfangið matjurtagardar@ reykjavik.is, og látið skrá sig á lista með ósk um garð. Taka þarf fram að viðkomandi sé íbúi í Mosfellsbæ. Umhverfissvið Mosfellsbæjar

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.