Mosfellingur - 27.04.2017, Blaðsíða 28

Mosfellingur - 27.04.2017, Blaðsíða 28
Elmar Halldór kom í heiminn mánudaginn 6. mars. 13,5 merkur og 50 cm. Foreldrar hans eru Íris Dóra Hall- dórsdóttir og Orri Karl Karlsson. Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Ó UMFA Ég man að þegar ég var yngri þá var þvílíkur viðburður í kringum hand- boltann. Ef Afturelding var að spila þá var algjör þögn í bænum því það voru allir niðri í íþróttahúsi og bílaplanið svoleiðis pakkað að það mætti halda a ð það væru stórtónleikar í gangi. Ef þú varst Mosfellingur þá var lítið annað í stöðunni en að fara og styðja við bakið á sínu liði og þeir sem ekki höfðu áhug a á boltanum fóru nú samt niður eftir þv í þetta var svo mikill viðburður. Næsta dag fóru strákarnir í skólanum yfir það hvernig leikur gærdagsins hef ði verið og var mikið talað um Bjarka Sig og fleiri, eða eins og maður talar um Zlatan í dag ef maður er United-maðu r Þetta er ekki svona í dag og viður- kenni ég það fúslega að ég er ekki nóg u duglegur að fara sjálfur á leiki. Það virðist sem maður sjái nú samt svona glitta í gömlu dagana þegar Aftu r- elding er að spila í undanúrslitum eða til úrslita. En hvað með allt þar á milli? Nú eru gamlir leikmenn komnir aftur og erum við með þvílíkt efnilega unga Mosfell- inga í liðinu og bara þvílíkt sterkt lið. Hvernig stendur á því að við mætum ekki á alla leiki? Kannski af því það kostar inn og fólk tímir ekki 1.000 eða 1.500 kr inn. Afturelding þarf á okkur að halda, ekki bara leikmennirnir, heldur félagi ð sjálft, ef við ætlum að fá að hafa hand- boltalið. Sama mætti segja um fótboltann. Við eigum glæsilega fótboltavelli, stúkan og aðstaðan til fyrirmyndar en samt e r eins og fólk fari sjaldnar á völlinn. En nóg um það, það er leikur í kvöld og ég veit að strákarnir þurfa á þér að halda. Mætum í rauðu og styðjum okk ar lið. bragi þór Sænsk kladdkaka Í eldhúsinu Jens Ingvarsson og Thelma Arngrímsdóttir deila með okkur upp- skrift að þessu sinni sem kemur uppruna- lega frá móðurömmu Thelmu. „Uppskriftin er ofur einföld en ofboðslega góð. Kakan er örlítið mjúk að innan og hentar mjög vel sem eftirréttur með ís eða til að bjóða upp á í saumaklúbbnum. Hráefni: • 100 gr smjör (brætt) • 3 dl sykur • 1 ½ dl hveiti • 4 msk kakó • 1 ½ msk vanillusykur • 2 stk egg • Góu kúlupoki Smjörið er brætt (ekki of heitt) og hrært saman við sykurinn. Eggjum er síðan bætt sam- an við. Hveiti, kakó og vanillusykur er síðan sigtað út í og hrært aðeins sam- an. Deigið er sett í meðalstórt eldfast form ( hringlaga/ 22 cm) og bakað við 175° í 15-20 mín í miðjum ofni. Kakan á að vera örlítið mjúk að innan. Síðan er hægt að skreyta kökuna með jarðarberjum, bláberjum og hindberjum. Ofboðslega gott að búa til karamellubráð yfir heitu vatnsbaði og setja yfir kökuna, t.d hægt að nota Góukúlur. Borin fram volg með vanilluís. hjá jenna og Thelmu Jenni og Thelma skora á Guðrúnu og Kjartan að deila næstu uppskrift með Mosfellingum - Heyrst hefur...28 Föstudaginn 28. apríl munu knapar úr liði HRÍMNIS/EXPORT HESTA verða með sýnikennslu til styrktar Fræðslu- nefnd Harðar. Helga Una Björnsdóttir, Þórarinn Ragnarsson og Hanna Rún Ingibergsdótt- ir munu sýna listir sínar og veita góð ráð í reiðmennsku. Sýningin fer fram í reiðhöll Harðar og opnar húsið kl. 19:00. Góð ráð frá frábærum knöpum Um er að ræða einstakt tækifæri til að fá góð ráð hjá þessum frábæru knöpum og sjá þá að störfum. Kennd verður m.a. einföld tækni sem auðvelt er að tileinka sér til að bæta hestinn sinn. Eftir sýnikennsluna verður aðstað- an og sérútbúnu hnakkarnir til sýnis og hægt verður að spyrja spurninga og fræð- ast nánar um starfið sem Fræðslunefnd fatlaðra býður upp á. Það verður sjoppa á staðnum þar sem hægt verður að kaupa gos, bjór, kakó og með því ásamt ljúffengu súpunni hennar Fríðu. Svo verður gítar- stemning og fjör eftir sýninguna. Miða- verð 1.500 kr. heyrsT hefur... ...að Mosfellsbær keppi við Grindavík á föstudagskvöld í þriðju umferð Útsvarsins á RÚV. ...að Dóri DNA hafi eignast sitt þriðja barn á dögunum. ...að Óskar í Ásgarði sé búinn að sjá Mamma Mia söngleikinn í Borgar- leikhúsinu 42 sinnum. ...að uppselt sé á lokahófið sem Mosöld heldur í íþróttahúsinu á sunnudaginn en 1.000 manns mæta. ...að heiðurshljómsveitin Killer Queen með Magna Ásgeirsson í fararbroddi verði með tónleika í Hlégarði 19. maí. ...að handboltastrákarnir séu komnir upp að vegg en þeir fara í Hafnar- fjörð í kvöld þar sem þeir eru 0-2 undir í undanúrslitarimmunni við FH. ...að Ari Odds hafi klárað heilt maraþon í Norður Kóreu. ...að strákarnir séu dottnir út úr bikarkeppninni í fótboltanum. ...að Jóhanna og Jóhann Óskar eigi von á dreng síðar á árinu. ...að söngkonan Regína Ósk mæti á foreldramorgun í safnaðarheimilinu í dag og taki nokkur lög. ...að Ragnheiður Ríkharðs sé komin í stjórn RÚV. ...að herrakvöld knattspyrnudeildar- innar verði haldið í Harðarbóli á laugardaginn. ...að Marta á Helgafelli eigi afmæli í dag. ...að verið sé að mála stærðarinnar listaverk á vegg í Bókasafninu. ...að farið sé að nota sólberjasaft í stað messuvíns í fermingarvígslunum í Lágafellskirkju. ...að Eyþór Ingi og Tommi Tomm muni troða upp á Hvíta Riddaranum á laugardagskvöldið. ...að Hildur Rúnars og Birgir hafi eignast dreng á dögunum. ...að Hilmar Stefáns hafi átt vinsælustu hugmyndina í Okkar Mosó sem sneri að uppbyggingu á útivistarsvæðinu á Stekkjarflöt. ...að Biggi Sveins sé farinn að vinna í Ísband í Þverholtinu. ...að Haraldur bæjarstjóri hafi farið holu í höggi á Spáni um páskana. ...að stórleikarinn Jói stóri verði sérstakur gestur á Vortónleikum Karlakórs Kjalnesinga á fimmtudag og laugardag. ...að frítt verði inn á barinn í Hlégarði bæði föstudags- og laugardagskvöld þar sem m.a. Sverrir Bergmann og Hlynur Ben koma fram. ...að Halla Karen sé búin að skipta um tannkremstegund. ...að hugmyndir sem næstar voru því að komast í framkvæmd í Okkar Mosó hafi verið ýmis leiktæki á skólalóðunum. ...að Friðjón sé þrítugur í dag. ...að strákarnir í Kaleo hafi verið gestir í spjallþættinum hjá James Corden. mosfellingur@mosfellingur.is Knapar úr Meistaradeildinni sýna listir sínar í reiðhöllinni Sýnikennsla til styrktar Fræðslunefnd Harðar

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.